Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 31
■MARKAÐSMAL1
Þessar auglýsingar með bamungum fyrirsætum og trún-
aðarsamræðum vinkvenna og yfirkeyrðu öryggi og ofur-
gleði hafa verið grínistum landsins frjó uppspretta. Óhætt
er að fullyrða að á hverju einasta þorrablóti á landinu
síðasta ár hefur verið vikið að „vængjum" í ákveðnum tón
og þá hafa allir vitað hvað átt var við. Áramótaskaup og
Emir sem setjast, allir gera grín að dömubindum.
Auglýsingastofan Hið opinbera sér um auglýsingar fyrir
Pennann og það var síðastliðið sumar sem ákveðið var að
gera auglýsingar fýrir Leitz möppur og bréfabindi. Leitz er
gamalgróið merki sem íslenskir skrifstofumenn og
möppudýr hafa þekkt síðan á kreppuárunum. Fyrst í stað
var hugmyndavinnan í hefðbundnum farvegi og verið var
að stefna á blaðaauglýsingar í hefðbundnum stíl sem
sæmdi þessu virðulega vömmerki sem Penninn flytur inn.
Það vom síðan starfsmenn Pennans sem útskýrðu fyrir
auglýsingamönnunum muninn á möppu og bréfabindi.
„Það, sem margir kölluðu áður möppu og er með hörðum
kili, gati á kilinum og klemmum mni í er nefnilega bréfa-
bindi en þunn mappa með mjúkum spjöldum fyrir laus blöð
er lausblaðamappa. Skilurðu? Nú biðja allir um bréfabindi
og allir vita við hvað er átt.“
VARÐTILÍGRÍNI
„Við vorum síðan að grín-
ast með þetta saman og þá
kviknaði hugmyndin að því að
gera beinlínis skopstælingu.
Við fórum að vinna eftir þeim
línum og fljótlega varð til skýr
mynd. Þetta small saman á
stuttum tíma og við fundum
marga fleti á þessari út-
færslu. Við skrifuðum hug-
myndir okkar á blað og tillög-
ur að texta og kynntum
Pennanum."
Yfirmenn Pennans, þeir
Kjartan Kjartansson,
Styrmir Sigurðsson,
kvikmyndagerðarmaður
hjá Þröngsýni hf., fram-
leiddi auglýsingarnar
fyrir auglýsingastofuna
Hið opinbera - og leik-
stýrði þeim jafnframt.
Mynd: Þorkell
yfir
maður heildsölunnar, 0|
Gunnar Dungal forstjóri voru fyrst í stað ekki ginnkeyptii
fyrir svona flími og skopi og var ekki laust að þeir leggði
kollhúfur. Þeir sáu samt fljótlega ljósið og Gunnar Dunga
forstjóri gaf starfsmönnum Hins opinbera lausan tauminn
„Hann sýndi kjark og áræði sem mætti sjást víðar.“
Aðalvandinn var að fínpússa textann þannig að ekki fær
yfir strikið. Það þurfti að auglýsa það sem þurfti að aug
lýsa, orða það þannig að allir skildu hvar fiskur lægi undú
steini og síðast en ekki síst var ekki ætlunin að skopast ac
konum og þeirra náttúrulegu eiginleikum. Það gengur ekk
að grínast með tíðahringinn. Það gera menn ekki.
„Þetta mæddi mikið á Halldóri textasmið. Honum tóksi
vel að skauta meðfram línunni eins og átti að gera,“ sagð
Þorvaldur.
Þegar samþykki var fengið og Styrmir kominn um borc
TEXTI:
PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
„Ég er afskaplega óöruggur með mig.“
„Ég hef fundið lausnina og nú er ég fullkomfega öruggur með
mig.“
hófst umfangsmikil leit að leikurum eða eigum við að segja
fýrirsætum.
„Við vildum fá ákveðnar manngerðir sem gætu leikið en
væru samt ekki þekkt andlit eða þekktar týpur.“
HVAR ER MAÐURINN?
Leitin barst víða. Starfsmenn Hins opinbera héldu
morgunfundi á Kaffivagninum og fleiri kaffihúsum og skim-
uðu haukfránir á alla viðskiptavini. Þeir snuðruðu á um-
boðsskrifstofum og flettu í möppum, kíktu á Intemetið og
gláptu á ókunnuga hvar sem þeir komu. Margir fóru í
prufutökur en loks vora þeir félagar ánægðir. Stjömumar
fundust hér og þar. Jón Páll Þorbergsson er flugvirki,
Ingólfur Guðmundsson er fyrrverandi flugvélstjóri og
Sindri Kjartansson er sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu.
Að sögn Þorvaldar tók svo hugmyndin þeim breytingum
að í stað þess að auglýsa sérstaklega ákveðna tegund
snúast þær um að skemmta fólki, lyfta gömlu og virðulegu
vörumerki á stall og gefa Pennanum skemmtilega ímynd.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Penninn þorir að gera
svolítið óvenjulegar auglýsingar því margir muna eftir aug-
lýsingum sem börn léku aðalhlutverkin í og voru sýndar
árum saman.
31