Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 55
hægt verður að fá skrautpappír í ýmsum
breiddum sem henta innpökkun jafnt í
skartgripaverslunum sem og verslunum
sem selja fyrirferðarmeiri vörur.
í Kaplahrauni 13 er Pappír hf. kominn
með vísi að verslun og þar er hægt að
kaupa ýmislegt sem þarf á skrifstofuna svo
sem möppur, umslög, penna, pappír og
fleira. Þar eru einnig seldar allar gerðir og
stærðir af grindum undir umbúðapappírs-
rúllur, en fyrirtækið hefur ævinlega reynt
að þjóna þessum markaði hér á landi.
Pappírsinnflutningur Pappírs hf. nemur
um 120 til 130 tonnum á ári. Hluti pappírs-
ins kemur áprentaður frá Danmörku en auk
þess er Pappír hf. með samvinnu við inn-
lenda aðila á sviði prentunar. Mörg fyrir-
tæki vilja láta prenta upplýsingar eða
ákveðin skilaboð aftan á pappírinn sem fer
í búðarkassana eða posavélarnar og er
það þá annað hvort gert hjá samvinnufyrir-
tæki Pappírs hf. í Danmörku eða innan-
lands. Danska fyrirtækið prentar einnig á
poka sem Pappír dreifir til apóteka og ann-
arra fyrirtækja.
Tekur þátt í útflutningsverkefni
Auk pappírsframleiðslunnar tekur
Pappír hf. þátt í útflutningsverkefni með
auglýsingafyrirtækinu Nota Bene. Verkefn-
ið felst í því að Nota Bene hefur hannað og
prentað myndir á veltiskilti en Pappír hf.
sér um að skera rúllurnar niður í hæfilegar
breiddir til þess að hægt sé að líma papp-
írinn á skiltisborðana. Sænskt fyrirtæki
dreifir framleiðslunni erlendis og hefur
Hluti af vinnslusalnum hjá Pappír hf
m.a. mikið verið selt til Sovétríkjanna.
Stærsta veltiskiltið sem Nota Bene og
Pappír hf. hafa framleitt í sameiningu er
um 200 fermetrar að flatarmáli.
Pappír hf. hefur starfað í Hafnarfirði frá
byrjun. í fyrstu var fyrirtækið starfrækt á
45 fermetrum en er nú komið í 750 fer-
metra framtíðarhúsnæði. Kosturinn við að
vera kominn í rúmgott húsnæði felst í því
að hægt er að flytja inn meira magn af
pappír hverju sinni og af því leiðir að verð-
ið á vörunum hér innanlands verður lægra
en ella. Vélakostur er góður og vélar allar
nýjar. Þar leggja menn metnað sinn í að
eiga ævinlega á lager þær vörur sem
markaðurinn þarfnast og veita fljóta og ör-
ugga þjónustu. „Auk þess hefur okkur
alltaf tekist að standast fyllilega saman-
burð við erlenda framleiðslu, bæði hvað
snertir verð og gæði," segja þeir Sigurður
Jónsson og Jóhannes Sigurðsson hjá
Pappír hf.
[P>PAPPÍR HF
Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfjörður
Sími: 565 2217 • Fax 565 2998
55