Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 72

Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 72
Ingunn varð stúdent úr Verslunarskólanum en nam síðan viðskiptafræði við Há- skóla Islands og lauk prófi af stjórnunarsviði 1985. Leiðin lá síðar til Féfangs en þar var Ingunn innheimtu- stjóri í rúmlega þrjú ár eða allt þar til Féfang var sameinað Glitni og var í framhaldinu lagt niður. Næsti viðkomustaður var svo bókaforlagið Vaka-Helga- fell en þar var Ingunn fiármála- stjóri þangað til fyrir fáum mánuðum „Þarna lærði maður enn á nýja þætti þar sem var fjár- málastjórn. Mér finnst það síð- an koma mér til góða í þessu starfi hér að hafa setið hinum megin við borðið í hlutverki viðskiptavinar, þ.e. fulltrúi stórs íyrirtækis sem vill fá góða þjónustu.” Ingunn Bernótusdóttir starfar hjá Viðskiptastofu Landsbankans á fyrirtækjaborði. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. itt starfsheiti er fyrir- tækjatengill og ég starfa hjá Viðskipta- stofu Landsbanka íslands hf. Starf mitt felst m.a. i því að vera tengill fýrirtækjanna inn á viðskiptastofuna. Viðskipta- stofan var stofhuð í júm' 1996 og 23. janúar var Viðskiptastof- an sameinuð Fyrirtækja- og stofnanasviði og áhættustýr- ingu. Hlutverk mitt er að sjá um samskipti við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og annast alla fyrirgreiðslu TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON sem þau kunna að þurfa á að halda. Þetta getur falist í að greiða fyrir lánaviðskiptum til lengri eða skemmri tíma en einnig að meta þarfir fyrirtæk- isins og sjá til þess að það fái þá þjónustu innan bankans sem hentar þörfum þess best. Við vekjum einnig athygli fyrir- tækja sem ekki eru hér í við- skiptum á þeirri þjónustu sem bankinn hefur upp á að bjóða,” segir Ingunn Bernótusdóttir starfsmaður Viðskiptastofu Landsbanka Islands hf. „Hér er afar góður andi og samstilltur hópur af metnaðarfullu ungu fólki. Við höfúm nána sam- vinnu og við lærum mjög mik- ið hvert af öðru. Starfið krefst þess að við séum sveigjanleg og lögum okkur að þörfum fyr- irtækjanna á hveijum tíma. Á fyrirtækjaborðinu er stefnt að því að sérhæfa starfs- menn í að annast samskipti við fyrirtæki í ákveðnum atvinnu- greinum og þannig er t.d. Ing- unn einkum í samskiptum við innflutningsfyrirtæki. Ingunn segist helst vilja eyða frístundum sínum í hvíld og slökun við að hlusta á góða tónlist og lesa góðar bækur eða horfa á kvikmyndir en á öllu þessu hefur hún áhuga. Hún bregður sér þó í leikfimi reglulega en hún á að baki langan íþróttaferil í handbolta bæði með félögum og landslið- inu. „Frá því ég var níu ára og ffam til 32 ára má segja að mitt líf hafi snúist um að æfa og keppa í handbolta. Ég er alin upp í Víkingshverfinu og spil- aði með þeim framan af en skipti síðan yfir í Fram og spil- aði með þeim í átta ár. Við unn- um marga titla á þessum árum og tókum jafnframt þátt í Evr- ópukeppnum. Þetta var meira en áhugamál, meira eins og líf- stíll. Auk þess fór mikill tími í fjáröflun fyrir félagið sérstak- lega þau ár sem við tókum þátt í Evrópukeppninni. Þegar ég svo hætti þá má segja að ég hafi ekki hreyft mig í tvö ár en tók mig á eftir það og hef stundað leikfimi reglulega síð- an.” 33 INGUNN BERNOTUSDOTTIR, LANDSBANKA ÍSLANDS HF. 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.