Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 26
FORSÍÐUGREIN LÍFSGLEÐIN HANS ALLA Lífsgleðin hefur alltaf verið fylgifiskur Alla. Alltaf finnst honum skemmtilegra að gera að gamni sínu en að vera alvarlegur. Grínaktug orðaskipti falla honum betur en hátíðarræður. Og á Sandgerðisárunum varð hann frægur fyrir dansfimi. segir Alli og það er ekki laust við að hann sé þungur á brúnina. Þótt hann kunni margt ágætt um Norðfirðinga að segja þá er greinilegt að það stend- ur ekki til að þeir hafi nein ítök í fyrir- tækjarekstri á Eskifirði. „Ég tek ekki þátt í slíku. Ég ætla ekki að eiga það á hættu að mér og minni fjölskyldu verði bolað út úr þessu fyrirtæki." En fyrirtæki í sjávarútvegi um allt land eru að sameinast og það er mikið talað um að sameinaðir stöndum vér og að hagkvæmnin sé í sameining- unni. Er Hraðfrystihús Eskiijarðar til- búið til að sameinast einhveijum? „Ég vil helst ekki sameinast nein- um. Ég vil bara fá að vera í friði. Það jafnast ekkert á við frelsið og að fá að ráða sér sjálfur. Það er betra að bera minna úr býtum og vera sjálfs síns herra. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Samt er nauðsynlegt að hafa sam- vinnu milli ijarða hér eftir sem hingað til. Við vorum alveg til í að sameina Eskifjörð og Reyðarfiörð í eitt byggð- arlag. Það voru greidd atkvæði og það var samþykkt hér en fellt á Reyð- arfirði. Þeir verða bara að eiga sig. Ég hef oft haft samskipti og sam- starf við Norðfirðinga og gengið vel,“ segir Alli og hlær. BESTU OG VERSTU ÁRIN En hvaða tímar skyldu hafa verið erfiðastir á þeim 36 árum sem Alli hefur verið potturinn og pannan í at- vinnulífinu á Eskifirði? „Verstu tímamir voru árin 1966 og þar á eftir þegar sfldin hvarf. Ég var að stækka verksmiðjuna og átti mikið undir því að sfldin brygðist ekki. Ég man að ég var í einhveijum útrétting- um f Reykjavík í sambandi við þetta og rakst á Jakob fiskifræðing á Lauga- veginum. „Er mér ekki óhætt að stækka verksmiðjuna? Kemur sfldin ekki ör- ugglega?" spurði ég. „Þér ætti að vera óhætt í þrjú ár í viðbót," sagðijakob. En svo kom hún eiginlega ekkert eftir þetta. Það var erfiður tími. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að upplifa annað eins. Svo þegar við fórum að veiða loðnuna í kringum 1970 þá fór þetta að rétta úr kútnum aftur.“ Varstu aldrei hræddur um að þetta færi allt um koll og þú færir á hausinn með allan þinn rekstur? „Nei, ég hafði engar áhyggjur af því. Það fer eins og það vill. Maður getur ekki reiknað sfldina út. Ég hefði þá bara byijað aftur.“ En hvaða tímar voru þá bestir? „Það voru sfldarárin í kringum 1960 og eftir það. Þá var gott að salta sfld og þá var gaman að vera ungur og geta vakað. Þá vorum við með söltun- arstöð hérna á Eskifirði og þar var maður allt í öllu. Það þurfti að vakta talstöðina og melda bátana inn, stjóma mannskapnum og ræsa fólkið út þegar sfldin kom. Maður hélt um alla þræði og þurfti ekki að sofa nema 3-4 tíma á sólarhring og stundum ekki neitt. Við vomm öll í þessu saman og Reglur um skjávinnu eiga að trygg|a eryggi eg hollustu þeirra sem vinna við tölvu. Samkvæmt reglunum á að: • V«fla applýsingar ag frssAslu Starfsmenn eiga rétt á að fá upplýsingar um alla þætti öryggis og hollustu er tengjast vinnu þeirra við skjá. Þeir eiga einnig rétt á starfsþjálfun. • Meta vinaaaAsfaeðiir Atvinnurekendur skulu sjá til þess að gerð sé úttekt á skjáverkstöðvum lil að meta hvaða áhrif þær hofa ó storfsmenn. Athuga ber sérstaklega óhættu fyrir sjón og líkam- legt og andlegt álag. Ninnavið lölvu v (S ;33J»- • Hafa samstarf Hafa ber samráð við starfsmenn og tryggja að samstarf geti orðið sem best um öryggismál, aðbúnað og hollustuhætti. • Uppfylla kröfur Nýjor verkstöðvar eiga nú þegar að uppfylla þær kröfur sem fram koma í viðauko reglnanno. Eldri verkstöðvar skal lag- færo fyrir 1. janúor 1997. Reglurnar fjalla ainnig um • daglega vinnutilhögun • augn- eg sfónvarnd starfsmanna Reglumar foii h|a VlnnueffÍHIH riklsini, •initlf leiðbeÍnlngabaeldingurlMn VINNA VI© TÖLVU VINNUEFTIRLIT RIKISINS BÍMlhéfS* U-111 R.yk(avík SM M7 3500 - Bréhiml M7 403* 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.