Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 51

Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 51
í það heilaga og blessun lögð á framtíðina. Því fyrr sem ungt fólk tekur að spara og huga að lífeyrismálum sínum þeim mun meiru hefur það úr að spila í ellinni. Það lætur vextina vinna fyrir sig í lengri tíma. Þannig er þetta með almennan sparnað líka. I nýju lögunum um lífeyrissjóðina eru viðamildar breytingar á lífeyrismálum hjóna. það í hvaða lífeyrissjóð einstaklingar greiða. Nú er það t.d. ekki alfarið bundið kjarasamningum heldur segir að ef ekki sé vísað sérstaklega til kjarasamnings í ráðningarsamningi sé viðkomandi ein- staklingur óbundinn aðild að tilteknum lífeyrissjóði og geti valið sér annan. Þannig getur stærri hópur einstaklinga valið um í hvaða lífeyrissjóð iðgjöld hans fara. I nýju lögunum er einnig kveðið á um lágmarkstryggingavernd, þ.e. að lífeyris- sjóður tryggi að einstaklingur njóti elli- og örorkulífeyris til æviloka. Þar er miðað við að hafi sjóðfélagi greitt í sjóðinn í 40 ár fái hann mánaðarlega 56% af þeim mánað- arlaunum sem hann greiddi af. Einnig á lágmarkstryggingavernd- in að fela í sér örorku-, maka- og barnalifeyri. Aður gátu menn verið í séreignarsjóðum sem tryggði ekki líf- eyri til æviloka heldur til tiltekins tíma, jafnvel bara 10 ára. Nú er öllum hins vegar gert að kaupa sér lágmarkstryggingu til æviloka. Þetta þýðir m.ö.o. að þeir sem eingöngu hafa greitt í séreignarsjóð þurfa nú að ráðstafa hluta iðgjaldsins í eins konar sameignarsjóð sem býður upp á fyrrnefndar tryggingar. Meiðingin verður sú að Hvert prósent skiptir máli M.kr. á löngum tíma geturmunað milljónum Aldur 30 35 40 45 50 55 60 65 séreignarsjóðir verða að stofna sameignar- deildir eins og lífeyrissjóðir og hafa nú fleiri hópa sem þeir geta náð til en áður. Hvert prósentustig skiptír afar miklu máli - og skilar milljónum á mörgum árum. RYMRIRAÐSTOFUNARRETTUR Það er misjafnt á milli sjóða hvaða pró- sentu miðað er við til að uppfylla lágmarks- tryggingaverndina en hún getur aldrei far- ið út fyrir 10% iðgjald (6% frá vinnuveitanda og 4% frá launþega). Ef við gefum okkur að miðað sé við 8% hefur fólk svigrúm upp á 2% (innan tíu prósentanna) og getur ráð- stafað þeim að eigin vild í séreign. Sam- kvæmt nýju lögunum getur það jafnvel ráðstafað þessum séreignarhluta með þvi að láta greiða hann í annan lífeyrissjóð. Hingað til hefur verið dregið 4% iðgjald af launþegum til greiðslu í lífeyrissjóð en frá og með ársbyrjun 1999 verður heimil- að að allt að 2% í viðbót komi líka til frádráttar frá skatti hjá þeim sem kjósa að greiða meira, t.d. í séreignarsjóð. Samtals verður því hægt að greiða 12% í lífeyrissjóð, þar af verða 6% frádráttarbær frá skatti. Tryggingafélög, bankar og aðrir fá nú einnig heimild til að taka við þessum viðbótarsparnaði sem þá er bundinn þar til við- komandi er 60-67 ára. SKYLT AÐ GREIÐA I LIFEYRISSJ0Ð Frá og með gildistöku nýju laganna veröur öllum skylt að greiða í lífeyrissjóð. Gengið verður hart eftir því af yfirvöldum að ekki verði misbrestur á því. Til dæmis munu skattayfirvöld hringja bjöllum hafi fólk tekjur en greiði ekki í lífeyrissjóð. 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.