Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 62
Bormlegur samruni Trygginga-
miðstöðvarinnar og Tryggingar
hefur ekki verið dagsettur og fé-
lögin verða bæði rekin áfram um óákveð-
inn tíma með svipuðum hætti og verið hef-
ur,“ segir Gunnar Felixson, forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar.
-.Tryggingamiðstöðin á nú orðið öll
hlutabréf í Tryggingu sem er nú þvú orðin
dótturfélag,“ segir Gunnar ennfremur.
Avöxtun hlutabréfa í Tryggingamið-
stöðinni hefur verið afar góð undanfarna
mánuði. Gengi bréfa í félaginu er núna um
37,0 og hefur hækkað um nim 21% frá því
tilkynnt var um kaup Tryggingamiðstöðv-
arinnar á Tryggingu og fyrirhugaðan sam-
runa félaganna, föstudaginn 27. nóvember
sl. I upphafi þess dags var gengið 30,5 en
við fréttina rauk það upp í 36,0. Það hefur
lónað á því bili síðan.
Ljóst er að markaðurinn telur að fyrir-
huguð sameining félaganna auki hag-
kvæmni í rekstri, auki áhættudreifingu
með stærri og ijölbreyttari vátryggingai--
stofni og efli samkeppnisstöðu sameinaðs
félags.
Gengi hlutabréfa í Tryggingamiðstöð-
inni hinn 1. nóvember sl. var 27,0 þannig
að á síðustu þremur mánuðum hefur gengi
bréfa í félaginu hækað um nær 37% - sem
er auðvitað ævintýraleg hækkun á svo
skömmum tíma.
Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, TM. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur
hœkkað um 37% á síðustu þremur mánuðum og 21 % frá því tilkynnt var um kauþ félagsins á
Tryggingu og fyrirhugaðan samruna félaganna „Formlegur samruni Tryggingamiðstöðvar-
innar og Tryggingar hefur ekki verið dagsettur, “ segir Gunnar. FV-mynd: Geir Ólafsson.
- En er þetta lokahnykkurinn á samein-
ingu stórra tryggingarfélaga hér á landi?
„Eg held að allar líkur séu á því, eins og
markaðurinn lítur út núna, að ekki sé að
Verð bréfa í TM
bækkað stórlega
Gengi hlutabrefa í Tryggingamidstööinni hefur hækkaö um 37% á síöustu þremur
mánuöum og um rúm 20% frá því tilkynnt var um kaup félagsins á Tryggingu.
TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON 0G JÓN G. HAUKSSON
62