Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 61

Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 61
ATVINNULIFÐ skiptatengsl um allan heim og fáum aðgang að sérþekkingu þeirra á mörgum sviðum skipahönnunar. Við höfum þegar ráðið i]óra starfsmenn vegna aukinna verkefna í kjölfar sam- runans. Þetta eru við- skipti sem henta báðum mjög vel. Vik&Sandvik fá tengsl inn á ís- lenskan markað. Hér hefur orðið til mikil þekking og reynsla í hönnun skuttogara en í Noregi er til þekking á því nýjasta í smíði flottrolls- og nótaskipa sem er e.t.v. það sem íslenska útgerðarmenn vantar. Við teljum að með þessu séum við að treysta stöðu okkar, skapa sóknarfæri og flytja út íslenska tækni- þekkingu,“ sagði Bárður. STOFNAÐ ÞJQÐHÁTÍÐARÁRIÐ Skipatækni er tæplega 25 ára gam- alt fyrirtæki sem var stofnað þjóðhá- tíðarárið 1974 af tveimur ungum mönnum þeim Bárði Hafsteinssyni og Olafi Jónssyni skipatækniffæðingum. Þetta var í upphafi skuttogaraaldar á íslandi og Skipatækni var fyrsta fyrir- tækið sem helgaði sig sérstaklega skipahönnun en fram til þess höfðu ís- lenskir stéttarbræður þeirra unnið við hönnun í hjáverkum. Olafur og Bárður störfuðu saman uns Olafur lést síðla árs 1984 en þá keypti Bárður hans hlut af fjölskyld- unni og hefur rekið Skipatækni sem sitt einkafyrirtæki síðan. Fyrst um sinn var fyrirtækið tíl húsa í Garðastræti og Borgartúni en fluttí síðar í sitt eigið húsnæði á Grensásvegi þar sem það hefur verið síðan en nú þarf stærra húsnæði og því mun Skipatækni flytja í nýtt húsnæði við Borgartún 30 á næstu árum. Lengi vel voru starfsmennirnir að- eins þrír en þeim ijölgaði jafnt og þétt og í dag eru 13 starfsmenn hjá Skipatækni. Þetta eru skipatækni- fræðingar, og verk- fræðingar, vél- tæknifræðingur, vélstjóri og tækni- teiknarar og skrif- stofustúlkur. Fyrirtækið komst fljótt á legg og hefur hannað fleiri skip en hér er rúm tíl að rekja. „Við fengum gott start því það var mikil gróska í nýsmíði fyrir Islendinga á þessum árum. Okkar fyrstu skip voru smíðuð í Slippstöðinni og þau heita í dag Breki VE og Björg Jóns- dóttír ÞH. Síðan kom Heiðrún ÍS og síðar kom tíl fjöldi breytingaverkefiia og nýsmíða," sagði Bárður. AFLASKIP í RÖÐUM Það hafa skipst á skin og skúrir í skipasmíðum á Islandi í takt við sveifl- ur í veiði og útgerð. Eftír niðursveiflu í kringum 1980 kom uppsveifla á árun- um 1985 til 1990. Þá hannaði Skipa- tækni aflaskip eins og Sjóla, Harald Kristjánsson, Júlíus Geirmundsson, Snæfugl, Björgvin, Ymi, Hálfdán í Búð og fleiri. Á árunum eftír 1990 ber hæst Baldvin Þorsteinsson EA og Guð- björgu ÍS. Á þessum tíma má einnig nefna ferjur eins og Baldur og Heijólf. Að sögn Bárðar hafa hin síðari ár einkennst af aukinni sókn fyrirtækis- ins á erlendan markað og stórauknum verkefnum í endurbótum og lenging- um, sérstaklega á loðnuflotanum. „Við höfum unnið að mjög mörg- um verkefnum og þar á meðal nokkrum þar sem við höfum aðstoðað útgerðarmenn við að laga sig að úr- eldingarreglum og þannig í raun end- ursmíðað eldri skip frá grunni án þess að það sé skilgreint sem nýsmíði. Mættí benda á Örn KE og Berg VE. Þetta er byggt á okkar hugmyndum og útfærslu.“ Bárður vildi aðspurður ekki gefa upp hve mikið hinir norsku aðilar hefðu greitt fyrir hlutinn í Skipatækni en sagðist vera ánægður með þessi viðskipti og þá möguleika sem þau bjóða upp á. B3 Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. ®!'Ofnasmiöjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 FRÆG AFLASKIP Skipatækni hefur hannað aflaskip eins og Sjóla, Harald Kristjánsson, Júlíus Geirmundsson, Snæfugl, Björgvin, Ými, Hálfdán í Búö og fleiri. Á árunum eftir 1990 ber hæst Baldvin Þor- steinsson EA og Guöbjörgu ÍS. PIR HELMINGINN flotans, hefur selt norsku fyrirtæki, fyrirtœki á sviöi skipahönnunar og ráögjafar. 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.