Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 32
Islendingar nota farsíma mjög mikið, þó minna en nágrannarnir. Frægasti farsímanotandi landsins er án efa fjölfræðingurinn og fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson. lækkað um 20% að meðaltali milli ár- anna 1996 og 1997. SLEGIST UM SÍMANA Fyrirtæki hafa einkum daðrað við neytendur með tvennum hætti. Ann- ars vegar er að bjóða símana sjálfa eins ódýrt og hægt er en hafa notkun þeirra frekar dýra í staðinn. Andstæð- an er kerfí þar sem símarnir sjálfir eru fremur dýrir en afgjaldið fremur lágt. Fram til þessa hefur ísland verið talið tilheyra síðarnefnda hópnum þar sem GSM símar hafa verið frekar dýrir en gjald á mínútu frekar lágt. Þetta hefur endurspeglast í ryskingum þar sem boðnir voru ókeypis GSM símar í raf- tækjaverslun og verslun, sem bauð þeim ókeypis síma sem kæmu í versl- unina á fæðingarfötunum, fylltist af reiðum allsberum mönnum sem heimtuðu síma. Ef íslensku fyrirtækin tvö, Lands- síminn og Tal, standa við þær yfirlýs- ingar þess síðarnefnda að lækka ekki verðið á notkuninni þá hlýtur það að þýða að aukin samkeppni birtist í lækkuðu verði á símtækjum. Það má halda því fram að aukið framboð og samkeppni í sölu smáraftækja að und- anförnu hafi orðið til þess að lækka verð á GSM símum svo svigrúm til samkeppni þar sé minna en áður var. Því skal spáð hér að bætt þjónusta og fjölbreyttari muni ekki fjölga notend- um GSM síma umfram það sem verið hefur. Það sem mun fyrst og fremst heilla þá er lægra verð. Þess vegna mun verðið lækka því það er eina sam- keppnin sem blífur. Erlendis hefur samningur um notk- un til langs tíma ver- ið vopn sem fyrir- tæki hafa óspart noíað í samkeppn- inni. Tryggð við- skiptavina hefur verið haldið við með því að beita sektum ef menn segja upp innan eins eða tveggja ára eftir at- vikum. Þessi baráttuaðferð er mjög á undanhaldi því stöðugt færist í vöxt að fyrirtæki bjóði viðskipti án skuldbind- ingar. I síharðnandi samkeppni ytra ber á því að símafyrirtækin bjóði jafn- vel ótakmarkaða notkun fyrir fast mán- aðargjald. Svo enn sé vitnað til Jacksonville þá býður fyrirtækið Powertel ótakmarkaða GSM notkun á mánuði fyrir 50 dollara fast gjald á mánuði. Þetta samsvarar 3500 íslensk- um krónum og þó skuldbinda þurfi viðskiptin í eitt ár má telja víst að flest- ir íslenskir símnotendur tækju slíku boði fegins hendi eða fegins eyra. Einn keppinautanna svaraði þegar í stað með því að bjóða 5 senta (3.50) gjald á mínútu og símann á 50 dollara (3500 krónur). Þegar tölur eins og þessar eru bornar saman við 19-22 krónur á hverja mínútu og 600- 1700 króna mánaðargjald hérlendis verður ljóst að talsvert svig- rúm sýnist vera fyrir sam- keppni. Enn sem komið er hafa ís- lensku símafyrirtækin ekki beitt lang- tímaskuldbindingu sem vopni í sam- keppninni heldur selt símakort sín án kvaða. Hitt er alveg ljóst að eigi lög- mál fijálsrar samkeppni að gilda á þessum markaði hlýtur samkeppnin að verða snarpari en fram til þessa hefur komið í Ijós. B3 Grunngjaid Gsm 'krónum Tal 1 LSÍ Símakort 2.000 I 2.490 Grunngja/d 6001 633 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.