Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.05.1998, Qupperneq 50
Sæl og ástfangin á ævikvöldi. Lifeyrissjóðirnir auglýsa núna: Lifðu vel og lengi. Með nýju lögunum verður stóraukin samkeppni á milli lífeyrissjóða. Ný lög um lífeyrissjódi og lífeyrisréttindi taka gildi 1. júli: ALLIR VERÐA NÚ AÐ GREtÐA í LÍFEYRISSJÓÐ Gefbu þér tima til að lesa þessa ítar- legu umfjöllun um nýju lífeyrissjóös- lögin. Lögin voru á annan áratug i fæóingu. Þau leiöa til stóraukinnar samkeþpni lifeyrissjóda! MYNDIR: GEIR ÓLAfSSON ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 50 FRÉTTASKÝRING Qrá og með 1. júli næstkomandi taka gildi ný lög um skyldutryggingu lífeyrisréttínda og um starfsemi lífeyris- sjóða sem kveða mun ítarlegar á um allt það er snýr að þessum málaflokki en lögin sem áður voru í gildi. Iifeyrissjóðirn- ir haía þó árs aðlögunartíma til að breyta reglugerðum sínum, eða tíl 1. júlí 1999. Aður var ekki til samræmd lagasetning um lífeyrissjóði heldur hljóðuðu lögin eitthvað á þá leið að bæði launþegum og sjálfstætt starfandi fólki bæri skylda til að greiða tíl lífeyrissjóðs sem hlotið hefði staðfestingu íjármálaráðuneytisins. Einhver lágmarksá- kvæði voru um upphæð þessu tengda en þar var t.d. ekki skil- greint hvað lífeyrissjóður væri eða í hveiju starfsemi hans fælist. Lögin voru m.ö.o. mjög ófullkomin. Undirbúningur fyrir þessi nýju lög hefur nú tekið vel á annan áratug. Hér á árum áður voru starfandi ótal nefridir, þ.á.m. 17 manna nefnd og 8 manna nefnd með aðild ríkisins og aðilum vinnumarkaðarins, sem lagt hafa fram sínar tíllögur í gegnum tíð- ina. Nýju lögin eru því búin að þvælast og þæfast mjög lengi í kerf- inu en eru nú loksins búin að taka á sig einhverja mynd. Það varp- ar þó ákveðnum skugga á tilvist þeirra að reglugerðin með þeim er ekki tílbúin. í lögunum er gert ráð fyrir að sett sé reglugerð um ýmis ákvæði þeirra þar sem kveðið er á um nánari útfærslu og skilgreiningu laganna. Að þessari reglugerð er enn verið að vinna í dag og tefur það t.d. fyrir ákvarðanatöku sjóðanna um það með hvaða hættí brugðist verði við nýju lögunum. MARKMIÐ LAGANNA Aðalmarkmiðið með setningu laganna er að tryggja að allir launþegar og sjálfstætt starfandi atvinnurekendur tryggi sér lág- marksréttindi. Þar er í fyrsta sinn sett heildstæð löggjöf um lífeyr- issjóði hérlendis sem áður hafði verið gert um önnur fjármálafyr- irtæki eins og t.d. banka, tryggingafélög og verðbréfafyrirtæki. Löggjöfin segir m.a. tíl um hvað lífeyrissjóðirnir eigi að vera og hvað þeir megi gera varðandi fjárfestingarstefhu og annað þess háttar. Jafnframt hefur verið afmarkað hveijir getí tekið við lífeyr- issparnaði en það er t.d. mjög sérstakt að sjóðirnir þurfa í raun að eiga fyrir öllum sínum skuldbindingum á hveijum tíma. Lögunum er einnig ætlað að tryggja lífeyrissjóðskerfið í sessi en um leið innleiða valfrelsi í lífeyrissparnaði. Þar er flest gert sem unnt er í löggjöf til þess m.a. að tryggja það að allt starfandi fólk afli sér réttínda tíl lífeyris eftír að starfsævi lýkur og að þessi rétt- indi séu bæði varðveitt og tryggð með sem bestum hættí. Lífeyrissjóðskerfið er grundvallað á kjarasamningum milli að- ila vinnumarkaðarins og lögum sem sett hafa verið um einstaka þætti. Iðgjaldsskylda varð fyrst almenn með kjarasamningum verkalýðsfélaganna og samtaka vinnuveitenda árið 1969. Þau voru í upphafi 2.5% af föstu kaupi en hafa verið hækkuð í áföngum í 10% af öllum launum og kom síðasti áfanginn tíl framkvæmda í árs- byijun 1990. SKYLT AÐ GREIÐA í LÍFEYRISSJÓÐ Frá og með gildistöku nýju laganna er öllum skylt að greiða í lífeyrissjóð. I lögunum segir að öllum sem afla tekna eða fá greiddar atvinnuleysisbætur beri að eiga aðild að lífeyrissjóði og greiða iðgjald. Reglurnar hafa hins vegar verið rýmkaðar varðandi FRÉTTASKÝRING: Ingibjörg Óðinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.