Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 68

Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 68
 inhlutverk sitt að standa að málþingum um þau málefrii sem efst eru á baugi hverju sinni. Slík tilefiii hefur sannarlega ekki skort að undanförnu, þótt ekki sé nema hið nýja leikhúslagaff umvarp menntamálaráðherra sem margvíslegar athugasemdir munu hafa verið gerðar við. En þá bregður svo við, að Leiklistarsam- bandið hefur engan áhuga á því að kalla fólk saman til að skiptast á skoðunum. Kynnu að vera einhver tengsl á milli þessa doða og þeirrar staðreyndar, að núverandi formaður sambandsins er eng- inn annar en Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri!? Sjálfur hefur þjóðleikhússtjóri aldrei virt gagnrýnendur sína viðlits, telur sig auðsæilega yfir allt slíkt hafinn. Sjálfsagt treystir hann því, að sér muni að lokum takast að stinga upp í þá alla og almenningur taki að ímynda sér, að svona eigi leikhúsið að vera: einhvers konar bastarð- ur úrættaðrar framúrstefnu og popp-„kúlt- úrs“, sbr. Hamlet Baltasars. Þegar menn velta vöngum yfir lélegri frammistöðu Þjóðleikhússins á síðasta leikári, verða menn að átta sig á einu: hún er ekki af- leiðing tímabundinna mistaka, heldur þess algera stefiiuleysis sem setur æ meiri svip á starf þess, eftír því sem lengra líður á leikhússtjóratíð Stefáns Baldurssonar. Stefán hefur ekki listræn markmið af nokkru tagi til að stýra leikhúsinu eftír. Hið eina sem hann virðist spyija um, þegar hann tekur ákvörðun um verkefna- val, listræna krafta og annað þess háttar, er hvort hlutírnir séu lík- legir tíl vinsælda. Þess vegna skiptír j»að hann svo miklu máli, að menn hans séu „in“, eins og sagt er á nútímamáli. Þetta er skýr- ingin á því, hvers vegna hann notar hvert tækifæri tíl að hampa Spaugstofugenginu sem mest, langt umfram raunverulega getu þessara manna (auk þess sem það getur auðvitað verið gott að hafa þá í vasanum, ef manni skyldi verða á í messunni, t.d. tala af sér í hátíðarræðum). Hér undanskil ég að sjálfsögðu Örn Arna- son, sem er kómískt séní og verður seint ofiiotaður í því hlut- verki. Það er hins vegar í meira lagi fýndið að þegar settur er upp einleikur með Erni, er Sigurður Siguijónsson, sem aldrei hefur komið nærri leikstjórn og er sjálfúr sorglega staðnaður leikari, skrifaður fýrir leikstjórninni. Önnur helstu tromp Stefáns eru tvíeykið Ólafur Haukur-Þór- hallur Sig., sem fær að því er best verður séð frelsi til að gera nánast hvað sem því sýnist, Kjartan Ragnarsson, sem Stefán kippti inn í Þjóð- leikhúsið eftír að hann hraktist úr valda- sessi sínum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og Baltasar Kormákur sem er athafnasamur ungur maður og eftírsótt fjölmiðlaefni. Baltasar er vissulega efnilegur leikstjóri, það hef ég sagt áður og stend við það, en auðvitað má aðeins fela honum verkefhi sem hann hefur forsendur tíl að leysa. Það sem háir honum mest nú er sjálfsagt menntunar- skortur; hann hefur ekki enn haft vit á að verða sér úti um góðan dramatúrg, eins og Guðjón Peder- sen á sínum tíma. Hvað þá Ólaf Hauk og Þórhall áhrærir hefur þeim auðvitað stundum tekist ágætlega (Milli skinns og hörunds, Gauragangur, Þrek og tár) en í seinni fi'ð æ oftar miður (Kennarar óskast, Gauragangur II). Þeir þurfa báðir mun strangara aðhald en Þjóðleikhúsið er nú fært um að veita þeim, og sama máli gegnir um Kjartan Ragnarsson, sem að þessu sinni útvegaði leikhúsinu aðalsmell vetrarins: hina sál- fræðilegu draugasögu um fólkið á Grandavegi 7. En á sama tíma og þjóðleikhússtjóri hleður þessar kanónur sínar af óðakappi verður Arnar Jónsson að ráða sig í vinnu útí í bæ til að fá almennileg hlutverk. Hver skyldi ástæðan vera? Hún er augljós: Arnar Jónsson er ekki „in“, gerir ekki út á glanstíma- ritín, en vinnur eins og allir sannir listamenn að því að fága og dýpka list sína í kyrrþey. Hvað er líka spenn- andi við listamann sem er kominn vel á miðj- an aldur, við höfum fylgst með áratugum sam- an og virðist njóta sín best í lognmollunni á rás 1? Og Arnar er alls ekki eina fórnarlamb- ið: það má einnig nefna Kolbrúnu Halldórs- dóttur sem hefur varla fengið nokkurt bita- stætt verkefni frá því hún var ráðin að leikhús- inu fýrir nokkrum árum. Þó er Kolbrún einn af vandvirkustu leik- stjórum okkar, hefur ágætt lag á leikurum og er laus við alla vit- leysu. En hún er ekki heldur „in“ og því nógu góð tíl að sjá um söngleiki eða barnasýningar. Eg hef sagt það áður og segi það enn: Stefán Baldursson hef- ur leikhúsnef, næma tilfinningu fyrir því hvað getur gengið og hvað ekki. Eftír að hann kom að leikhúsinu hefur ytri frágangur sýninga stórbatnað frá því sem var í tíð forvera hans. En það er til lítils að skila snyrtílegu verki, ef hina listrænu glóð vantar og sýningarnar verða ekki annað en hljómandi málmur eða hvell- andi bjalla, svo að vitnað sé til frægra orða. Hvers konar áhorfendur erum við að ala upp? Leikhúsið er ekki bara leikararnir á sviðinu, það er einnig fólkið í salnum. Ef við viljum átta okkur á þvi, hvar það er á vegi statt, verðum við því alltaf að spyrja, hvað hlýtur náð fyrir augum áhorfenda og hvað ekki. Þessi spurning leitar óvenju sterkt á hugann nú, því að staðreyndin er sú, að tvær bestu sýningar leik- ársins, Feður og synir og Sumarið '37, hlutu ekki líkt því eins mikla aðsókn og sumar af þeim verstu, s.s. Trainspotting í Loft- kastalanum eða Hamlet Þjóðleikhússins. Skýringin á þeim áhuga, sem Hamlet vaktí, var ugglaust að miklu leyti sú, hversu umdeild sýningin var. Að því leyti má líta á gengi hennar sem merki um heilbrigða forvitni íslenskra leikhúsgesta, sem vildu mynda sér sjálfstæða skoðun á henni. Eg verð þó að játa, að mér kom talsvert á óvart, hversu marg- ir, sem ég hafði tal eða spurnir af, voru sáttir við sýninguna vegna þess eins að þeim þóttí hún lífleg og myndræn - sem hún var sannarlega. Má ráða af þvi, að stór hópur fólks sé hættur að leita eftír dramatískri heildarmerkingu, en tekinn að einblína á einhver ytri flottheit? Eru það e.t.v. slíkir áhorfendur sem þjóðleikhússtjóri er að reyna að ala hér upp, og viðbrögðin þá væntan- lega tíl marks um árangur hans? Sannleikurinn er sá, að fáar sýningar hafa verið afhjúpaðar eins rækilega og Hamlet, bæði í gagnrýninni og ekki síður í ýmiss konar fjöl- Ur Le cercle invisible. Listahátíð bætti að þessu sinni ekki úr þeim skorti gestaleikja sem hrjáir íslenskt leikhúsiíf, nema að því leyti, að þar var lögð megináhersia á danslistina. Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar 68

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.