Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 42
verslun fyrstur fjölmiðla til að skýra frá því 23. maí að fylgi
Ólafs Ragnars Grímssonar, sem hafði mælist um 67% í
endaðan apríl, væri komið niður í um 50% og um verulegt
fylgishrun væri að ræða hjá honum. Þessi könnun vakti
feikna athygli. í kjölfarið komu kannanir annarra sem
sýndu svipaða útkomu. Þegar þama var komið við sögu
var örlítil spenna að færast í kosningamar.
JUNI
VAÐA STJÓRNENDUR REYK?
í júm birti Frjáls verslun athyglisverða könnun um viðhorf
fólks til reykinga á vinnustöðum. Fram kom að fólk væri
eindregið fylgjandi reykingabanni á vinnustöðum. Hins
vegar vildi yfirgnæfandi meirihluti fólks að fyrirtæki byðu
upp á sérstakt reykingaherbergi fyrir þá starfsmenn sem
reyktu. Það hefur hins vegar færst í vöxt á meðal stjóm-
enda stórfyrirtækja undanfarin ár að koma á algeru reyk-
ingabanni á vinnustöðum og sýna þeim ,sem reykja, ekki
neinn skilning, eins og til dæmis með því að bjóða upp á
sérstakt reykingaherbergi. En slík hegðun fellur ekki í
kramið hjá meirihluta fólks, samkvæmt könnuninni.
UM FERTUGT 0G BYRJUÐU TÓMHENTIR
ÞAD SKIPTIR OLLl
Frásögn Fijálsrar
verslunar af fimm
þekktum fram-
kvæmdamönnum um
fertugt, sem byrjuðu
með tvær hendur tóm-
ar en búa nú við mikla
velgengni í viðskiptalíf-
inu, vakti skemmtilega
athygli í júní. Fimm-
menningamir vom spurðir um hvað þyrfti til að stofna
fyrirtæki og ná árangri í viðskiptum. Þegar búið var að
setja svör þeirra undir einn hatt kom á daginn að leið þeirra
til árangurs byggðist á 10 mismunandi atriðum. Það fyrsta
var áræði og þor - menn yrðu að vera tilbúnir til að treysta
á sjálfa sig.
AUÐVELDARA AÐ FÁ VINNU
I yfirgripsmikilli úttek Fijálsrar verslunar á atvinnuhorfum
viðskipta- og hagfræðinga, sem birt var í júní, kom í ljós að
mun auðveldara var fyrir þá að fá vinnu en áður. Sérstak-
lega áttu nýútskrifaðir viðskiptafræðingar auðveldara með
að ráða sig til starfa. Enn er samt langt í land í góssentíðina
sem var fyrir um tuttugu ámm. Þá fóm flestir viðskipta-
fræðingar beint frá prófborðinu, nánast blautir á bak við
eyrun, í góðar stjómunarstöður. Þetta vom þeir sem
útskrifuðust á ámnum 70 til 74 úr viðskiptadeildinni.
Minmttorfur rihskipta- og hagfririinga:
AUÐVELDARJ \Ð FA VINNU
VAR ÓLAFUR ÓSIGRANDI?
Þegar aðeins hálfur mánuður var til forsetakosninga hafði
Ólafur Ragnar Grímsson rúmlega helmingi meira fylgi en
næsti frambjóðandi, Pétur Kr. Hafstein. I ítarlegri frétta-
skýringu rakti Frjáls verslun möguleika mótframbjóðenda
Óskum viðskiptavinum árs og friðar
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða
\WREVF/IZ7
--izzzz_ þú rœður ferðirtni
42