Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 66

Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 66
Fáeinar hugleiðingar í lok leikhúsársins 1997-98 Heykvíska leikhúsárið 1997-98 leið í aldanna skaut á heldur tíðindasnauðan hátt. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur hurfu bestu sýningar vetrarins, Sumarib '37 og Feður og synir, þegjandi og hljóðalaust af Ijdlunum á meðan almenningur tók að streyma á Sex í sveit, sem á örugglega langt líf fyrir hönd- um. Síðan er söngleikurinn „Grease“ - sem við skulum vona að Leikfélagið sýni á íslensku - í uppsiglingu og á að verða sum- arsmellur, sem við vonum að hann verði, því ekki veitir leikhús- inu af peningum í kassann. Þjóðleikhúsið boðaði í haustbyijun, að vorglaðningurinn yrði Kákasuski krítarhringurinn eftír Bert- holt Brecht, sem manni skilst reyndar í ljósi síðustu uppgötvana að flestir aðrir en Brecht hafi samið. Það fór eins og ég spáði hér í síðasta desemberblaði, leikhúsið gat ekki staðið við það fýrir- heit. Eg ítreka það sem ég sagði þar: Þjóðleik- húsið má ekki í auglýsinga- eða áróðursskyni slá um sig með verkefnaskrám sem það getur augljóslega ekki framkvæmt. Sú var tíð, að Guðlaugur Rósinkranz boðaði, jafnvel ár eftir ár, verk sem aldrei sáust á ijölunum; þetta breyttíst með eftírmönnum hans og leikhúsið hefur jalhan reynt að standa við áætlanir sínar, einnig í tíð núverandi þjóðleikhússtjóra. Við verðum því að ætla, að sá uppsprengdi memað- ur, sem lýstí sér í haustkynningum leikhússins, hafi verið eitt- hvert stundarfyrirbæri sem muni ekki endurtaka sig. Af vettvangi leikhópanna var ekki mikið að frétta á liðnum vetri. Hafnarfjarðarleikhúsið lét eina barnasýningu duga, en lof- ar öflugri starfsemi næsta vetur, sem við bíðum spennt eftir. Iðnó hefur verið opnað á ný af hópi ungra og knálegra manna sem segjast ætla að gera mikla hluti; það er að vísu ótrúlegt að þeir eigi eftír að koma þeim öllum í verk, húsið er lítíð og það sambýli llkamlegra nautna og andlegra, sem þar á að fara fram, verður naumast vandalaust. En við sjáum hvað setur; Iðnó skipar enn sinn sess í huga og hjörtum borgarbúa, og hinir nýju húsbænd- ur ættu að geta nýtt sér það. Þeir gætu jafnvel orðið Kaffileikhús- inu skæður keppinautur, þó að Kaffileikhúsið sé býsna fast í sessi eftír góða siglingu undanfarin ár. Loftkastalinn verður mjög að taka sig á, ef hann ætlar ein- hvern tímann að stunda annað og meira en framleiðslu á kassa- stykkjum. Nýtt fyrirtæki, Nótt og dagur, sem ekki mun hafa komið að leikhúsrekstri fyrr, stóð að tveimur sýningum, Njáluleik í Borgarleikhúsinu og strætóferð um Vesturbæ- inn; hvorug var að vísu neinn stórviðburður, en vonandi tekst betur hjá þeim Nótt og degi næst. Það er alltaf ánægjulegt þegar menn eru tilbúnir til að leggja pening 1 listræn fyr- irtæki sem eru ekki fyrirfram tryggð í bak og fyrir. Umskipti í Borgarleikhúsinu Að öðru leyti fer ekki á milli mála, hver voru mestu tíðindin í fslensku leikhúsi á nýliðnu leikári. Þess voru að sönnu tekin að sjást nokkur teikn, jafnvel fyrir áramót 1996/97, að ferskir vindar væru á leið inn í Borgarleikhúsið. Arið 1997 varð þó á heildina litið ekki hagstætt því, hvorki listrænt né rekstrarlega, að manni skilst, og umskiptín hófust fyrst eftír síð- ustu áramót, þegar hver sýningin annarri betri tók að birtast á sviðinu; fyrst Feður og synir, síðan Feitir menn í pilsum (sem var vel sviðsett, þó að verkið væri ekki merkilegt og engin ástæða til að halda að höfundurinn sé eitthvert rísandi stórstirni eins og lát- ið var í veðri vaka), þar á eftír kassastykki vetrarins Sex í sveit og Sumarið '37, meistarastykki vetrarins, sem áhorfendur kunnu því miður ekki að meta. Þetta er glæsileg frammistaða, úr því er engin ástæða að draga. Engu að síður má öllum vera ljóst, að við höfum afar litla tryggingu fyrir þvi, að framhald verði á henni. Það kann að hljóma sem svartsýnisraus að segja slrkt nú, en því miður er ekki svo. Sú uppreisn æru, sem Borgarleikhúsið hefur nú loks fengið eftír langt niðurlægingartímabil, byggist sem sé ekki á því, að það hafi tekið innri mál sín til endurskoðunar og fært stjórnarhætti í nútíma- horf, eins og krafist hefur verið úr öllum átt- um, m.a. af borgaryfirvöldum. Uppsveiflan er einvörðungu þvi að þakka, að ötull og metnaðarfiillur stjórnandi hefur náð að skapa sér eðlilegt svigrúm til að setja mark sitt á starfsemina. Það eru ekki nema fáein ár síðan leikhúseigendafélagið í Leikfélagi Reykjavíkur réð sem leikhússtjóra nánast reynslulausan mann, gegnan dreng og góðviljaðan, sem bauð af sér ágætan þokka í persónulegum samskiptum, en bjó hvorki yfir þeirri reynslu né þekkingu á leikhúsrekstri sem leikhússtjórar verða að hafa. Þetta leikhúseigendafélag hefur ekki verið svipt völdum, en það er sem stendur ekki í pólitískri aðstöðu til að beita sér gegn Þór- hildi Þorleifsdóttur; til þess er Viðars-málið alþjóð í of fersku minni. Þórhildur hefur því getað farið sínu fram, án þess að leið- ast út í málamiðlanir við hagsmunagæsluöfl innan L.R. Hún hef- ur getað tekið sér það einræðisvald sem leikhússtjóri á að hafa þann tíma sem hann gegnir sínu vandasama embætti, og af því njótum við nú góðs. Hins vegar er alls ekki sjálfgefið, að Þórhildur haldi þessum völdum, að ekki sé talað um eftirmann hennar eða eftírmenn, sem að öllu óbreyttu munu eiga allt sitt undir sama félags- fundi L.R. og rak Viðar Eggertsson á sínum tíma. Það er ekki heldur sjálfsagt mál, að hún geti til lengdar haldið sínu striki án undansláttar. Allt veltur á því, hvort henni muni takast annars vegar að skapa og viðhalda al- mennu trausti á listrænni stefnu sinni, hins vegar að halda leikhúsinu Ijárhagslega á floti. En allt er í heiminum hverfult og hlutírnir geta breyst nánast Hið eina sem Stefán Baldursson, virðist spyrja um, þegar hann tekur ákvörðun um verkefnaval, listræna krafta og annað þess háttar, er hvort hlutirnir séu líklegir til vin- sælda. Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.