Frjáls verslun - 01.02.1997, Qupperneq 82
Sólveig Eiríksdóttir, annar eigenda veitingastaðarins Græns kosts við Skólavörðu-
stíginn. Staðurinn er vinsæll og hefur á margan hátt tekist að breyta ímynd græn-
metisfæðis en margir hafa litið svo á að það stæði fyrir hippakúltúr, lopapeysur,
tréklossa og innhverfa íhugun. FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Eiríksson, bróðir hennar, er
yfírkokkur á Grænum kosti,
enda lærður kokkur en það
er Sólveig ekki.
„Við systkinin erum alin
upp í þessum anda og ég
sjálf hef verið á grænmetis-
fæði í rúmlega 17 ár. Mín
menntun er hinsvegar ekki
hefðbundin til matargerðar
því ég er lærður handa-
vinnukennari, er með próf
úr Samvinnuskólanum og
lauk auk þess prófi í hönnun
frá Myndlista- og handíða-
skólanum. Ég bjó lengi í
Kaupmannahöfn og sótti þar
mikinn ijölda námskeiða í
matargerð og fleiru sem
tengist þessu.“
MEÐ FÓTBOLTADELLU
Sólveig er í sambúð með
Ólafi Jónssyni áfengisráð-
gjafa og þau eiga saman 3
SÓLVEIG, GRÆNUM KOSTI
I I itt af því, sem vakti
fyrir okkur þegar við
I----1 opnuðum veitinga-
staðinn Grænan kost fyrir
tveimur árum, var að breyta
ímynd grænmetisfæðis.
Grænmetisfæði var í hugum
margra hippakúltúr, lopa-
peysur, tréklossar og inn-
hverf íhugun. Við teljum að
okkur hafi tekist að setja
upp veitingastað sem höfðar
til mun breiðari hóps og við
sjáum það á viðskiptavinun-
um, - sagði Sólveig Eiriks-
dóttir í samtali við Frjálsa
verslun.
Sólveig og meðeigandi
hennar, Hjördís Gísladóttir,
hafa með Grænum kosti á
Skólavörðustíg 8 notið vax-
andi vinsælda meðal þeirra
sem jafnvel skilgreina sjálfa
sig alls ekki sem grænmet-
isætur.
Sólveig segir að þrátt
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
82
fyrir að staðurinn virðist
höfða til mun breiðari hóps
en samskonar staðir aðrir
þá sé þama um að ræða í
raun „harðlínufæði" í þeim
skilningi að það standist
kröfur vandlátustu græn-
metisæta.
„Hér er ekki notaður
hvítur sykur, ekki hvítt
hveiti, ekki ger og nær eng-
ar mjólkurafurðir. Hitt er
svo annað mál að við leggj-
um mikla áherslu á að mat-
urinn sé góður og fallegur.
Þetta gerir það að verkum
að jafrivel fólk, sem segist
ekki vera grænmetisætur,
kemur hvað eftir annað
vegna þess að því finnst
maturinn einfaldlega svo
góður.“
NÁMSKEIÐ UM
GERSVEPPAÓÞOL
Segja má að forsaga máls-
ins sé sú að Sólveig og Hjör-
dís störfuðu saman hjá Nátt-
úrulækningafélagi íslands.
Sólveig sá um matreiðslu-
námskeið sem haldin voru
sérstaklega fyrir fólk sem
þjáist af gersveppaóþoli.
Mikil aðsókn var að nám-
skeiðunum og hugmyndin
um að opna veitingastað,
sem byggði á því sem þar
var kennt, var því búin að
geijast með þeim stöllum
töluvert lengi þegar þær
létu til skarar skríða.
ÓHEFÐBUNDIN MENNTUN
Sólveig er helsti hug-
myndasmiður og matgæð-
ingur staðarins þegar kem-
ur að hinni eiginlegu matar-
gerð og segist vinna mikið
tilrauna- og undirbúnings-
starf heima í sínu eigin eld-
húsi auk þess að skoða mat-
reiðslubækur og blöð. Karl
ára dóttur og Sólveig á auk
þess 17 ára dóttur úr fyrri
sambúð. Sólveig segir að
undanfarin ár hafi verið
annasöm og lítiU tími gefist
til þess að leggja stund á
áhugamálin sem eru matar-
gerð, jóga og gönguferðir.
„Ég er mjög hlynnt aM
líkamsrækt en fæ nóga
hreyfingu hér í vinnunni.
Þess utan finnst mér gott og
nauðsynlegt að fara í göngu-
ferðir.“
Auk þessa ljóstrar Sól-
veig því upp að hún sé með
mikla fótboltadellu og láti
ekkert tækifæri ónotað til
þess að fylgjast með sínu
liði, sem er KR, en Sólveig
er fædd og alin upp í Vestur-
bænum. í æsku dreymdi
hana um að fá að spila fót-
bolta og lét snoða sig í von
um að komast í lið en allt
kom fyrir ekki.