Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 15

Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 15
FRÉTTIR Menningarverðlaun: HEIÐURSSTYRKIR SPRON enningar- og styrkt- arsjóður SPRON veitti á dögunum 11 heiðursstyrki til jafnmargra einstaklinga og hópa sem skarað hafa fram úr á sviði lista og umhveríismála; sam- tals að upphæð 6 milljónir króna. Styrkirnir voru afhent- ir með glæsilegri og hátíðlegri viðhöfn í Borgarleikhúsinu þar sem boðið var upp á veg- lega listadagskrá og nokkrir af fremstu listamönnum þjóð- arinnar komu fram. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra afhenti heiðursstyrkina. Menningar- og styrktar- sjóður SPRON var stofnaður árið 1994. Sparisjóðurinn leggur 8 milljónir á ári til sjóðsins. A þremur árum, frá 1995 til 1997, veitti sjóðurinn 160 styrki, að upphæð um 25,7 milljónir króna. Með heiðursstyrkjunum sl. laugar- dag hefur SPRON því veitt tæpar 32 milljónir í styrki á fjórum árum. Sparisjóðurinn hefur í áraraðir stutt Hsta- og menningarstarfsemi í Reykja- vík og nágrenni. Islenska óperan sýndi óperuna Cosi fan tutte sl. haust við ágæta að■ sókn. Þau hlutu heiöursstyrki SPRON 1998 1,0 milljðn króna 1. Caputhópurinn fyrir framúrskarandi vandaðan hljóðfæraleik og frum- kvaeði I flutningi nýrrar tónlistar. 2. Ferðafélag íslands fyrir 70 ára farsælt starf að ferðamálum I landinu. 500 þúsund krónur 3. Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona fyrir glæsilegan söng á íslensku óperusviði og lifandi túlkun I smærri sem stærri verkum. 4. Bókaútgáfan Bjartur fyrir einstakt hugmyndaríki á sviði bókaútgáfu. 5. Kammersveit Reykjavíkur fyrir vandaðan listflutning og áratuga starf við uppbyggingu tónlistarlífs I Reykjavík. 6. Sumartónleikar I Skálholti fyrir að kynna landsmönnum hið breiða svið kirkjutónlistar. 400 þúsund krðnur____________________________________________________ 7. íslenska óperan fyrir eflingu almennrar söngþekkingar og fyrir að halda uppi samfelldum óperuflutningi á íslandi. 8. Myndlistarkonan Rúrí fyrir djörfung og hispursleysi I framsetningu verka sinna og hugrekki I vali myndefnis. 9. Bergljót Arnalds, rithöfundur og leikkona, fyrir sérstaklega áhugaverð- ar bækur fyrir börn og útfærslu þeirra I formi margmiðlunar. 10. Kristín Jóhannesdóttir, kvikmyndahöfundur og leikstjóri, fyrir framúr- skarandi vandaða leikstjórn í uppfærslum á tveimur leikritum Jökuls Jakobssonar hjá Leikfélagi Reykavíkur og fyrir mikilsvert framlag tii íslensks leikhúss og kvikmyndagerðar. 11. Samtökin Gróður fyrir fólk I landnámi Ingólfs fyrir markvisst og öflugt starf að gróðurvernd á höfuðborgarsvæðinu. Sýning Rúríar á Kjarvalsstöðum á dögunum tók yfir 500 fermetra og skiptist í fimm aðskilin rými þar sem voru Ijósmyndir, vídeómyndir, veggspjöld, spjaldskrárkassar og tölvur. Stjórn Menningar- og styrkt- arsjóðs SPRON sMpa þeir Guð- mundur Hauksson sparisjóðs- stjóri, Jón G. Tómasson, stjórn- arformaður SPRON, Hjalti Geir Kristjánsson stjórnar- maður og Hjálmar H. Ragn- arsson tónskáld. Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, starfar með sjóðsstjórninni. Knstín Jóhannesdóttir l Z°kl0íkvikmyndahó^ .... ^ýrðt Sumrinu ‘37 e Jokul Jakobsson í Borgarít husinu a nýliðnu leikári. Kammenveit Reykjavíkur hóf síðasta starfsár, það 24. í röðinni, á tónleikum í Listasafni Islands. 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.