Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 45
'Jölsverk-
ATLAS-STORD OG ULSTEIN 4
Helstu fyrirtæki, sem Héöinn er meö um- '
boð fyrir, eru Atias-Stord á sviði búnaðar í
fiskimjölsverksmiðjur og Ulstein samsteyp- ^
an sem framleiðir vélar og ótalmargt fleira
fyrir fiskiskipaflotann. Ulstein samsteypan
samanstendur af Ulstein Bergen Diesel
(mótorar í skipj, Ulstein Deck Machineri
(spil og vindur í skip), Ulstein Propeller
(girar og skrúfubúnaður), Ulstein Tenfjord
(stýrisvélar) og Ulstein Automation (stýr-
ingar og aðvörunarkerfi).
Úr járnsteypunni.
Teikning af mjölgeymi
Síldarvinnslunnar. Sex
mjölgeymar á stærð við
14 hæða blokkir munu
í iramtíðinni mæta aug-
um vegfarenda þegar
þeir koma niður úr
Oddsskarði. Geymarnir
eru hannaðir af Héðni
en Ormar Þór Guð-
mundsson arkitekt á
heiðurinn af topphús-
inu.
FV-myndir: Geir Ólafsson.
ast því engin útgerð hefur áhuga á að kaupa búnað sé þjón-
usta ekki tryggð. Að sögn Guðmundar er þjónustan oftast
veitt þegar skip eru komin í höfn en þó hafa starfsmenn ver-
ið sendir út um allan heim til að þjónusta skipaflotann þar
enda eftirsóttir vegna þekkingar sinnar. Nú eru tveir menn
við störf í Bandaríkjunum og einn í Kóreu þar sem þeir hafa
yfirumsjón með ákveðnum verkefnum.
Héðinn þjónar öllum íslenskum atvinnurekstri. í fyrra
voru teknar til viðgerðar fjórar vélar í Búrfellsvirkjun og nú
er unnið við tvær vélar til viðbótar. Verkið felst meðal ann-
ars í því að fella saman gamalt og nýtt í vélunum en til þess
þarf bæði þekkingu og vandaða nýsmíði.
í Héðni vinna ríflega hundrað manns. Kappkostað er að
vera með fagmenn, sem búa yfir þekkingu og færni hver á
sínu sviði, og eru vélvirkjar og vélstjórar burðarásinn í þess-
um hópi.
„Við leggjum metnað í að þjóna viðskiptavinum okkar
og uppfylla kröfur þeirra eins vel og við getum, hvort held-
ur er um borð í fiskiskipi, í fiskimjölsverksmiðju eða annars
staðar," segir Guðmundur Sveinsson að lokum.
= HÉÐINN =
SMIÐJA
STÓRÁSI 6 • GARÐABÆ • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927
Hönnun • smíöi • viðgerðir • þjónusta
45