Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Qupperneq 62

Frjáls verslun - 01.11.1996, Qupperneq 62
Helgi Þór Axelsson, framkvæmdastjóri Virku. Hann er fimmtugur. Virka er stærsta bútasaumsverslunin í Evrópu og flytur mikið af efni út. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. grafík í sjónvarpsauglýsing- um og er að sögn Helga mjög spennandi fyrirtæki í örum vexti. „Það vita sjálfsagt ekki allir að Virka er stærsta bútasaumsverslunin í Evrópu og að auki með bestu verðin. Þetta spyrst þó hratt út bæði hér og ekki síður erlendis. Það hefur m.a. skilað sér í því að margir útlendingar, sér- staklega Norðmenn, panta nú bútasaumsefni í póst- kröfu frá Virku,“ segir Helgi. „Gaman er að nefna að í sumar komu 15 konur frá Noregi með saumavél- arnar sínar í farteskinu á námskeið í Virku.“ Konum- ar notuðu líka tækifærið til að skoða ísland svo það má HELGIÞÓR AXELSSON, VIRKU erslun með vefnað- arvöru er mjög vandasöm. Innkaup eru vandmeðfarin því efnin eru fljót að úreldast, sér- staklega fataefni. Sveiflur í bútasaumsefnum eru einnig meiri nú en áður. Við leggj- um mikla áherslu á að þjóna viðskiptavininum sem best og sinna sérþörfum hvers og eins - segir Helgi Þór Axelsson, framkvæmda- stjóri Virku. Helgi Þór er fimmtugur að aldri. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskóla verk- náms í Brautarholti en ung- ur að árum hélt hann til Al- aska og vann um skeið í fiski. Hann settist svo aftur á skólabekk í Bandaríkjun- um og tók nokkrar verslun- argreinar á árunum 1965- 66. Eftir að Helgi flutti heim vann hann um tíma hjá And- TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR 62 rési Guðnasyni heildversl- un, flutti sig þaðan yfir í Stál- iðjuna og var síðan skrif- stofustjóri á Reykjalundi í nokkur ár. Um þetta leyti voru Helgi og Guðfinna Björk Helga- dóttir, eiginkona hans, sest að íÁrbænum. Þau urðu vör við að ýmsa þjónustu vant- aði í hverfið og ákváðu að setja á stofn verslun með leikföng og gjafavörur. Þetta var verslunin Virka sem á 20 ára starfsafmæli í ár. Sífellt leitandi að nýjung- um bættu þau síðar við tága- húsgögnum og krosssaumi sem var mikið áhugamál Guðfinnu. Fljótlega fór Helgi að spá í veltutölur og sá, að eigin sögn, að kross- saumurinn var vonlaus. Þau ákváðu því að finna eitthvað í staðinn og komust að þeirri niðurstöðu að mestir mögu- leikar lægju í bútasaumi. Síðan hefur reksturinn vax- ið og dafnað og í dag er verslunin rekin í 1000 fm húsnæði í Mörkinni 3. Guðfinna sá að mestu um reksturinn til að byrja með með dyggri aðstoð Helga. í dag er þetta hins vegar öfl- ugt fjölskyldufyrirtæki með um 19 starfsmenn. Auk þeirra hjóna starfa tvö af þremur börnum þeirra við verslunina. Dagbjört Lára vinnur á skrifstofunni og Axel er með deild á eigin vegum innan fyrirtækisins sem selur m.a. glugga- skyggni. Sigurður Þór stofnaði hins vegar, ásamt fleirum, margmiðlunarfyrir- tækið Rauða dregilinn en þar er Helgi einmitt stjórn- arformaður. Rauði dregill- inn hefur m.a. séð um tæknibrellur og þrívíddar- kannski segja að ferðaþjón- usta sé nýjasta viðbótin við starfsemi verslunarinnar! Áhugamál Helga eru af ýmsum toga. Hann keppti talsvert á skíðum hér áður fyrr og náði sér í skíða- kennararéttindi í Bandaríkj- unum. Hann skrifaði einnig „Skíðabókina" sem er skíðaleiðbeiningabók. Það kemur því ekki á óvart að þau hjónin stunda skíða- íþróttina af kappi. Önnur áhugamál Helga eru t.d. stjórnun og forritun og hef- ur hann sótt námskeið í hvoru tveggja. Þá tók hann nýlega þátt í verkefni með gildrutilraunir á fiski. Það var að hans sögn mjög spennandi og skemmtileg tilbreyting. En jólavertíðin er framundan og nóg að gera hjá Helga og hans fólki í Virku á næstunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.