Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 57
Þeir stjórna Cargolux. Forstjóri og fjórir aðstoðarforstjórar. Frá vinstri: Heiner Wilkens forstjóri, Robert Arendal, yfirmaður
sölu- og markaðsmála, Jean-Donat Calmes, yfirmaður fjármála, Eyjólfur Hauksson, yfirmaður flugrekstrarsviðs og jafnframt
yfirflugstjóri félagsins, Jean-Claude Schmitz, yfirmaður viðhalds.
r r r
i Al R E1 n ru m n Fl LL IGV 'El LUI M
kjörið besta vöruflutningafélag í heimi. Hann hefur unnið hjá félaginu í 26 ár
segirfélagið hagnast á að „vera í vöruflutningum í lofti og alls engu öðru‘
Flugleiðum og Þórmundi Sigurbjarts-
syni.“
ATVINNUFLUGMANNSPRÓF Á
AFMÆLISDAGINN
„Strax og ég gat fór ég að læra að
fljúga með það fyrir augum að fá at-
vinnuflugmannsréttindi, “ segir Eyj-
ólfur og heldur áfram: „Atvinnuflug-
mannsréttindin fékk ég svo á 21 árs
afmælisdaginn minn. Ég hélt nú áfram
í náminu til þess að öðlast réttindi
sem flugkennari. Kennarar mínir
voru Elíeser Jónsson og Pétur Val-
bergsson sem nú starfar hjá Cargo-
lux. Ég fór nú að starfa hjá þeim félög-
um Pétri og Elíeser Jónssyni. Þetta
var skemmtilegur tími. Þeir Pétur og
Elíeser voru harðduglegir. Sam-
keppni var mikil á þessum tíma. Að
Það er ekkert snobb hjá Cargolux þótt
vélarnar séu með nefið upp - annað
slagið.
því er mig minnir vorum við komnir
með 7 eða 8 flugvélar eftir 2 ár.
Stunduðum aðallega kennslu og
margskonar leiguflug. Þetta var á ár-
unum 1968 til ’70.
Ég gat snemma hugsað mér að
starfa erlendis. Árið 1969 fór ég því til
Lúxemborgar. Þar heimsótti ég
LuxAir og önnur flugfélög. Það mun-
aði mjóu að ég fengi starf hjá LuxAir
en leikar fóru nú þannig að ekkert
fékk ég starfið í þetta sinn. Á þessum
tíma hefði mér ekki dottið í hug að ég
ætti eftir að starfa í Lúxemborg mest-
an hluta starfsævi minnar. Það var
náttúrlega alltaf inni í myndinni að fá
starf hjá Loftleiðum. Leikar fóru
þannig að 1970 fékk ég starf sem sigl-
ingafræðingur hjá Loftleiðum.
Um haustið og veturinn var okkur
57