Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 57
Bíármái,
nafni Þyrpingar heldur er það sérstakt
eignarhaldsfélag í eigu fjölskyldunnar,
bankastofnana og nokkurra annarra kaup-
manna í Kringlunni sem hefur það að
markmiðið að eignast sem mest af hús-
næði þar. Þetta fyrirtæki, Eignarhaldsfélag
Kringlunnar býður í allar einingar sem
losna í Kringlunni og hefur nýlega keypt
bæði hlutann sem Sportkringlan er í og
húsnæði BYKO, þar sem Byggt og Búið er
til húsa. Þetta félag á sér nokkuð langa og
skrautlega forsögu þar sem byggingarsaga
Borgarkringlunnar kemur talsvert við
sögu. Um 65% eigenda í Kringlunni eru að-
ilar að félaginu en Hagkaupsíjölskyldan á
um 60% í því. Það mun vera ætlun eigend-
anna að setja félagið á almennan markað
um það leyti sem viðbygging Kringlunnar
verður tekin í notkun.
KIRKJUHVOLL EHF KAUPIR APOTEKIÐ
Skömmu eftir áramótin varð síðan
heyrinkunnugt að Eignarhaldsfélagið
Kirkjuhvoll ehf, sem athafnamaðurinn
Karl J. Steingrímsson er í forsvari fyrir,
heíði fest kaup á húseigninni Austurstræti
16 þar sem Reykjavíkurapótek hefur Iengi
verið til húsa. Hér er um harla merkilegt
hús að ræða í sögulegu tilliti. Fyrir tæpum
fjórum árum var húsið til sölu og þá var
mikið rætt um að alþjóðlega veitingakeðj-
an Planet Hollywood myndi vilja festa kaup
á því í samstarfi við hérlenda umboðs-
menn. Lytjabúð Háskólans keypti húsið í
framhaldinu.
Kaupverðið var á þeim tima 109 milljón-
ir en Háskólinn kostaði miklu til við endur-
bætur á efri hæðum hússins sem er um
3.000 fermetrar. Háskólinn taldi rétt að
selja húsið nú enda hefur rekstrarum-
hverfi í lyfsölu breyst mikið. Ásett verð var
290 milljónir en kaupverðið hefur ekki ver-
ið gefið upp.
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf.
keypti í árslok húsið við Laugaveg 16, en
Laugavegsapótek er þar á jarðhæðinni.
Húsið hefur allt verið endurnýjað og á efri
hæðunum er nú rekið af myndarskap Hót-
el Skjaldbreið.
Karl hefur stundað fasteignaviðskipti í
25 ár. Hann kom undir sig fótunum ijár-
hagslega með því að kaupa íbúðir gera þær
upp og selja. Hann hefur einnig byggt
nokkur ljölbýlis- og einbýlishús og selt.
Auk framangreindra
eigna á fyrirtæki Karls nú
húseignina Garðatorg 1 í
Garðabæ, þar sem m.a.
er verslunin Nýkaup, og
TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson
MYNDIR: Geir Ólafsson
Karl J. Steingrímsson á skrijstofu Eignarhaldsfélags Kirkjuhvols sem er í litlu liorni inn af
versluninni Pelsinum. Yfirbyggingin er lítil - hann er eini starfsmaður fyrirtækisins.
Vesturgötu 6-8, 10 og lOa, þar sem
m.a. Naustið er, svo og efri hæðir
Tryggvagötu 8 ásamt Kirkjuhvoli,
þar sem verslunin Pelsinn er, og
Templarasund 3 þar sem veitinga-
staðurinn Við Tjörnina er.
Frjáls verslun hitti Karl að máli
og lá beinast við að spyrja hvers
vegna kaupin á Austurstræti 16
væru góð fjárfesting?
„Þetta er stórkostlegt hús,
teiknað af Guðjóni Samúelssyni
arkitekt, og er listaverk úti sem
inni og stendur á besta stað í
Reykjavík. Þetta hús verður alltaf
miðpunktur borgarinnar og er
eitt hið glæsilegasta og ég er
sannfærður um að það er af-
bragðs fjárfesting,“ sagði Karl.
En hvers vegna er fjármun-
um betur varið í fasteignum en
annars konar Ijárfestingum?
„Eg verð að svara þessu
þannig að þetta er minn við-
skiptaheimur, sem ég hef
fengist við í 25 ár og þekki því
best. Til lengri tíma litið tel ég að fjárfest-
ing í fasteignum skili sér mjög vel. Það eru
auðvitað sveiflur í þessu sem öðru, en ef
sagan er skoðuð þá sést að slík Ijárfesting
heíúr staðið mjög vel fyrir sínu.“
Karl telur að undanfarin ár hafi viðhorf
sBMMarmaaam. 111311113 ^1 fiárfestínga í
fasteignum breyst og
vísar þá einkum til
breytinga á lánamark-
aði.
Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkia ni v
„Fyrir um limm árum var kerfið svo
steinrunnið að lán voru ekki til lengri tíma
en 4-6 ára á ofurkjörum. Þá breyttist mark-
aðurinn og nú er kostur á lánum til allt að
30 ára.“
Karl segir að vegna breyttra aðstæðna
og hækkandi fasteignaverðs hafi fjárfestar
nú mun meiri áhuga á að fjárfesta í fast-
eignum en áður.
„Fjárfesting í fasteignum er langtíma-
57