Frjáls verslun - 01.08.1998, Qupperneq 66
Skýring 1.
Frjáls verslun hefur hert reglurnar um aðal-
listann og tekið út af honum ýmsar opinberar
stoíhanir, eins og Vegagerðina, skóla og sjúkra-
hús. Þær fara hins vegar inn á sérgreinalistann
undir heitinu Opinberar stofnanir. Þessar stofh-
anir koma því fram í bókinni sem mikilvægir og
umfangsmiklir vinnustaðir fremur en hefðbund-
in fyrirtæki. Tilgangurinn með þessu er að aðal-
listinn hafi sem mestan fyrirtækjabrag á sér;
sýni fyrst og fremst fyrirtæki sem afla tekna á
markaði - en eru ekki eyrnamerkt á Qárlögum
ríkis eða sveitarfélaga.
Skýring 2.
Líkt og í fyrra eru aðeins helstu fyrirtækin í
útflutningi sjávarafúrða á aðallistanum. Það staf-
ar af ströngum reglum okkar um skilgreiningu
á veltu, þ.e. að aðeins heildartekjur iyrirtækis -
og dótturfélaga þess - af rekstri geti talist velta.
Þetta þýðir að umboðslaun teljast tekjur viðkom-
andi fýrirtækis en ekki öll umboðssalan eða um-
sýslusalan. A sérgreinalista yfir útflutningsfyrir-
tæki er því listí Hagstofunnar yfir útflytjendur
birtur. Hann sýnir heildarútflutning fyrirtækj-
anna frá landinu. Sjá bls. 124.
Skýring 3.
Velta Islenskra sjávarafurða er lægri í
Frjálsri verslun en í öðrum fjölmiðlum. Búið er
að laga veltu að okkar skilgreiningu, þ.e. telja
aðeins umboðslaunin til veltu en ekki alla um-
sýslusöluna. Fyrirtækið er þó í öruggu þriðja
sæti á listanum. Geir Geirsson endurskoðandi
IS áréttar hins vegar að hann telji skilgreiningu
Frjálsrar verslunar á veltu of þrönga og ekki
rétta - og að hún, ein og sér, sé ekki nægur mæli-
kvarði á stærð fyrirtækja í ólíkum atvinnugrein-
um. Sjá bls. 70.
Skýring 4.
Ástæða er til að vekja athylgi á að við höfum
í áraraðir birt dálkinn „Hagnaður í % af eigin
fé”. Nú heitir þessi dálkur „Arðsemi eiginíjár
fyrir skatta” en allar tölur um hagnað á listan-
um eru fyrir skatta. Sjá bls. 70 og 100.
Skýring 5.
Plastos Umbúðir. Á árinu ‘97 var Plastosi
skipt í tvö fyrirtæki, annars vegar Plastos Um-
búðir og hins vegar Plastos Miðar og tæki. Velta
Plastos Umbúða var þess vegna iægri en velta
gamla Plastoss. Sjá bls. 110.
Skýring 6.
Skinnaiðnaður á Akureyri breytti upp-
gjörstimabili sínu á árinu ‘97.1 stað þess að birta
uppgjörið fyrir aðeins átta mánuði á árinu ‘97
eru veltutölurnar fyrir árið allt áætlaðar. Sjá bls.
74 og 110.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
66
Skýring 7.
KEA. Sjávarútvegsrisinn Snæfell tók til
starfa 1. september ‘97 og því er 4ra mánaða
uppgjör hans ekki birt - enda ekki samanburð-
arhæft. Kemur inn á sérgreinalistann á næsta
ári. Félagið er inni í samstæðureikningi KEA.
Snæfell varð til við samruna Utgerðarfélags Dal-
víkinga, Snæfellings, Gunnarstinds og Utgerð-
arfélagsins Njarðar. Þess má geta að tölur fyrir
Gunnarstind og Útgerðarfélagið Njörð eru birt-
ar á sérgreinalista til ffóðleiks þótt fyrirtækin
fari ekki inn á aðallistann. Sjá bls. 70 og 129.
Þá er innkaupafélag KEA, Samland, inni í sam-
stæðu KEA. Sjá bls. 132. Sama er að segja um
Efnaverksmiðjuna Sjöfn. Sjá bls. 110.
SKÝRINGAR
Skýring 8.
Ölgerðin Egill Skallagrimsson. Veltustofh
hans breyttist í samræmi við það sem Vífilfell og
Sól-Víking hafa gert, þ.e. áfengisgjald er tekið
með. Veltutölum fyrir ‘96 hefur verið breytt til
samræmis. Sjá bls. 72 og 136.
Skýring 9.
Tæknival. í tölum þess fyrir '97 er fyrirtæk-
ið TOK komið inn í samstæðuna. Sjá bls. 72
og 120.
Skýring 10.
Básafell. Básafell sameinaðist Hraðfrysti-
húsi Norðurtanga og Fiskvinnsiunni Kambi á
árinu ‘97. Sjá bls. 72 og 128.
Skýring 11.
Rafmagnsveita Reykjavíkur. Hagnaður er
með hlutdeildarfyrirkomulagi, þ.e. hluti af hagn-
aði Landsvirkunnar er í hagnaði Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Þvi er um tvítalningu að ræða - sem
honum nemur - í samanburði á hagnaði orkufyr-
irtækja. Sjá bls. 70 og 116.
Skýring 12.
Landsbréf eru inni í samstæðureikningi
Landsbankans - enda dótturfélag bankans. Því
raðast Landsbréf ekki inn á aðallistann - en fara til
fróðleiks inn á sérgreinalistann. Sjá bls. 126.
Skýring 13.
Glitnir og VIB. Þessi tvö fyrirtæki eru dótt-
urfélög Islandsbanka og í samstæðureikningi
bankans. Þau raðast því ekki á aðallistann en
fara til fróðleiks inn á sérgreinalistann. Sjá bls.
126.
Skýring 14.
OZ. Hér er einungis um Oz hf. á íslandi að
ræða en það er dótturfyrirtæki OZ í San
Francisco. Sjá bls. 120.
Skýring 15.
Flugfélag íslands var stofnað á árinu ‘97
með sameiningu Flugfélags Norðurlands og
Innanlandsflugs Flugleiða. Það er dótturfélag
Flugleiða og er inni í samstæðureikningi þeirra.
Það raðast því ekki á aðallistann vegna tvítaln-
ingar en fer inn á sérgreinalistann til fróðleiks.
Sjábls. 115.
Skýring 16.
Marel keypti danska fyrirtækið Carnitech
As á árinu ‘97. Það er skýringin á mikilli veltu-
aukningu Marels á síðasta ári. Sjá bls. 70 og
110.
Skýring 17.
Opin kerfi. Skýrr. Opin kerfi keyptu meiri-
hlulann í Skýrr, 51%, á árinu ‘97. Skýrr eru því
inni í samstæðureikningi Opinna kerfa. Skýrr
raðast því ekki á aðallistann vegna tvítalningar
en fara inn á sérgreinalistann til fróðleiks. Sjá
bls. 72 og 120.
Skýring 18.
Sól-Víking. Fyrtækið Víking hf. á Akureyri
keypd Sól hf. á miðju ári '97 og voru fyrirtækin
sameinuð. Samanburði við fyrra ár er því sleppt.
Sjá bis. 72 og 136.
Skýring 19.
Kaupfélag Skagfirðinga. í samstæðureikn-
ingi þess eru dótturfélögin Fiskiðjan Skagfirð-
ingur hf., Fiskiðja Sauðárkróks ehf., Vörumiðl-
unin ehf. og Element skynjaratækni ehf. Fiskiðj-
an Skagfirðingur hf. raðast því ekki inn á aðal-
listann vegna tvítalningar en fer inn í sérgreina-
listann til fróðleiks. Sjá bls. 70, 128 og 134.
Skýring 20.
Fiskveiðasjóður ísiands, Iðnlánasjóður,
Iðnþróunarsjóður og Útflutningslánasjóður
sameinuðust í Fjárfestingabanka Islands hf. í
upphafi þessa árs. Sjá bls. 72 og 126.
Skýring 21.
Max ehf. og Sjóklæðagerðin hf. 66N samein-
uðust í upphafi þessa árs. Sjá bls. 76 og 110.
Skýring 22.
Bílaverkstæðið Ventill er í eigu sömu aðila
og Brimborg. Sjá bls. 72 og 121.