Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 49
rækjuveiðum. Vegna lélegrar reynslu
af veiðum í Smugunni á þessu ári má
búast við að dragi úr sókn þangað
með tilheyrandi tekjumissi fyrir þjóð-
arbúið. Samið hefur verið um veiðar á
úthafskarfa á Reykjaneshrygg en
uggvænlegt er að Rússar hafa ekki
samþykkt samninginn og óljóst er
hvemig eigi að haga eftirliti með veið-
um þjóða sem ekki standa að þessum
samningi. Þær geta því stundað
óheftar veiðar og þar með stefnt
stofninum í hættu og yfirfyllt markað-
inn sem leiðir til verðhruns.
Frumvarp, sem liggur fyrir Alþingi
um skerðingu á framsali veiðiheim-
ilda, boðar óhagræðingu fyrir grein-
ina. Frumvarp, um úthafsveiðar þar
sem útgerðum er gert skylt að skila
varanlegum aflaheimildum innan lög-
sögu fyrir þann rétt sem þær hafa
áunnið þjóðinni, mun draga úr áhuga
manna á frumkvæði til að reyna nýja
möguleika.
Gott útlit er fyrir loðnu- og sfldar-
flotann, enda hafa menn ijárfest
drjúgt þar. Ætla má að fleiri verði til
að reyna fyrir sér með þárfestingum
erlendis þar sem möguleikar virðast
frekar liggja þar en hér heima.
Yfirvofandi verkföll í þjóðfélaginu,
hætta á verðbólgu og ofmetnar aukn-
ar þjóðartekjur valda því að ég óttast
að afkoma verði erfiðari á árinu 1997
heldur en árinu sem er að líða.“
Flutningar:
HÖRÐUR
SIGURGESTSSON,
EIMSKIP
já Eimskip var þetta ár mikilla
breytinga en 1996 kom nýtt
siglingakerfi til ffamkvæmda
og ný skip hófu sigiingar. Mikil og ör
þróun var í starfsemi félagsins innan-
lands á árinu og tekur þjónusta
Eimskips nú til fleiri þátta í flutninga-
ferlinu en nokkru sinni fyrr. Þetta er í
samræmi við þá þróun sem átt hefur
sér stað á markaðnum síðustu miss-
Hörður Sigurgestsson.
eri; viðskiptavinir okkar gera kröfu
um alhliða flutningaþjónustu. A árinu
mátti einnig merkja vaxandi sókn ís-
lenskra fyrirtækja á erlenda markaði
og átti það ekki síst við um fyrirtæki í
flutningaþjónustu. Samkeppni var
hörð á árinu 1996 en flutningar þó
nokkuð meiri en árið á undan.“
1997
2. „Ég er nokkuð bjartsýnn á árið,
sem nú fer í hönd, og á von á áfram-
haldandi hagvexti og jákvæðri þróun á
ýmsum sviðum. Samningar eru lausir
nú um áramót og vona ég að við ber-
um gæfu til að ná samstöðu fljótlega
og forðast erfiðar vinnudeilur. Það er
mikilvægt að nota góðærið til að
styrkja stöðu þjóðarbúsins og greiða
niður erlendar skuldir. Það hlýtur að
vera helsta verkefni stjómvalda að
viðhalda jafnvægi og stöðugleika og
fyrirtækja að tryggja viðunandi arð-
semi af rekstri."
Ferðaþjónusta:
HELGI
JÓHANNSSON,
SAMVINNUFERÐUM
LANDSÝN
amkvæmt könnun, sem við
gerðum í byijun árs, voru ís-
lendingar mjög með hugann
við ferðalög og við sáum þá spá ræt-
ast vel árið 1996. Þó að tölur liggi ekki
endanlega fyrir þá sýnist mér að ís-
lendingar hafi sett met í ferðum til
útlanda árið 1996. Fjölbreytni í ferða-
möguleikum íslendinga var meiri en
nokkru sinni áður og þeir tóku vel við
sér. Ég get því ekki verið annað en
ánægður með árið, bæði fyrir hönd
greinarinnar í heild sem og fyrir hönd
Samvinnuferða-Landsýnar. Fólk mitt
stóð sig frábærlega vel.
Á innanlandsmarkaði gerðu kuldar í
Evrópu ferðaþjónustunni smá skrá-
veifu. Þátttaka í skipulegum ferðum
hingað frá Evrópu varð minni en ætl-
að var og skilaði minni tekjum en
reiknað var með. Þannig varð árið í
heild lakara í greininni í heild hér inn-
anlands en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Væntingar voru að vísu miklar.
1997
2. „Ég spái því að árið 1997 verði
mjög gott ár fyrir íslenska ferðaþjón-
ustu og greinin muni skila meiri tekj-
um í þjóðarbúið en nokkru sinni fyrr.
Helgi Jóhannsson.
Þær vísbendingar sem við sjáum
um ferðalög íslendinga á árinu 1997
eru á margan hátt athyglisverðar.
Enn ríkir mikil bjartsýni. Á meðal
ungs fólks sýnist samt ríkja nokkur
ótti við átök á vinnumarkaði og afleið-
49