Frjáls verslun - 01.08.1998, Síða 23
VIÐTAL
NIB-LÁN Á ÍSLANDI NÁLÆGT 40 MILUÖRÐUM
„Lán NIB til íslands eru nálægt 40 milljörðum króna í veittum
og samþykktum lánum. NIB er stærsti einstaki erlendi lánveit-
andinn til íslands og nemur hlutdeild bankans um 15% af öllum
erlendum langtímaskuldum þjóðarbúsins.”
u.þ.b. hálf önnur þjóðarfiramleiðsla íslands og eigið fé tæplega 90
milljarðar. Margir virðast álita að bankinn sé fyrst og fremst í fjár-
festingum með ábyrgð ríkis eða banka en svo er alls ekki, í lang-
flestum tilvikum eru lán veitt með ábyrgð lántaka sem flestir eru
einkaíyrirtæki. A Islandi eru hins vegar mörg lán til einkaaðila
með bakábyrgð banka en það er fyrst og fremst vegna þess að ís-
lensk fyrirtæki eru svo lítil. Lántakendalistinn hjá NIB er reyndar
eins og upptalning á stærstu fyrirtækjum Norðurlanda: Orkla í
Noregi, stóru pappírsframleiðendurnir, SCA, Stora-Enso og UPM-
Kymmene, stór orkufyrirtæki, td. Landsvirkjun og svo Volvo,
ABB, Ericson, Electrolux, Nokia o.s.frv.“
En hvernig koma íslensldr aðilar út?
„Lán til Islands eruum 8% af heimamarkaðslánum eða nálægt
40 milljarðar króna í veittum og samþykktum lánum. NIB er
stærsti einstaki erlendi lánveitandinn til Islands og nemur hlut-
deild bankans um 15% af öllum erlendum langtlmaskuldum þjóð-
arbúsins.
Við lánum fyrst og fremst til verkefna sem tengjast fleiri en
einu ríki á Norðurlöndum eða til verkefna sem fyrirtæki á Norður-
löndum tengjast víða um heim. í tveimur mikilvægum málaflokk-
um gilda önnur sjónarmið; verkefnum sem tengjast umhverfis-
vernd og orkumálum, sem njóta forgangs. Þannig höfum við lán-
að til sveitarfélaga á íslandi sem eru að byggja upp skolphreinsi-
stöðvar og eins hafa Landsvirkjun og Reykjavíkurborg tekið lán
hjá bankanum til orkuframkvæmda. En bankinn lánar einnig
einkafyrirtækjum. A árinu 1997 má nefna að NIB lánaði rúman
Jón hefur ástœðu til að gleðjast yfir góðum árangri bankans.
Hagnaður NIB nam rúmum 9,3 milljörðuni króna á síðasta ári.
RÆNNA FYRIRTÆKJA
árangur bankans. Hagnaöur hans nam rúmum 9,3 milljörðum króna á síðasta ári og
fyrir bráðum fimm árum. Frjáls verslun ræddi við hann í Helsinki á dögunum.
milljarð til Flugleiða vegna kaupa á nýjum þotum og til Marels hf.
um 200 milljónir króna til kaupa á danska fyrirtækinu Carnitech
A/S. Auk þess hefur NIB lánað íslenskum bönkum háar íjárhæð-
ir til endurlána innan sérstakra lánaramma."
En bankinn hefiur líka komið að alþjóðlegum verkefnum
Islendinga!?
„Bankinn er fyrst og fremst norrænn banki en þó erum við
með lán í 30 löndum utan Norðurlanda. Lántakendurnir eru þá
sjaldnast fyrirtæki frá Norðurlöndum en það er hins vegar skilyrði
að norræn fyrirtæki tengist verkefnum með einhverjum hætti. Við
höfum lánað til nokkurra verkefna sem íslensk fyrirtæki standa að
erlendis, m.a. hitaveituverkefha í Galanta í Slóvakíu og Tianjin í
Kína þar sem Islendingar hafa komið að sem ráðgjafar og í Slóvak-
íu einnig sem hluthafar. Með þessum hætti vill bankinn styðja út-
rás íslenskra fyrirtækja. Verkefnafjármögnun (PIL) af þessu tagi
hefur gegnt mikilvægu hlutverki í starfi bankans undanfarin ár og
með því hafa mörg norræn fyrirtæki náð að hasla sér völl erlend-
23