Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 24

Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 24
FORSÍÐUGREIN munu halda áfram að lækka. Tökum tíu ára tímabil á föstu verðlagi. Símtöl til Danmerkur hafa lækkað úr 92 krónum mínútan í 33 krón- ur; símtöl til Bretlands úr 112 krónum í 33 krónur mínútan; símtöl til Bandaríkjanna úr 170 krónum í 40 krónur. Símtölin hafa því lækkað stórlega þrátt fyrir að Tal hafi ekki verið á markaðnum - og þau munu halda áfram að lækka. Utlandasímtöl byrjuðu því ekki að lækka um leið og Tal kom inn á markaðinn. Ég sakna þess hins vegar, Þórólfur, að sjá ykkur ekki lækka símgjöldin í farsímaþjón- ustunni innanlands. Þar vil ég sjá miklu meiri lækkanir." Þórólfur: „Þú vilt kannski ekki hafa neina samkeppni, að best sé að þið séuð einir - því þá lækki verðið stöðugt. Auðvitað eru það samkeppni og tækninýjungar sem lækka verð á símtölum. I far- símakerfinu innanlands er það hreint og klárt, Guðmundur, að afar litlar verðlækkanir höfðu átt sér stað í fjögur ár áður en við komum inn á markaðinn - en þá fór verðið fyrst að lækka. Undar- leg tilviljun?“ JGH: - Þið Tals-menn hafið bent á að símkerfi Landssímans sé byggt upp fyrir almannafé og fyrir vikið eigi aðgangur að kerf- inu að vera opnari? Þórólfur: „Þjóðin á skilið að njóta þeirrar uppbyggingar á sím- kerfinu sem hún stóð að í gegnum Póst og síma. Landssíminn er ríkisfyrirtæki sem byggt var upp fyrir almannafé. Þið segið þjóð- inni ekki að hún eigi lækkunina og samkeppnina skilið þegar rætt er um aðgang keppinauta að netínu ykkar, þegar rætt er um að- gang þeirra að ljöllum þar sem þið hafið komið ykkur fyrir, veg- um, möstrum og öðru sem ykkur ber skylda til að veita keppinaut- um aðgang að - og sem eykur samkeppnina, notendum til heilla. Þá kemur annað hljóð í strokkinn. Þá mæta mönnum hindranir.“ Guðmundur: „Landssíminn er fyrirtæki í eigu allra Islend- inga og fyrirtækið er byggt upp af viðskiptavinum þess - sem er al- menningur í þessu landi. Það, að Landssíminn er í eigu Islend- inga, gefur í sjálfu sér hvorki erlendum aðilum - né innlendum - sem vilja keppa við þetta fyrirtæki - rétt til að ganga inn í það og yf- irtaka eigur þess. Það er á hreinu. Þú veist líka, Þórólfur, að þið hafið aðgang að okkar neti - og net Tals og Landssímans tengjast hnökralaust saman. Við gerðum samtengisamning um hvað hvort fyrirtæki ætti að greiða mikið. Ef Tal vantar línu á fyrirtækið rétt á að koma inn í línukerfið hjá okkur á kostnaðarverði - auk hóf- legrar álagningar. Um það er ekki ágreiningur. Við leigjum ykkur sérlínu fyrir útlandastöð ykkar sem tók til starfa 20. desember sl. þótt okkur greini á um innheimtuna vegna þess kerfis.“ Þórólfur: „Það er enginn að ræða um að taka eigur Landssím- ans. En fjöllin áttu ekki, Guðmundur. Þau eru hvergi skráð í ykk- ar efnahagsreikningi og verða aldrei seld með Landssímanum. Og sú hofmóðska sem kom fram hjá starfsmönnum þínum í að svara ekki erindi okkar við að komast upp á fjallið Þorbjörn við Grinda- vík - slíkt gengur ekki. Síðan, þegar þú loksins tefldir fram fólki til að tala við okkur, þá hafði það aldrei komið upp á fjallið en var engu að síður hart á því að þar væri ekki rými fyrir okkur. A fundi Póst- og fjarskiptastofnunar þurfti að stöðva fund til að fulltrúar þínir, sem fjölluðu um málið, færu upp á fjallið daginn eftir til að líta á aðstæður." Guðmundur: „Þið óskuðuð eftir að setja niður margátta mast- ur á íjallið Þorbjörn en hirtuð samt ekki um að snúa ykkur beint til okkar þótt við værum með fjallið í heild sinni á leigu vegna fjar- skiptamannvirkja - eins og verið hefur frá árinu 1951. Sá staður, sem þið óskuðuð eftir, gekk ekki upp. Þið óskuðuð eftir að setja mastur niður á svæði á milli mastranna okkar á fjallinu - en þeirra á meðal er mastur sem Flugmálastjórn notar og snertir öryggis- mál í flugi. Við bentum ykkar strax á fjall við hliðina sem þið gæt- uð farið á - og væri væntanlega til ráðstöfunar. Það vilduð þið ekki og vilduð vera á sama fjórðungi úr hektara og möstur Landssím- ans standa á. Auk þess endaði þetta á því að við bentum ykkur á stað á Þorbirni til að setja mastrið niður, stað sem var utan við það svæði sem við vorum með okkar möstur á - sem og þið gerðuð. Það var einfaldlega ekki hægt að setja mastrið niður á þeim stað sem þið vilduð vegna þess að margátta mastur veldur truflunum og hefði getað stefnt öryggi í hættu.“ Þórólfiur: „Guðmundur, þið settuð sl. sumar niður mastur ná- kvæmlega á þeim stað sem við höfðum óskað eftir - og það í óleyfi; sóttuð ekki um byggingarleyfi. Því segi ég að þið hagið ykkur eins og stjórnvald.“ Guðmundur: „ Við erum með fjallið á leigu, Þórólfur - á því leikur enginn vafi, eins og þú veist. Við erum með fjölda loftneta á fjallinu og töldum óframkvæmanlegt að setja mastrið ykkar niður þar sem þið vilduð. Þess vegna buðum við ykkur á endanum svæði fyrir loftnetið utan girðingarinnar og á svæði þar sem hægt er að hafa það.“ Þórólfur: „Við enduðum vissulega á því að fá svæði á fjallinu sem reyndist ekkert síðra fyrir fjarskipti okkar.“ Guðmundur: „Nú, hvers vegna eruð þið þá að kvarta?" Þórólfur: „Ég vil ekki nota orðið að kvarta. En aðdragandi þessa máls sýnir vel þá hofmóðsku sem er í fari ykkar - og ég hef oft bent á. Þið sækið t.d. ekki um byggingarleyfi á fjallinu og hag- ið ykkur eins og þið séuð einir - þið takið ekki tillit til annarra.“ Guðmundur: „Þessu mótmæli ég kröftuglega. Við höfum unnið í góðri samvinnu við landeigendur og aðra þá aðila sem við höfum þurft að vinna með.“ 9 ,Elegant“ hádegisverður f f • Fundir, móttökur h f 1 1 ogveisluþjö^ JUlIlll UllJ g oimi. 3M uiuu v smurbrauðsveitingahús • Lækjargata ^ Fax: 551 0035 Jakob Jakobsson smprrebrpdsjomfru S? =: L ATH! 1 Leigjum út salinn fyrir fundi og cinkasamkvæmi eftir kl. 18.00. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.