Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 69

Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 69
0rið 1939 var ísland í alvarlegri efnahagskreppu, heimskrepp- unni miklu. Fjöldi manns var at- vinnulaus og laun þeirra sem fengu vinnu voru lág. Ófriðarblikur hrönnuðust upp í Evrópu. Landið hafði lengi notið verndar gegn erlendum herjum og stríðsátökum kapítalistum með skattaívilnunum vegna hlutabréfakaupa og sölu ríkisbankanna. l'rjáls verslun hefur verið margs kon- ar blað á þeim 60 árum sem liðin eru frá því að hún kom fyrst út. Hún fjallar ekki bara um viðskipti heldur ekki síður það fólk sem vinnur í fyrirtækjunum, stjórn- -mmj Frjáls verslun í sextíu ár: Aldarspegill atvinnulífsins vegna ijarlægðar sinnar frá öðrum lönd- um. En landsmenn guldu þess líka að vera fjarri stærstu mörkuðum. Stjórnvöld gerðu vont verra með viðamiklum höftum og inn- flutningsbönnum. Það þurfti djarihuga og framsækna menn til þess að hefja útgáfu tímaritsins Frjálsrar verslunar á slíkum tímum. Verslun og viðskipti voru ekki bara talin óæðri öðrum störfum af stórum stjórnmálaöflum, þeir sem áttu og ráku fyr- irtæki voru beinlínis kallaðir ræningjar. Fyrirtækjum var gróflega mismunað eftir eignarhaldi. Margir töluðu niðrandi um verslunar- og skrifstofufólk og störf þeirra og þeim var líkt við afætur. Þetta var það umhverfi sem útgefendur Frjálsrar verslunar voru í þegar blaðið hóf göngu sína. En þeir börðust ótrauðir fyrir því að viðskipti yrðu í raun frjáls og fyrirtæki, atvinnurekstur og frumkvöðlar nytu virðingar. Þessi barátta hefur verið ströng og henni er hvergi nærri lokið. Margt hefur þó áunnist. Nú geta menn keypt og selt flestar vörur milli landa. Enn eru samt hindranir á ýmsum sviðum. Til dæmis er innflutningur landbúnaðarvara að mestu bannaður. Islendingar mega kaupa hlutabréf erlendis, en útlendingar mega ekki kaupa hluti í sjávarútvegsfyrir- tækjum. Ríkið er enn með yfirburðastöðu í mörgum greinum þótt nú sjái vonandi fyr- ir endann á ríkisreknum bönkum og ríkis- reknu símafyrirtæki. Rekstur heilbrigðis- stofnana er enn á sovétstigi. Eitt merkileg- asta skrefið í þá átt að efla almennan skiln- ing á atvinnulífinu er eflaust viðleitni stjórnvalda í þá átt að gera almenning að endur og starfsmenn. Greinar um einstak- linga í fyrirtækjum njóta alltaf vinsælda. Eins og fram kemur í þessu blaði hefur Frjáls verslun verið eins konar aldarspeg- ill atvinnulífsins. Margir þeirra sem nú eru máttarstólpar atvinnulífsins komu fram í blaðinu á sínum sokkabandsárum. En lesendur hafa áhuga á mörgu öðru en því sem snertir viðskipti beint. A síðum blaðsins hefur verið fjallað um íþróttir og listir, stjórnmál og byggingarlist, tísku og gamanmál. Tíðarandinn birtist oftar en ekki í greinum blaðsins og myndum. Blað- ið styður ekki ákveðna stjórnmálaflokka en markmið þess er að fjalla með jákvæð- um hætti um frjáls viðskipti og það fólk sem við þau vinnur. Þetta táknar ekki að blaðið sé ekki gagnrýnið. Þvert á móti hef- ur það oft kafað djúpt í málefni, stundum dýpra en sumir hefðu viljað. Blaðið á að vera fallegt og efnismikið, skila áhuga- verðum og fróðlegum upplýsingum til les- enda og þeir verða að geta treyst því sem í blaðinu stendur. Blaðið hefur átt sín blómaskeið og gengið gegnum sína táradali; oft hefur það skipt um eigendur og enn oftar um rit- stjóra - kannski hefur einmitt þetta orðið blaðinu til lífs. Það er sífellt að endurnýjast. Blaðið á sér langa sögu og marga dygga lesendur, sem hafa haldið tryggð við blað- ið í áratugi. En lesendakannanir benda til þess að það höíði einnig vel til ungs fólks á aldrinum 20 til 35 ára. Þessi hópur hefúr alist upp í þjóðfélagi sem er jákvæðara til fyrirtækja og viðskipta en þær kynslóðir sem á undan komu. Blaðið er vel þekkt en „Árið 1939 var ísland í alvarlegri efnahagskreppu, heimskreppunni miklu. Ófriðarblikur hrönnuðust upp í Evrópu. íslensk stjórnvöld gerðu vont verra með viðamiklum höftum og innflutningsbönnum. Það þurfti því djarfhuga og framsækna menn til þess að hefja útgáfu tímaritsins Frjálsrar verslunar á slíkum tímum." Benedikt Jóhannesson, framkvœmdastjóri Talnakönnunar, útgefanda Frjálsrar versl- unar: „Frjáls verslun hefur verid eins konar aldarsþegill atvinnulífsins og margir þeirra sem nú eru máttarstólþar atvinnulífsins komu fram í blaðinu á sínum sokkabandsár- um. “ FV-Mynd: Geir Ólafsson. margt bendir til þess að það gæti náð til miklu fleiri. Það er algengt að heyra nýja lesendur lýsa því yfir að blaðið sé bæði fjöl- breyttara og skemmtilegra en þeir bjugg- ust við. Það er ekki á allra vitorði að fyrsti útgef- andi Frjálsrar verslunar var Verslunar- mannafélag Reykjavíkur, sem þá var félag bæði atvinnurekenda og starfsmanna. A þessum tímamótum þótti því vel við hæfi að senda öllum félögum í Verslunarmanna- félaginu eintak af blaðinu. Blaðið var í upp- hafi málgagn félagsins og milli þess og blaðsins hafa alltaf verið tengsl, bæði form- leg og óformleg. Stjórn Verslunarmannafé- lagsins hefur alltaf sýnt blaðinu mikinn hlýhug og í tilefni afmælisins tók hún því mjög vel að styrkja rausnarlega það fram- tak að allir fullgildir félagar fengju eintak af þessu afmælisblaði. Kunna útgefendur Fijálsrar verslunar stjórninni og félaginu hinar bestu þakkir fyrir ræktarsemina. Skyldur blaða og útgefanda verða sífellt meiri eftir því sem meiri kröfur eru gerðar til almennings um að hann kynni sér hin margvíslegustu mál. Mikilvægt er að blað- ið sé bæði upplýsandi og leiðandi í umræðu um þau efni sem snúa að viðskiptum. Þeir sem hafa fylgst með þjóðfélagsbreytingum hér á landi geta ekki efast um að frjáls verslun, heiðarleg viðskipti og óheft sam- keppni séu besta kjarabót almennings. 53 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.