Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 54
Ólöf Árnadóttir P&Ó
Ólöf Ámadóttir hjá Auglýsingastofu
P&Ó segir að árið, sem nú er að líða,
hafi verið mjög gott. „Ég get meira að
segja tekið það djúpt í árinni að segja
að árið hafi verið alveg einstakt. Frá
því snemma í vor hefur verið mikið að
gera og sumarið var til að mynda mun
annasamara en það hefur lengi
verið.“
Kynning á nýju leiðakerfi SVR
nefnir Ólöf á meðal kærustu verkefna
ársins 1996. „Markmiðið með her-
ferðinni var að upplýsa alla landsmenn
um að að Strætó væri að taka upp
nýtt leiðakerfi. Og ég held að það hafi
ekki farið fram hjá neinum í þessu
landi.
Eitt það skemmtilegasta við þessa
herferð var að vinna með viðskipta-
vininum, því hann kunni svo sannar-
lega til verka. Ég hef sjaldan upplifað
eins skemmtilega og faglega vinnu og
við þetta verkefni. Fagleg vinna frá
upphafi skilar sér yfirleitt mjög vel.“
Ástþór Jóhannsson,
Góðu fólki
,Árið sem nú er að líða er ár þreifinga
frekar en breytinga," segir Ástþór Jó-
hannsson hjá auglýsingastofunni Gott
fólk. „Menn eru famir að vinna á ann-
an hátt, skipulegar og meira fram í
tímann en áður. Mun meiri áhersla er
lögð á að staðsetja fyrirtækin á mark-
aðnum og menn velta fyrir sér þeirri
spumingu hvar þeir vilji að fyrirtækið
standi eftir einhvem ákveðinn tíma og
vinnan tekur mið af því.“
Ástþór segir að erfitt sé að nefna
eitthvert eitt verkefni sem þykir kær-
ara en annað. „Öll verkefni, sem þarf
að leysa, em manni kær á þann hátt
að maður vill að þau spjari sig vel í
þeim miðlum, sem þau birtast í, og
gagnist þeim sem borgar fyrir fram-
kvæmdina. En við hjá Góðu fólki er-
um það heppin að hafa fengið nokkuð
frjálsar hendur með útfærslur á kynn-
ingarefni fyrir viðskiptavini okkar og
einna vænst þykir mér um þau verk-
TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSSON
54
MARKAÐSMAL
efni sem á einn eða annan hátt breyta
eða bæta samfélagið. Á árinu vann ég
einmitt við verkefni, sem vonandi
bætir samfélag okkar, en það er um-
ferðarátak VÍS þar sem höfðað er til
unga fólksins, mesta áhættuhópsins í
umferðinni. Þetta var skemmtilegt,
umfangsmikið og krefjandi verkefni."
Leópold Sveinsson,
AUK
Leópold Sveinsson hjá AUK segir
aðrar áherslur í verkefnabeiðnum
viðskiptavinanna í ár en síðustu ár.
„Mér finnst sem fýrirtækin fjárfesti
meira í hönnun nú en verið hefur,
hlutum sem hafa af einhveijum
ástæðum verið látnir sitja á hakanum,
svo sem hönnun umbúða og endur-
skoðun á ímynd fyrirtækja og gerð
ímyndarauglýsinga. “
Leópold segir að vinnubrögð stof-
unnar og viðskiptavina hennar hafi
einnig breyst töluvert á liðnum miss-
erum. „Við höfum lagt áherslu á
reglubundna markaðsfundi með við-
skiptavinum okkar, burtséð frá því
hvort verið sé að vinna einhver
ákveðin verk fyrir þá. Þessir fundir
skila sér í mun markvissara auglýs-
inga og markaðsstarfi."
Leópold átti í erfiðleikum með að
nefna eitt verkefni sem væri honum
kærara en annað. En á endanum
nefndi hann tvö, ímyndarauglýsingu
fyrir Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
sem hann sagði einhverja viðamestu
sjónvarpsauglýsingu sem gerð hefði
verið, og hönnun nýrra mjólkurum-
búða. „Efnt var til samkeppni milli
þriggja auglýsingastofa um þá hönn-
un, keppni sem við hjá AUK unnum.“
Hjörvar Harðarson,
Fíton
Auglýsingastofumar Atómstöðin og
Grafi't sameinuðust á árinu undir nafn-
inu Fíton. Hjörvar Harðarson hjá Fít-
on segir sameininguna það sem helst
hafi einkennt árið hjá honum. „Verk-
efnin breyttust á árinu. Mun meiri
áhersla var lögð á ímyndarauglýsing-
ar sem ég tel vera ótvíræðan fylgifisk
góðæris."
Það er einmitt ímyndarverkefni
sem Hjörvar nefnir á meðal kærustu
verkefna ársins, verkefni fyrir Sam-
tök iðnaðarins. „Við þá vinnu fengum
við meira listrænt frelsi en oftast áður
og lékum okkur með nýjar leiðir í
myndatöku. Hugmyndin grundvallast
á sterkri sjálfsímynd íslendinga sem
við gerum létt grín að um leið og við
hömpum því sem íslenskt er.
Ég má líka til með að nefna herferð
sem við unnum fyrir B&L sem gekk
út á endurreisn Land Rover og Range
Rover jeppanna hér á landi. Sú her-
ferð gekk óðafinnanlega, enda við-
skiptavinurinn opinn og víðsýnn. Við
lékum okkur með ímynd og klassískar
uppstillingar bflaauglýsinga en náðum
að auka athyglisgfldi auglýsinganna
með skemmtilegum, djörfum og tví-
ræðum fyrirsögnum."
Hilmar Sigurðsson,
Argus-Örkin
Á Argus-Örkinni ríkir sama bjartsýn-
in og á öðrum auglýsingastofum sem
blaðið leitaði til. Hilmar Sigurðsson
segir það vera sitt mat að viðskiptalíf-
ið sé enn að fjarlægjast margum-
ræddan öldudal. „Þetta má sjá í betri
afkomu margra fyrirtækja og við
tengjumst einmitt nokkrum greinum
viðskiptalífsins þar sem jákvæðar
breytingar hafa orðið. Ég nefni stór-
aukinn innflutning á nýjum bflum,
sjálfsafgreiðslustöðvar með ódýrasta
bensínið á markaðnum og ný lög um
lyfjaverslanir.“
Hilmar getur h'tið tjáð sig um það
verkefni ársins sem honum þykir
kærast því ekki er farið að þirta þær
auglýsingar. En um er að ræða nýja
auglýsingaherferð fyrir Egils Kristal
og Bergvatn sem hefst í byrjun ársins
1997. „Gosdrykkjamarkaðurinn hér á
landi er mjög stór og við bindum mikl-
ar vonir við að þeir, sem eru að glíma
við aukakflóin, og allir þeir, sem
hugsa um heilsuna, dýrmætustu eign
okkar, tileinki sér neyslu á „besta
vatni í heimi“, léttkolsýrðu með mis-
munandi bragðefnum."