Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.01.1999, Qupperneq 42
NÆRMYND HAGFRÆÐINGURINN / qosmu Þorsteinn Metúsalem Jónsson er forstjóri Vífilfells, eins stærsta iðnfyrirtœkis á Islandi. Hann lœrði kagfrœði, hefur verið framkvœmdastjóri leiksýninga oggefið út geisladiska en undirhans stjórn hefur Vífilfelli vaxið fiskur um hrygg eð undiritun viljayfiriýsingar í árs- lok 1998 um sölu á gosdrykkja- verksmiðju Vífilfells má segja að ljúki ákveðnum kafla í 57 ára sögu fyrir- tækisins. Vífilfell var stofnað kringum einkaleyfi til að framleiða og selja Coca- Cola á Islandi árið 1941. Stofnandi þess og frumkvöðull var Björn Olafsson, síðar ráð- herra, og Pétur, sonur hans, stýrði fyrir- tækinu eftir hans dag. Landnám kóksins á Islandi markaði ákveðin tímamót í út- breiðslu þess um heimsbyggðina en kók- verksmiðjur spruttu hvarvetna upp þar sem ameríski herinn sló tjöldum. Islendingar heilluðust svo af hinum þeldökku freyðandi veigum að enn þann dag í dag eru þeir ein mesta kókdrykkju- þjóð heimsins miðað við höfðatölu og skjóta Bandaríkjamönnum auðveldlega ref fyrir rass á því sviði. Það er fyrirtækið Coca-Cola Nordic Beverages sem ætlar að kaupa Vífilfell en það hefur haslað sér völl í framleiðslu og dreifingu á kóki á Norðurlöndum og hefur smátt og smátt yfirtekið fyrirtæki áþekk Vífilfelli í öðrum löndum Skandinavíu. Fyr- irtækið er í eigu Coca-Cola Company í Atl- anta sem á 49% og Carlsberg sam- steypunnar í Danmörku sem á 51%. Það vakti nokkra athygli við þessi eig- endaskipti að nýir eigendur vildu að Þor- steinn M. Jónsson, sem stýrthefurVífilfelli frá árinu 1996, gegndi starfinu áfram. Þor- steinn hefur starfað við hlið Péturs Björns- sonar, eiganda Vífilfells, og verið honum handgenginn. Það þykir bera vott um góða frammistöðu Þorsteins að hann skuli vera áfram við stjórnvölinn í Vífifelli. Vífilfell veltir rúmum 2,3 milljörðum árlega og þar starfa um 150 manns. Hinir nýju eigendur munu skipa stjórn fyrirtækisins en láta Þorsteini eftir daglegan rekstur. Það má einnig nota sem mælikvarða á velgengni Þorsteins í starfi að síðustu þrjú ár hefur Vífilfell sett heimsmet í sölu af- urða Coca-Cola Company miðað við magn á hvern íbúa. Selt magn á tíambilinu hefur aukist um nálægt fjórðung úr hundraði. Þorsteinn var einnig aðalhvatamaður þess að Vífifell eignaðist snemma á árinu 1997 meirihluta í Víkingi hf. og síðar Sól hf. með það að markmiði að sameina rekstur félag- anna undir merkjum Sólar-Víkings. Bæði fyrirtækin áttu í nokkrum erfiðleikum en sameinuð skila þau nú myndarlegum hagnaði á fyrsta heila starfsárinu. Endan- legir reikningar liggja ekki fyrir en talan 90 milljónir hefur verið nefnd opinberlega. HVER ER MAÐURINN? Þorsteinn Metúsalem Jónsson fæddist í Reykjavík 18. febrúar árið 1963. Það stað- setur hann í merki Vatnsberans. Himnarýnar segja að Vatnsberar séu ein- MEÐ SKILYRÐUM Þorsteinn hugsaði sig um í tvær vikur en tók síðan tilboði Péturs með því skilyrði fyrst og fremst að Pétur léti honum eftir stjórn fyrirtækisins og sleppti hend- inni af daglegum rekstri þess. þykkir, sérvitrir en skapgóðir og ljúfir í umgengni. Þeir séu fágaðir einfarar sem hafi ríka samúð með lítilmagnanum og vilji helst fara sínar eigin leiðir. Það er einnig sagt að Vatnsberar verði aðeins einu sinni á ævinni raunverulega ástfangnir. Þorsteinn deilir afmælisdegi sínum með Hallgrími Helgasyni, fjöllistamanni, og Jóni Thoroddsen, skáldi og lögífæð- ingi, sem gaf út fyrstu prósaljóðabók á Is- landi, 1922. Þennan dag hafa tvisvar orðið mannskæð snjóflóð á Islandi, 1885 á Seyð- isfirði og 1910 í Hnífsdal. Þorsteinn er sonur Jóns Þórarinssonar, tónskálds með meiru, og Sigurjónu Jak- obsdóttur dómsritara, seinni konu hans. Þorsteinn er næstelstur ijögurra alsystkina þar sem Anna María er elst, f. 1962, þá Þor- steinn en síðan Hallgerður, f. 1966, og Benedikt Páll, f. 1968. Þorsteinn á einnig þijú hálfsystkini af hjónabandi Jóns með Þórdísi Eddu Kvaran leikkonu. Þau eru: Þórarinn, f. 1944, Ágúst, f. 1948 og Rafn, f. 1952. Anna María er kennari, Hallgerður rek- ur skósólaverksmiðju í Portúgal ásamt eig- inmanni sínum og Benedikt er heimspek- ingur á leið í framhaldsnám. Fjölskyldan er afar samheldin og hittast þeir sem geta í viku hverri við matborð móðurinnar og treysta flölskylduböndin. Þorsteinn getur rakið ættir sínar í að minnsta kosti tvo landsijórðunga. Jón, fað- ir hans, er fæddur á Gilsárteigi í Eiðaþing- há, sonur Þórarins Benediktssonar, bónda, hreppstjóra og alþingismanns þar. Langafi Þorsteins í móðurætt og alnafni var hinn þekkti skólamaður og bókasafnari Þor- steinn M. Jónsson á Akureyri en móður- ættin rekst um Norðurland, bæði Grímsey og Þórshöfn. SLÍTUR BARNSSKÓNUM Þorsteinn ólst upp í Reykjavík og komst til vits og ára á þeim tímum sem íslenskt sjónvarp var að slíta barnsskónum en faðir hans var árum saman yfirmaður Lista- og skemmtideildar þar. Fjölskyldan bjó í þremur borgarhlutum meðan Þorsteinn var að alast upp. Fyrst í Hlíðunum, síðan í Mosfellssveit og loks í Smáíbúðahverfinu. Hann varð stúdent ífá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1983 og lærði síðan viðskiptafræði við Háskóla íslands og lauk því 1988. Síðan tók við framhaldsnám í þjóðhagífæði við North- western University í Bandaríkjunum það- an sem hann lauk MA prófi 1991. Eftir að náminu í HI lauk vann Þor- 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.