Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Side 36

Frjáls verslun - 01.01.1999, Side 36
STJÓRNUN Jóhanna eða Margrét? Hvor þeirra veröur leiðtogi Samfylkingarinnar? Hvaö gerir menn annars aö sterkum leiötogum? Umræöan ersígild í vanga- veltum um stjórnun fyrirtækja. óhanna Sigurðardóttir eða Margrét Frímannsdóttir - hvor þeirra verður leiðtogi Samfylkingarinnar? Margir veðja á Jóhönnu Sigurðardóttur eftir glæstan sigur hennar í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík nýlega. Margrét Frímannsdóttir er hins vegar formaður Al- þýðubandlagsins og hefur í skoðanakönn- unum mælst vinsæll stjórnmálamaður. Hvor þeirra hreppir hnossið skýrist á næstunni. En sterkur leiðtogi - hvernig er hann? Umræða af þessu tagi er sígild í vangaveltum um stjórnun fyrirtækja. Og nýlega var ég spurður að því af blaðamanni á Degi hvernig sterkur leiðtogi væri - en nokkrir viðmælendur lögðu þar orð í belg. Eg ætla að birta svar mitt aftur - nú fyrir ykkur, lesendur Frjálsrar verslunar: Lao Tse. „Kínverski heimspek- ingurinn Lao Tse, sem uppi var sex hundruð árum fyrir Krist, orðaði það eitthvað á þá leið að sterkur leiðtogi væri maður sem fólk yrði lítt vart við en kæmi hlutunum engu að síður í verk. Að leiðtogi léti hlutina gerast án þess að gera í raun neitt - þannig að þegar verk hans væru unnin og markmiðum hans náð segði fólk sem svo: „Við gerðum þetta sjálf.“ í fræðum stjórnunar er gerður greinarmunur á leiðtoga og stjórnanda. Leiðtoginn gerir réttu hlutina - velur leiðina - en stjórnandinn gerir hlutina rétt; framfylgir stefnu leiðtogans. Það einkennir þess vegna leiðtoga að þeir eru sjálfstæðir í hugsun en herma ekki hugsunarlaust eftir öðrum; þeir eru ekki sporgöngu- menn. Það einkennir líka flesta leiðtoga að þeir eru gæddir per- sónutöfrum, vitsmunum, vilja og krafti til að leiða hópa; þeir verða forystusauðir nánast af sjálfu sér og án átaka - þótt í stjórnmálum þurfi þeir yfirleitt að takast á um Jóhanna sigraði í Reykjavík - en er hún leiðtogi að upþlagi? STJORNUN: Jón G. Hauksson formennskuna í upphafi. En eftir það sitja þeir ör- uggir í sessi. Oft er sagt að menn séu fæddir leiðtogar; eiginleikarnir séu áskapaðir. Það er margt til í því. En leiðtogahæfileikar eru líka áunn- ir. Menntun og þekking gefur mönnum sjálfstraust og hægt er að læra ræðu- mennsku - og að tjá sig. Þegar við bætist eldmóður, kraftur, útgeisl- un, kjarkur og vilji til að stjórna og gefa af sér í samskiptum við aðra eru menn á hraðri leið í sæti leiðtogans. Margir frum- kvöðlar í atvinnulífinu hafa ekki haft langskólanám en þeir hafa haft eldmóð í hjarta og kjarkinn til að hrinda hug- myndum af stað - og fara fyrir flokki manna. Stjórnandi ráðinn. Þegar ráðið er í stöðu forstjóra og fram- kvæmdastjóra sækja oft tugir manna með svipaða menntun um stöðuna - enda yfirleitt óskað og auglýst eftir ákveðinni menntun. En hver verður fyrir valinu? Það er sá sem hefur mestu persónutöfrana, sjálfstraustið, eldmóð- inn, viljann til að ná árangri og hæfileikann til að tjá sig og umgangast fólk. Þar skilur á milli leiðtogans og hinna. Vissulega stjórna margir fyrirtækjum í krafti eigin ijár- magns. Þeir stýra þeim vegna þess að þeir eiga þau eða að þeir eru stórir hluthafar. Þeir eru stjórnendur - en leiðtog- ar verða þeir ekki nema hafa réttu persónueiginleikana; að starfsmenn segi að loknu verki: „Við gerðum þetta sjálf En hvort verður það Jóhanna eða Margrét sem leiða kosningabaráttuna á móti þeim Davíð og Halldóri? Svarið liggur í þessari spurningu: Hvor þeirra hefur meiri per- sónutöfra, útgeislun, sjálfstraust, eldmóð og hæfileika til að tjá sig og umgangast fólk? Dæmi nú hver fyrir sig. STERKUR LEIÐTOG! - HVERNIG ER HANN? Hvor þeirra, Jóhanna eða Margrét, hefur meiri persónutöfra, sjálfstraust, eldmóð og hæfileika til að tjá sig og umgangast fólk? 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.