Frjáls verslun - 01.01.1999, Qupperneq 36
STJÓRNUN
Jóhanna eða Margrét?
Hvor þeirra veröur leiðtogi Samfylkingarinnar?
Hvaö gerir menn annars aö sterkum leiötogum? Umræöan ersígild í vanga-
veltum um stjórnun fyrirtækja.
óhanna Sigurðardóttir eða Margrét
Frímannsdóttir - hvor þeirra verður
leiðtogi Samfylkingarinnar? Margir
veðja á Jóhönnu Sigurðardóttur eftir
glæstan sigur hennar í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík nýlega. Margrét
Frímannsdóttir er hins vegar formaður Al-
þýðubandlagsins og hefur í skoðanakönn-
unum mælst vinsæll stjórnmálamaður. Hvor
þeirra hreppir hnossið skýrist á næstunni. En
sterkur leiðtogi - hvernig er hann? Umræða af
þessu tagi er sígild í vangaveltum um stjórnun
fyrirtækja. Og nýlega var ég spurður að því af
blaðamanni á Degi hvernig sterkur leiðtogi
væri - en nokkrir viðmælendur lögðu þar orð í
belg. Eg ætla að birta svar mitt
aftur - nú fyrir ykkur, lesendur
Frjálsrar verslunar:
Lao Tse. „Kínverski heimspek-
ingurinn Lao Tse, sem uppi var
sex hundruð árum fyrir Krist,
orðaði það eitthvað á þá leið að
sterkur leiðtogi væri maður sem
fólk yrði lítt vart við en kæmi
hlutunum engu að síður í verk.
Að leiðtogi léti hlutina gerast án
þess að gera í raun neitt - þannig að þegar verk hans væru
unnin og markmiðum hans náð segði fólk sem svo: „Við
gerðum þetta sjálf.“
í fræðum stjórnunar er gerður greinarmunur á leiðtoga
og stjórnanda. Leiðtoginn gerir
réttu hlutina - velur leiðina - en
stjórnandinn gerir hlutina rétt;
framfylgir stefnu leiðtogans. Það
einkennir þess vegna leiðtoga að
þeir eru sjálfstæðir í hugsun en
herma ekki hugsunarlaust eftir
öðrum; þeir eru ekki sporgöngu-
menn. Það einkennir líka flesta
leiðtoga að þeir eru gæddir per-
sónutöfrum, vitsmunum, vilja og
krafti til að leiða hópa; þeir verða
forystusauðir nánast af sjálfu sér
og án átaka - þótt í stjórnmálum
þurfi þeir yfirleitt að takast á um
Jóhanna sigraði í Reykjavík - en er hún leiðtogi að
upþlagi?
STJORNUN:
Jón G. Hauksson
formennskuna í upphafi. En eftir það sitja þeir ör-
uggir í sessi.
Oft er sagt að menn séu fæddir leiðtogar;
eiginleikarnir séu áskapaðir. Það er margt
til í því. En leiðtogahæfileikar eru líka áunn-
ir. Menntun og þekking gefur mönnum
sjálfstraust og hægt er að læra ræðu-
mennsku - og að tjá sig. Þegar við
bætist eldmóður, kraftur, útgeisl-
un, kjarkur og vilji til að stjórna
og gefa af sér í samskiptum við
aðra eru menn á hraðri leið í
sæti leiðtogans. Margir frum-
kvöðlar í atvinnulífinu hafa ekki
haft langskólanám en þeir hafa
haft eldmóð í hjarta og
kjarkinn til að hrinda hug-
myndum af stað - og fara fyrir
flokki manna.
Stjórnandi ráðinn. Þegar ráðið
er í stöðu forstjóra og fram-
kvæmdastjóra sækja oft tugir
manna með svipaða menntun um
stöðuna - enda yfirleitt óskað og
auglýst eftir ákveðinni menntun. En
hver verður fyrir valinu? Það er sá
sem hefur mestu persónutöfrana, sjálfstraustið, eldmóð-
inn, viljann til að ná árangri og hæfileikann til að tjá sig og
umgangast fólk. Þar skilur á milli leiðtogans og hinna.
Vissulega stjórna margir fyrirtækjum í krafti eigin ijár-
magns. Þeir stýra þeim vegna þess að þeir eiga þau eða að
þeir eru stórir hluthafar. Þeir eru stjórnendur - en leiðtog-
ar verða þeir ekki nema hafa réttu persónueiginleikana; að
starfsmenn segi að loknu verki: „Við gerðum þetta sjálf
En hvort verður það Jóhanna eða Margrét sem leiða
kosningabaráttuna á móti þeim Davíð og Halldóri? Svarið
liggur í þessari spurningu: Hvor þeirra hefur meiri per-
sónutöfra, útgeislun, sjálfstraust, eldmóð og hæfileika til að
tjá sig og umgangast fólk? Dæmi nú hver fyrir sig.
STERKUR LEIÐTOG! - HVERNIG ER HANN?
Hvor þeirra, Jóhanna eða Margrét, hefur meiri persónutöfra,
sjálfstraust, eldmóð og hæfileika til að tjá sig og
umgangast fólk?
36