Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 70

Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 70
Magnús L. Sveinsson, formaöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, segir að símenntun sé nauðsynleg því störf verði fljótt úrelt vegna tœkniframfara. „Fólk veröur að vera í stöðugri endurmenntun til að laga sig að breyttum aðstæðum. “ FV-myndir: Kristín Bogadóttir. erslunarmannafélag Reykjavíkur stofnaði tímaritið Frjálsa verslun árið 1939. Stéttarfélagið sjálft varð 108 ára í janúar sl. en það var stofnað árið 1891. í félaginu eru 14-15.000 fullgild- ir félagsmenn og er það því stærsta stéttar- félag landsins. VR hefur ötullega unnið að málefnum félagsmanna sinna á þessum árum. Mikið hefur áunnist á þessum rúm- lega hundrað árum síðan félagið var stofn- að. FV hafði samband við núverandi for- mann þess, verkalýðsforingjann Magnús L. Sveinsson, og bað hann að segja okkur frá VR, hlutverki þess, áherslum, helstu baráttumálum og fleiru. Magnús hefur verið formaður VR frá 1980. Magnús L. Sveinsson á að baki langan feril í stjórnmálum, borgarmálum og verkalýðsmálum. Þessi lærisveinn Jónasar frá Hriflu hefur meðal annars verið borg- arfulltrúi í 20 ár, varaborgarfulltrúi, forseti borgarstjórnar og setið í borgarráði. Hann hefur verið formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, setið í flokks- ráði Sjálfstæðisflokksins, setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og er nú varaþing- maður. Svo skemmtilega vill til að Magnús er fæddur á sjálfum verkalýðsdeginum 1. maí árið 1931. Foreldrar hans bjuggu þá á Uxa- hrygg í Rangárvallahreppi þar sem hann ólst upp til 17 ára aldurs. Þá flutti öll fjöl- skyldan til Selfoss. Magnús er kvæntur Hönnu Hofsdal Karlsdóttur, tannsmið og verslunarmanni. Þau eiga saman þrjú börn: Svein, sem starfar í Furu ehf, málm- endurvinnslu, Sólveigu flugfreyju og Einar Magnús, auglýsinga- og dagskrárgerðar- mann. Fyrir átti Hanna soninn Ágúst Kvar- an sem er prófessor við Háskóla íslands. Frá Magnúsi sjálfum og yfir í stéttarfélags- málin: Verslunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað 27. janúar árið 1891, bæði af laun- þegum og vinnuveitendum. Vinnuveitend- ur voru aðilar að félaginu alveg til ársins 1955. Þá náðist samkomulag við þá um að Baráttan færist Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að kjarabaráttan muni færast meira 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.