Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Side 73

Frjáls verslun - 01.01.1999, Side 73
6 Qy/wafrnæli tók til starfa 1. febrúar árið 1956. Hann er nú orðinn stærsti lífeyrissjóður landsins og er mjög mikilvægt kjaraatriði fyrir sjóðfé- laga. Menn fá yfirleitt ekki allt sem þeir vilja í einum samningum. Þegar við sömdum um lífeyrissjóðinn þurftum við að gera upp við okkur hvort við vildum stofna lífeyris- sjóð eða eiga aðild að atvinnuleysistrygg- ingasjóði sem þá var verið að beijast fýrir í landinu. Verslunarmenn ákváðu að semja um lífeyrissjóðinn frekar þar sem ekki var atvinnuleysi í stéttinni. Aðrir sömdu hins vegar um atvinnuleysistryggingasjóð sem tryggði það að hann var stofnaður með lög- um. Við treystum því að síðar meir mynd- um við semja um aðild að atvinnuleysis- tryggingasjóði.“ „Það var ekki sjálfgefið að við fengjum aðild að atvinnuleysistryggingasjóði. Við þurftum að heyja verkfall árið 1966 til þess að fá aðild eins og aðrir launþegar höiðu haft frá árinu 1955. Það voru verkamenn og verkakonur á Reykjavíkursvæðinu sem fórnuðu eins og hálfs mánaðar launum til þess að ná fram réttindum um atvinnuleys- isbætur 1955. Lægst launaða fólkið tryggði að atvinnuleysistryggingasjóður varð til. Oft hefur það einmitt komið í hlut lægst launaða fólksins að fórna miklu lil þess að tryggja ýmis réttindi sem menn búa við í dag og halda að séu sjálfsögð mannréttindi. Þess má geta að árið 1997 voru greiddar tæpar 500 milljónir króna úr atvinnuleysis- tryggingasjóði til félagsmanna VR.“ LENGRA SUMARFRÍ Magnús segir að þess sé skemmst að minnast að vinnuvikan haíi verið sex dagar eða 48 stundir. Núna er vinnuvikan unnin á fimm dögum eða 40 stundum. Sumarfrí hefur lengst úr 18 dögum í 27 daga á síð- ustu áratugum. Laugardagar eru ekki lengur taldir með í sumarírium. Hér er um mikla framför að ræða og merkur áfangi á leiðinni að fjölskylduvænna umhverfi. „Fjölskyldan fær meira svigrúm til þess að vera saman,“ segir Magnús. „VR hefur samið um þýðingarmikið ákvæði um slysa- og örorkutryggingu í vinnutíma. Greiðslur í veikindaforföllum hafa lengst úr tveimur mánuðum í sex 90® Myndir afforverum Magnúsar, öllum formönnum VR frá upphafi - en félagið varstofnað hinn 27. janúar árið 1891, eða fyrir 108 árum. mánuði. Sjúkrasjóður var stofnaður árið 1979 og veitir hann gríðarlega miklar tryggingar eins og áður hefur verið nefnt. Akvæði er um fæðingarorlof en við leggj- um mikla áherslu á að það verði lengt sem fýrst. Ymis ákvæði um aðbúnað hafa einnig unnist. Það má ekki gleymast að menn eru stóran hluta ævi sinnar á vinnustaðnum. Það er mjög þýðingarmikið að vinnustað- urinn sé aðlaðandi og góður. A þetta hefur verkalýðshreyfingin lagt áherslu. Eg verð að segja fyrirtækjum til hróss að margir vinnustaðir eru til mikillar fyrirmyndar varðandi aðbúnað starfsmanna." „Áður fýrr voru ákvæði um afgreiðslu- tíma verslana í samningum okkar en þau voru stöðugt brotin. Reykjavíkurborg hafði einnig reglugerð sem kvað á um af- greiðslutíma verslana. Sú reglugerð var síðan afnumin, meðal annars vegna þess að sveitarfélögin í nágrenni borgarinnar liöfðu engar slíkar reglugerðir. Verslanir í nágrannasveitarfélögunum gátu því haft opið lengur en verslanir í Reykjavík. Það gekk ekki, jafnl verður að ganga yfir alla. Það er auðvitað sjálfsagt að veita eins mikla þjónustu og hægt er á hveijum tíma. Það réttlætir þó ekki að vinnulími fólksins sem starfar í verslunum verði óheyrilega lang- ur og að þetta verði hálfgerðar þrælabúðir. Við höfum beitt okkur fýrir því að tryggja með fýrirtækjasamningum, sem gerðir hafa verið í kjölfar aðalkjarasamn- inganna í mars 1997, að komið yrði á vakta- fýrirkomulagi. Það verður að segjast eins og er að í stórmörkuðunum er komið nokkuð skikk á þetta með nokkrum und- antekningum þó.“ Verslunarmannafélag Reykjavíkur var stofnaö 27. janúar árið 1981, bæöi af launþegum og vinnuveitendum. Vinnuveitendur voru aðilar aö félaginu til ársins 1955. Frjáis verslun hefur að geyma mjög merkilega sögu. Það verður aldrei ofmetið hversu mikla þýðingu útgáfa blaðsins hefur fyrir söguna. Magnús segir að staða verslunarfólks í dag sé ekki óáþekk því sem hún er hjá öðr- um launþegum. Verslunar- og skrifstofu- fólk býr við það að hluti þess er á lægstu Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. JbOfnasmiöjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.