Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 51
I vinnunni. Það erekki tíminn í New York, Tokyo eða London sem gildir hjá Kauþþingi Norð- urlands heldur þess vegna tíminn á Hjalteyri. Þorvaldur Lúðvík með forstöðumönnum KN, þeim Sveini Torfa Pálssyni og Sœvari Helgasyni. ingu. Ég held að einn af okkar höfuðkost- um sé sá að við erum smáir og við teljum að við sinnum okkar viðskiptavinum betur og persónulegar en stærri fyrirtækin. Auk þess sem vitneskja um hvern og einn er í færri höndum - sem þýðir að minni hætta er á leka eða trúnaðarbrestí. Það er því góð þjónusta og trúnaður sem gerir það að verkum að Kaupþing Norðurlands hefur náð að festa sig í sessi. Þetta á einnig við um þjónustu við fyrirtæki, sem t.a.m. vilja kaupa stærri hluta í öðrum fyrirtækjum án þess að það sé í hámæli, en slík vitneskja er ávallt í mjög fáum höndum.“ Forsendur árangurs fyrirtækis eins og Kaupþings Norðurlands eru að sögn Þor- valdar hæft og vinnusamt starfsfólk með aðgang að góðum upplýsingakerfum, en starfsemin byggir að miklu leyti á frum- leika og útsjónarsemi þess. Smæð fyrir- tækisins gerir það einnig að verkum að annars konar samheldni skapast innan þess en hjá stærri fyrirtækjum þar sem hætta er á myndun hópa og mismunandi fylkinga einstakra yfirmanna. Fátt er eins eyðileggjandi afl og sá andi sem einkennist af trúnaðarbresti og flokkadráttum. For- senda árangurs hlýtur ávallt að vera sú að allir stefni að sama marki; með hagsmuni fyrirtækisins eina í huga.“ Sérhæfing á færri sviðum liefur einnig TEXTI: Halla Bára Gestsdóttir MYNDIR: Gunnar Sverrisson markað Kaupþingi Norðurlands ákveðinn bás. „Við vorum áður í allri starfsemi sem lýtur að verðbréfaviðskiptum og banka- málum, sbr. ijármögnun fyrirtækja, en það er svið þar sem stóru bankarnir eru í mik- illi samkeppni. Þarna er ekki vaxtabrodd- ur, að okkar mati, og ekki sá vettvangur sem við sækjumst eftír.“ HRÓPANDI í EYÐIMÖRKINNI Frá því Þorvaldur kom heim úr námi segist hann hafa orðið áþreifanlega var við að fyrirtæki og sveitarfélög í fjarlægð frá Reykjavík borgi landsbyggðarskatt í réttu hlutfalli við fjarlægð þeirra frá höfðuborg- inni. Þessa uppgötvun segir hann hafa gert sig að hálfgerðum byggðapostula. „Það er gerð hærri ávöxtunarkrafa tíl hlutabréfa fyrirtækja útí á landi og ennfremur á útgef- in skuldabréf þessara fyrirtækja. Sömu sögu má segja um sveitarfélögin. Meðan lítið sveitarfélag í nálægð við Reykjavík getur fjármagnað sig á mjög góðum kjör- um, þótt að það standi illa, þá eru betur stödd sveitarfélög útí á landi með dýrari fjármögnun - og það aðeins vegna þess að þau eru úti á landi. Þarna nýtur fyrrnefnda sveitarfélagið þess að vera í nálægð við höfuðborgina og líklega er skoðun flestra að það muni í framtíðinni hvort sem er renna saman við borgina. Þetta virðist vera reyndin; mér finnst ég vera eins og hróp- andi í eyðimörkinni þegar ég ræði þetta við kollega mína í Reykjavík. Ef talað er um ávöxtunarkröfu skuldabréfa er litið á fjár- I hagslegar upplýsingar, t.d. fjárstreymi, Bfitiítivi. var góður skóli og ég hafði yfirmenn sem ég lærði mikið af en hugurinn stefndi alltaf í fjármálaheiminn. Hjá Kaupþingi Norður- lands byijaði ég 1996 í einstaklingsráðgjöf, greiningarvinnu og útboðum og í lok árs 1997 tók ég við starfi forstöðumanns verð- bréfasviðs. Ég hef ekki séð eftír því að hafa komið aftur heim til Islands enda lentí ég í farvegi sem ég er ánægður með.“ FRAMSÆKIÐ FYRIRTÆKI Kaupþing Norðurlands er eina verð- bréfafyrirtækið utan höfuðborgarsvæðis- ins og segir Þorvaldur að fyrirtækið gleymist oft í umræðunni um verðbréfafyr- irtæki þar sem það sé ekki í póstnúmeri 101 eða 108 og norðar en Ártúnshöfðinn. „En við gleymumst klárlega ekki meðal þeirra sem eru þátttakendur á markaði, því markaðshlutdeild okkar í hlutabréfavið- skiptum á Verðbréfaþingi Islands er mjög góð. Þar erum við á okkar syllu sem miðl- arar. Við höldum okkur á ákveðnum svið- um og erum í þeirri aðstöðu að geta frekar neitað verkefnum heldur en hitt. Þeirri stöðu viljum við halda. Við erum einnig þokkalega íhaldssamir í t.a.m. ávöxtun verðbréfasafna; við gerum okkur ákveðnar hugmyndir um ávöxtun - þegar þeirri ávöxtun er náð förum við út. Við bíðum þá ekki í þeirri von að um frekari hækkanir verði að ræða. Við höfum náð aðstefndri ávöxtun.“ Starfsemi Kaupþings Norðurlands skiptíst í þijú svið: Stjórnunarsvið, en und- ir því er einstaklingsþjónusta, og síðan eignastýringarsvið og verðbréfasvið. Ný- leg könnun Ráðgarðs sýndi um 62% mark- aðshlutdeild fyrirtækisins á Norðurlandi þegar kom að einstaklingsþjónustunni. I miðlun og markaðsviðskiptum, sérstak- lega með hlutabréf, hefur komið fram að félagið er með góðan hluta heildarvið- skipta á Verðbréfaþingi. Eignastýringar- sviðið fór af stað fyrir alvöru á síðasta ári og hefur þjónustan notíð vinsælda og mjög góður árangur náðst. „Við byggðum eignastýringarsviðið ró- lega upp, einfaldlega vegna þess að við vildum ekki fara af stað með tölvubúnað sem ekki gætí valdið verkinu. Fátt er fólki kærara en peningalegar eignir þess, og því algert skilyrði að upplýsingakerfi séu nógu góð til að hægt sé að halda vel utan um stöðu og hreyfingar. Peningar eru einkamál fólks og við erum að fá tíl okkar fólk, félög og fyrirtæki af öllu landinu í eignastýringu, þ.e. þau láta okkur sjá um ávöxtun ljármuna sinna með virkri stýr- 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.