Frjáls verslun - 01.11.1996, Blaðsíða 24
„Hann verður þá fljótur að fara
þegar þú kemur,“ sagði gjaldkerinn.
HEIÐURSBORGARINN AÐALSTEINN
AJli segist ekki endilega hafa byggt
allt þetta upp fyrir sjálfan sig. Hann
var fyrst og fremst að hugsa um hags-
muni þorpsins. Hann vildi að allir
hefðu næga vinnu og þyrftu ekki að
hafa áhyggjur af framtíðinni. Þannig
er hann enn að hugsa á svipuðum nót-
um og forðum þegar hann dreymdi
um hlut í bát. Að vera öruggur með
vinnu.
„Ég hef aldrei haft áhuga fyrir að
safna peningum. Það er ekkert gam-
an að peningum í sjálfu sér. Mér
finnst gaman að líta hér út um glugg-
ann og horfa yfir það sem ég hef átt
þátt í að byggja upp. Það veitir mér
gleði.“
Þegar Alli var sextugur sendi Lúð-
vík Jósepsson, fyrrum ráðherra, vin-
ur hans og nágranni, honum bréf þar
sem hann þakkaði honum tryggðina
sem hann hefði sýnt sinni heima-
byggð. Lúðvík líkti honum við menn
eins og Harald Böðvarsson á Akra-
nesi og Einar Guðfmnsson í Bolung-
arvík. Þetta bréf þótti Alla mjög vænt
um.
Eskfirðingar hafa líkað kunnað
meta það sem Alli hefur lagt af mörk-
um. Hann er heiðursborgari á Eski-
firði og þegar hann var sjötugur þá
bauð hann öllum þorpsbúum til veislu.
Það komu allir sem vettlingi gátu
valdið. Alli er ekki hættur að gefa
þeim því nú síðast gáfu þau hjónin
gamalt hús á Eskifirði sérstaklega til
þess að unglingar ættu þar einskonar
athvarf.
„Það er leiðinlegt að sjá þessi grey
norpa í kuldanum. Þau verða að eiga
einhvem samastað."
Alli man ennþá hvað honum var kalt
þegar hann var unglingur og vill ekki
að unglingum nútímans sé kalt ef
þeim þarf ekki að vera það.
Alla finnst vænt um plássið þar sem
hann þekkir hvem mann og hvert hús
og hefur alltaf átt sínar rætur. Hér
finnst honum veðursælla og fallegra
en alls staðar annars staðar og hér
mun hann verða til dauðadags.
Hann segist oft hafa fengið ýmis
gimilegt tilboð í fyrirtækið en meðan
hann stendur í fæturna verður hann
kyrr og allur hagnaður af rekstrinum
fer í uppbyggingu. Hann segist vera
búinn að búa þannig um hnútana að
það sé ekki fýsilegt að selja skipin
burtu og fara með fyrirtækið. Þessi
stóra verksmiðja liggur vel við miðun-
um. Það fer enginn neitt með þessa
verksmiðju. Þannig vill Alli hafa það.
Þetta þorp á að eiga framtíð. Trygga
framtíð.
FISKIBOLLUR OG SVESKJUGRAUTUR
MEÐ RJÓMA
Þegar maður kemur í heimsókn til
Alla sést fljótt að heimilið er í föstum
skorðum. í hádeginu er sest að dúk-
uðu borði og frú Guðlaug býður upp á
fiskibollur og sveskjugraut með
rjóma. Fyrir malbiksmenn úr Reykja-
vík er þetta eins og að ganga í barn-
dóm og vera aftur kominn heim til
mömmu. Fréttirnar suða í útvarpinu
og eftir matinn fáum við kaffi í stofu.
Alli hverfur upp á loft og leggur sig
eftir matinn. Það gerir hann á hverj-
um degi. Frú Guðlaug segir að hún
myndi ekki vekja hann fyrir neinn.
Alli kemur niður aftur um þrjúleyt-
ið. Svona er þetta alltaf. Hann vaknar
klukkan fjögur á nætumar af gömlum
vana úr síldinni. Þá hringir hann nokk-
ur símtöl um borð í skipin sín, fær sér
kornflex og leggur sig svo aftur undir
morguninn.
„ÉG UET ÞETTA BARA RÁÐAST"
En marga langar sjálfsagt til þess
að vita hvort Alli hefur einhver sér-
stök boðorð eða reglur sem hann
stjórnar eftir?
„Nei, ég læt þetta bara ráðast.
Maður verður að spila þetta eftir eyr-
anu. Þegar gengur vel þá gengur vel
og þegar gengur illa þá verður maður
að reyna að bjarga sér.
Þegar ég ákveð eitthvað þá er ég
oft búinn að hugsa mikið um það með
sjálfum mér. Svo segi ég frá því þegar
ég er tilbúinn og þá fær mig ekkert til
þess að skipta um skoðun. Ég hef
alltaf þurft að vera einn. Það hafa oft-
ast flestir verið á móti mér hvort sem
er.“
Dæmi um svona aðferðir er saga af
Alla frá því fyrir nokkuð löngu. Þá
kom hann einn daginn til rekstrar-
stjóra Hraðfrystihússins og sagði:
,Jæja. Nú skulum við skreppa til
Noregs í fyrramálið."
„Og hvað eigum við að gera þar,
spurði rekstrarstjórinn?“
„Við ætlum að kaupa okkur rækju-
verksmiðju,“ svaraði Alli.
Þannig er Alli. Hann er með sína
menn í efstu stöðum í fyrirtækinu,
rekstrarstjóra, verkstjóra, útgerðar-
stjóra og framkvæmdastjóra. En
hann réð því sem hann vildi og ræður
eflaust enn. Hann hefur eflaust oftast
ráðfært sig við sína konu. Sennilega
hefur Lauga oft vitað meira en aðrir
hvað til stóð. En ekki aðrir fyrr en
þeir þurftu.
24