Frjáls verslun - 01.01.1999, Qupperneq 30
Deloitte &
Touche
&
Þjónusta þar sem
viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi
m áramótin varð til, með samruna tveggja eldri fyrir-
tækja, nýtt fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reiknings-
skila og ráðgjafar, Deloitte & Touche endurskoðun hf.
(dílojd og túss).
„Eftir samrunann erfyrirtækið annað stærsta endurskoðunar-
og ráðgjafarfyrirtæki fandsins," segir Þorvarður Gunnarsson
framkvæmdastjóri þess.
Traust umgjörð
Fyrirrennarar hins nýja fyrirtækis eiga sér langa sögu, Endurskoðun
Sigurðar Stefánssonar annars vegar, en Sigurður stofnaði eigin endur-
skoðunarstofu 1952, og hins vegar Stoð endurskoðun hf„ en stofnendur
þess fyrirtækis voru Guðjón Eyjólfsson og SigurðurTómasson.
Fyrirtækið er til húsa á tveimur stöðum í Reykjavík, í Ármúla 40 þar
sem Deloitte & Touche endurskoðun hf. hefur verið, og að Lynghálsi 9, en
þar hefur Stoð verið til húsa.
í tengslum við samrunann hefur verið ákveðið að flytja starfsemina á
einn stað þann 1. október næstkomandi og verða höfuðstöðvarnar þá í
nýju húsi að Stórhöfða 23.
Aðili að alþjóðaneti
Deloitte & Touche endurskoðun hf. er aðili að alþjóðlega endurskoð-
unar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu sem er eitt af
stærstu fyrirtækjum í heiminum á sínu sviði með yfir 80 þúsund starfs-
menn í 130 löndum. Þessi aðild hefurveitt Deloitte &Touche endurskoð-
un hf. aðgang að miklum upplýsingum og þar með aukið þekkingu og
hæfni starfsmanna og bætt þjónustu við viðskiptavini.
Starfsmenn eru 75 talsins. Þar af starfa 50 manns í Reykjavík en aðr-
ir 25 á fimm skrifstofum úti á landi, í Snæfellsbæ, Skagafirði, Fjarðar-
byggð, Vestmannaeyjum og í Keflavík. Fyrirhugað er að stofna útibú á
Fföfn í Flornafirði og á Akranesi.
Fullkomið endurskoðunarkerfi
Deloitte & Touche hefur á alþjóðavettvangi þróað og tekið upp við
endurskoðunarvinnuna samhæft tölvukerfi, sem heitir AuditSystem/2.
Stórhöfði 23, framtíðarhúsnœði Deloitte & Touche.
Stjórn Deloitte & Touche, frá vinstri Einar Hafliði Einarsson,
Þorvarður Gunnarsson, sem einnig er framkvœmdastjóri
jyrirtœkisins, Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður og Lárus
Finnbogason.
[ AuditSystem/2 fer saman tölvutækni og víðtækur þekkingarbanki á
sviði endurskoðunar sem gerir okkur kleift að vinna endurskoðunina allt
frá skipulagningu og greiningu til niðurstöðu á tölvuvæddan hátt.
„Á þennan hátt verður vinna okkar skipulagðari og markvissari og þjón-
usta við viðskiptavini því betri," segir Þorvarður.
Víðtæk þjónusta
Fram að þessu hefur þjónusta fyrirtækjanna verið á sviði endurskoð-
unar og reikningsskila, skattaráðgjafar og einnig ráðgjafarþjónustu eins
og tíðkast hefur hjá endurskoðendum. Nú verður starfsemin aukin á sviði
ráðgjafar.
Stofnað hefur verið sérstakt fyrirtæki Deloitte & Touche ráðgjöf ehf.
sem Jón Búi Guðlaugsson veitir forstöðu.
Deloitte & Touche endurskoðun hf. veitir þjónustu fyrirtækjum af
ýmsum stærðum, bæði stórum fyrirtækjum á verðbréfamarkaði og minni
fyrirtækjum og einstaklingum. „Við höfum víkkað mjög út viðskipta-
mannhópinn en höfum sérstaklega sterkar rætur í sjávarútvegi en við-
skiptin koma úr öllum atvinnugreinum, margir lífeyrissjóðir og sveitarfé-
lög eru einnig meðal viðskiptavina okkar," segir Þorvarður.
Eigendur Deloitte & Touche endurskoðunar hf. eru 13, allt löggiltir
endurskoðendur og hafa forsvarsmennirnir verið virkir í starfi Félags lög-
giltra endurskoðenda, bæði með setu í stjórn félagsins og með störfum
í fagnefndum þess.
Þorvarður Gunnarsson framkvæmdastjóri Deloitte & Touche endur-
skoðunar hf. er nú formaður Félags löggiltra endurskoðenda.
AUGLÝSINGAKYNNING
30