Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1998, Side 8

Frjáls verslun - 01.08.1998, Side 8
RITSTJÓRNARGREIN > JÓLUNUM FLÝn Hlutabréfin í Landsbankanum, sem starfsmenn bank- ans og Iífeyrissjóður þeirra keyptu langt undir markaðs- verði í nýafstöðnu hlutabréfaútboði, eru eins konar gjafa- bréf sem likja má við þau sem fólki eru gefin á stórafmæl- um eða jólum. Bréfin eru kaupauki fyrir starfsfólkið. I sjálfu sér væri ekkert nema gott eitt um þessi gjafabréf að segja væri gefandinn, ríkisstjórnin, ekki svo flottur á því að slá um sig og gefa eigur annarra. Það er óréttlátt! Landsbankinn er banki allra landsmanna - ekki bara starfsfólks- ins! Þess vegna hefði ríkisstjórnin fyrst þurft að selja bankann á raunvirði og sið- an hefðu nýir eigendur getað gefið starfs- mönnunum af hlut sínum í bankanum. Þetta er í lagi í einkafyrirtækjum! Hugsunin á bak við hlutabréfakaup starfsfólksins á undirverði er góð; hún er að hvetja það til dáða. Bréfin eru gulrót. Þau ýta undir frekari afköst og árangurstengja Iaun. Leggi starfsmenn sig fram og auki verðmæti bankans fá þeir það ríkulega greitt í gegnum hlutabréfaeign sína. Þetta er angi af því fyrirkomulagi sem nefnist „stock option” og þýtt hefur verið sem hlutabréfavilnun. Hún er afar algeng í kjörum eriendra forstjóra og millistjórnenda en þekkist einnig gagnvart öðrum starfsmönnum. Hlutabréfavilnun er kaupréttur á hlutabréfum á föstu verði eftir ákveðinn tíma. Því meira sem starfsmenn leggja sig fram og verð bréfanna hækkar því meiri verður hagnaður þeirra þegar að kaupunum kemur. Hlutabréfavilnun er ekki enn komin að neinu ráði til sögunnar hjá íslenskum fyrirtækjum - en hún er framtíð- in. Kári Stefánsson notar hana til dæmis hjá Islenskri erfðagreiningu og sjá má merki hennar í nokkrum öðrum fyrirtækjum. Þannig var hún notuð í nýafstöðnu hluta- bréfaútboði Tryggingamiðstöðvarinnar sem nýlega var skráð á Verðbréfaþingið, fyrst íslenskra tryggingafélaga. Þar áttu starfsmenn kost á að kaupa hlutabréf á genginu 14 þegar markaðsverðið var 25. iryggingamiðstöðin er einkafyrirtæki og það voru eigendur fyrir- tækisins sem ákváðu að gefa starfsmönn- unum hlut í fyrirtækinu. Þá gáfu eigendur Opinna kerfa starfsfólki sínu kost á að kaupa bréf á undirverði í fyrra vor, geng- inu 15, áður en fyrirtækið var skráð á Verðbréfaþingið en raunverulegt markaðs- verð var þá 40. Núna seljast bréf í Opnum kerfum á genginu 60!! Miðað við þá miklu eftirspurn, sem var eftir hlutabréfum í Landsbankanum í hlutafjárútboðinu, virðist sem bréfin séu eftirsóttustu hlutabréf sem boðin hafa ver- ið út á Islandi. Það segir kannski allt sem segja þarf um lágt verð þeirra! Boðin voru út bréf að nafnverði 1 milljarður og var hlutafé bankans aukið úr 5,5 milljörðum í 6,5 milljarða. Um 12.200 manns keyptu bréf í útboðinu. Starfsmenn fengu 325 milljónir á genginu 1,29, almenningur fékk 625 milljón- ir á genginu 1,9 og síðan voru 50 milljónir boðnar út sem pakki og seldist hann á genginu 2,57. Það var Vilhjálmur Bjarnason hagfræðingur sem keypti þau bréf - fyrir sína hönd og annarra. Verðið sem Vilhjálmur greiddi endur- speglar í raun markaðsverð bréfanna þótt hlutur hans sé innan við 0,8% í bankanum. Astæða er til að óska starfsmönnum Landsbankans heilla með bréfin sín - þeir hefðu verið harla litlir banka- menn hefðu þeir ekki þekkst þetta kostaboð. Það er ekki við þá að sakast þótt Finnur og félagar í ríkisstjórninni hafi flýtt jólunum. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efiiahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. -10% lægra áskrif- tarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFTNG: Talnakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttíndi áskilin varðandi efni og myndir. 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.