Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 46
NÆRMYND
□ rönn Greipsdóttir var ráðin í des-
ember síðastliðnum til þess að
stýra Hótel Sögu ehf. en það fyrir-
tæki rekur Hótel Sögu við Hagatorg. Hótel
Saga ehf. á síðan 98,7% í Hótel ísland ehf.
en Bændasamtök Islands eiga afganginn.
A Hótel Sögu eru 216 herbergi en 119 á
Hótel Island. Samtals hafa þessi tvö hótel
um 25% markaðshlutdeild sem er svipað
hlutfall og Flugleiðahótel- mmm^^^^
in, Lofdeiðir og Esja, hafa
samanlagt. Samanlögð
velta Hótel Sögu og íslands
fór nálægt milljarði s.l ár og
samkvæmt áætlunum mun hún fara yfir
milljarð á yfirstandandi ári.
SAGAN BAK VIÐ SÖGU
Eignarhaldið á Hótel Sögu er svolítið
sérstakt. Það eru nefnilega íslenskir bænd-
ur sem eiga þetta stærsta hótel landsins.
Hótel Saga ehf. er 100% í eigu Bændasam-
taka Islands. Þau samtök urðu tíl fyrir
fáum árum þegar Stéttarsamband bænda
og Búnaðarfélag Islands voru sameinuð til
að auka hagræðingu í félagskerfi landbún-
aðarins. I dag er litið svo á að Bændasam-
tök Islands séu regnhlífasamtök fyrir hin
ýmsu búnaðar-
sambönd og bú-
greinafélög s.s.
sauðfjárbænd-
ur, mjólkur-
bændur, æðar-
ræktarfélagið og
fleiri. Á aðalfundi
er aðeins einn
hluthafi, Ari Teits-
son, formaður
TEXTI:
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Bændasamtakanna.
Þrir menn; Haukur
Halldórsson í Þórs-
mörk, Jón Helgason
á Seglbúðum og
Hörður Harðarson í
Laxárdal skipa stjórn-
ir beggja hótelanna
en skipta með sér
stjórnarformennsku
þannig að Haukur er
stjórnarformaður Sögu
en Jón á Hótel Islandi.
Um 36 milljóna
hagnaður mun hafa ver-
ið af rekstri Hótel Sögu s.l. ár en enginn
arður var þó greiddur hluthafanum. Hér
mun fyrst og fremst vera um gengishagn-
að að ræða en erlendum skuldum sam-
steypunnar var hagrætt og það varð hag-
stætt. Eiginlegur hagnaður af rekstri sam-
steypunnar hefur ekki verið undanfarin ár
einkum vegna þess að tap á veitingarekstri
og rekstri Hótels ísland hefur komið á
^— móti hagnaði af öðrum
rekstrarþáttum.
Bændur njóta ákveð-
inna fríðinda sem eigend-
ur hótelsins en yfir vetrar-
tímann, l.október til 1. maí, fá þeir um 60%
afslátt af gistingu á hótelinu gegn framvís-
un sérstaks skírteinis sem Lífeyrissjóður
bænda gefur út og staðfestir að viðkom-
andi greiði í sjóðinn. Þetta verð var sl. vet-
ur 4.200-5.200 krónur eftir því hvort gist
var í nýju eða gömlu álmu hótelsins. Til
samanburðar má geta þess að sumarverð
er verulega hærra í 2 manna herbergjum
eða 17.500 til 18.300 krónur. Þetta þykir
sanngjarnt í ljósi þess að hótelið var á sín-
um tíma fjármagnað með sérstökum skatti
á bændur og búalið.
HRÖNN 0G K0NRÁÐ
Unga konan, sem hefur verið ráð-
inn til þess að stjórna þessu öllu
saman, tekur við stjórnartaumunum
af Konráð Guðmundssyni sem stýrt
hefur Hótel Sögu í 34 ár. Konráð
verður viðloðandi reksturinn áfram
sem umsjónarmaður fasteigna hót-
elsins en dregur sig að miklu leyti
í hlé frá daglegum rekstri. Ekki
voru allir alls kostar sáttír við
þessa ráðstöfun því Jónas
Hvannberg, hótelstjóri og
næstráðandi Konráðs til 20
ára lét af störfum við hótelið í
kjölfar þessarar ákvörðunar.
Um svipað leyti hættí fyár-
málastjóri hótelsins, Bjarki
Júlíusson, og hvarf tíl ann-
arra starfa og ung kona,
Elín Jónsdóttir, bóndadóttir
úr Þykkvabæ, tók við. Hún
og Hrönn mynda saman
hörku „team“, eins og sagt
er.
Það fer vel á því að nýji
hótelstjórinn á Melunum
er af grónum bændaætt-
um af Suðurlandi og
komin í báðar ættír af
fólki sem hefur lagt fyrir
HÚSFR
Þaö eru ekki margar
Þegar ung kona tekur viö
á sínu