Frjáls verslun - 01.01.1999, Side 25
Það voru snarþarsennur: Guðmundur: „Símtöl til útlanda hafa lœkkað stórlega hjá Landssímanum á und-
anfórnum árum þráttfyrir að Tal hafi ekki verið á markaðnum. “
Þóróljur: „Þú vilt kannski ekki hafa neina samkeppni, að best sé að Landssíminn sé einn, þvíþá lœkki verð-
ið stöðugt. “
JGH: - í augum almenn-
ings lítur samkeppni ykkar
út sem taugastríð? Hvers
vegna þetta taugastríð?
Guðmundur: „Eg tel það
hluta af markaðssetningu
Tals að stilla okkur upp gagn-
vart almenningi og neytend-
um sem hinum slæmu sem
gera allt til að hindra sam-
keppnina - og að þeir séu písl-
arvottar.“
Þórólfur: „Þetta er rangt.
Þetta taugastríð, sem svo er
nefnt hér, er ekki til að aug-
lýsa okkur upp - hvað þá
gagngert til að sverta Lands-
símann. Við erum að berjast fyrir rétti okkar í því frelsi sem búið
er að veita í íjarskiptum."
JGH: Þórólfúr, þér hefúr verið tíðrætt um að ríkið selji Lands-
símann og skapi þannig jafhréttisgrundvöll. Má ekki ætla að
nokku langt verði í það þar sem hagnaður og arður Landssímans
skiptír ríkissjóð verulegu máli?
Þórólfúr: „Ríkissjóður á ekki að halda dauðahaldi í einhveijar
arðgreiðslur frá Landssímanum upp á um 2 milljarða króna á ári.
Ríkið á að selja fyrirtækið. Ekki einungis vegna jafnréttissjónar-
miðsins heldur annarra og meiri hagsmuna sem eru í húfi. Það
fengi áfram tekjur vegna beinna skatta af hagnaði - en líka auknar
óbeinar tekjur í formi virðisaukaskatts vegna stóraukinna umsvifa
alls viðskiptalífsins með auknum fjarskiptum."
Guðmundur: „Eg er alls enginn talsmaður þess að Landssím-
inn verði í eigu ríkisins um aldur og ævi. Eg er þvert á móti mjög
hlynntur því að ríkið losi um eignaraðild sína að fyrirtækinu — og
það að fullu. Stórt skref hefur þegar veríð stigið við að breyta því
í hlutafélag. Sömu skattar og skyldur hvíla núna á Landssímanum
og öðrum hlutafélögum. Nauðsynlegt er samt að henda á að
Landssíminn hefur samkvæmt rekstrarleyfi sínu ákveðnum skyld-
um að gegna um svokallaða alþjónustu. Fyrirtækið skal þjóna öll-
um landsmönnum í talsímaþjónustu á sama verði án alls tillits til
kostnaðar. Landssíminn getur ekki, líkt og keppinautarnir, valið
sér arðbærustu markaðina til að starfa á, heldur verður fyrirtæk-
ið að þjóna öllum á sama verði um land allt.”
Þórólfur: „Eg vil koma hér inn á verðgildi Landssímans. Rætt
hefur verið um að fyrirtækið sé um 30 til 40 milljarða króna virði.
Því spyr ég: „Hvers vegna drífur ríkið ekki í þvi að selja Landssím-
ann og nýta sér þá miklu eftirspurn sem núna er eftir hlutabréfum
á almennum verðbréfamarkaði? Það er ekki víst að jafngott færi
gefist á næstu árum; hið opinbera verður að gæta þess að sitja
ekki uppi með fyrirtækið."
JGH: Miðað við að hagnaður Landssimans sé um 2 milljarðar
og að V/H hlutfallið gætí verið í kringum 15 þá er 30 milljarða
markaðsverð ekki íjarri sanni.
Guðmundur: „Ég get lítið sagt um þessar verðhugmyndir því
að auðvitað verður það markaðurinn sem ákveður verð fyrirtækis-
ins. Komi til þess að ríkið ákveði að selja hlutaféð í fyrirtækinu er
auðvitað mikilvægast að standa þar vel að verki og vanda til söl-
unnar.“
JGH: - Landssíminn skilar um 2 milljörðum á ári í hagnað en
er á sama tíma, að þinni sögn Guðmundur, með lægstu simgjöld
í Evrópu. Hvernig fer það saman að vera bæði með mjög góðan
hagnað og lægstu símgjöld í Evrópu?
Guðmundur: „Við höfum um nokkuð langt skeið verið með
lægstu símgjöld í Evrópu og líka góðan hagnað. Ástæðan er sú að
Landssíminn er mjög vel rekið fyrirtæki - þótt það sýnist kannski
sem sjálfshól þegar ég segi þetta. Við höfúm verið lánsamir; við
höfum ætíð haft mjög góða starfsmenn, ekki síst tæknimenn,
menn sem hafa af dugnaði horft til framtíðar. Þess vegna höfum
við verið snöggir að innleiða helstu nýjungar á sviði fjarskipta.
Þetta - ásamt þvi að launakostnaður hjá fyrirtækinu hefúr ekki ver-
ið þaninn til hins ýtrasta í gegnum tíðina - hefur stuðlað að því að
við höfum getað boðið upp á góða þjónustu á góðu verði og skilað
ágætum hagnaði á sama tíma.“
JGH: - Hvað er Landssímanum ætlað að sldla miklum hagn-
aði, hversu há er krafan um arðsemi eiginfiár?
Guðmundur: „Á meðan Póstur og sími var ríkisstofnun var
framlag fyrirtækisins í ríkissjóð ákveðið í fjárlögum. Eftir að
Landssíminn varð hlutafélag fær ríkið tekjur af fyrirtækinu í
formi skatta og arðs af hlutafénu. Núna er krafan um arðsemi
eigintjár í kringum 15% - en eigið féð er um 12,5 milljarðar. Því má
segja að arðsemiskrafan sé núna um 1,8 milljarðar í hagnað á ári.
Á síðasta ári greiddum við um 7% arð af hlutafénu. Auk þess
greiðum við skatta, beina og óbeina, eins og önnur hlutafélög
sem ganga vel.“
Þórólfur: „Ég hef haldið því hér fram að Landssíminn njóti
verndar samgönguráðuneytisins en ráðherra samgöngumála fer
með eina hlutabréfið í fyrirtækinu. Rökin eru þessi: Það hlýtur að
vera erfitt fyrir ríkið sem eiganda Landssímans að gera mikla arð-
25