Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 78
6Qr//wafmæli
Mebal þess sem vakti hvaö mesta athygli og kallaöi á
viöbrögð var umfjöllun okkar um lyfjaverslun á íslandi.
menn ársins í viðskiptalífinu,
þá í samstarfi við Stöð 2, og
vakti það mikla athygli og hef-
ur gert síðan. Lögð var
áhersla á að velja menn vegna
frábærs árangurs í nýundan-
gengnum rekstri frekar en að
reisa mönnum bautasteina
fyrir vel heppnað ævistarf.
Blaðið tók að nýta skoðana-
kannanir, efldi vinnslu og út-
gáfu vegna 100 stærstu fyrir-
tækjanna og birti upplýsingar
um skattskyldar tekjur
þekktra manna og starfshópa
í þjóðfélaginu. Þetta eru dæmi
um efnisþætti frá þessum
tíma sem Frjáls verslun sinnir
enn af myndarskap."
LÍFLEG SKODANASKIPTI
- Hvað er eftirminnilegast
frá þessum tíma?
„Ritstjórn okkar leit á það
sem hlutverk Frjálsrar versl-
unar að blanda sér í umræður
um þýðingarmikil mál sem
vörðuðu viðskipti og þjóðlífið.
Meðal þess sem vakti hvað
mesta athygli og kallaði á við-
brögð: Umfjöllun um lyfja-
verslun á íslandi, byggingar-
harmsaga Þjóðarbókhlöðunn-
ar, útfararstjórar atvinnulífs-
Öryggisskáparnirfrá Rosengrens
em traust geymsla fyrir peninga,
skjöl, tölvugögn og önnur verð-
mæti. Skáparnir sem em í hæsta
gæðaflokki fást í ýmsum stærðum
og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið.
Bedco & Mathiesen hf.
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími 565 1000
0)
Helgi Magnússon, framkvœmdastjóri Hörþu:
„Við fórum af stað með efhisþœtti sem enn
skiþa mikilvœgan sess í útgáfu Frjálsrar
verslunar. “
ins, en þar var fjallað um störf bústjóra og
skiptastjóra í þrotabúum, umijöllun um
eignir verkalýðshreyfingarinnar, úttekt á
gjaldþroti KRON undir heitinu „Fjöldafé-
lag fellur", umijöllun um rekstur Álafoss
hf.: „Dregur dilk á eftir sér“, könnun á
mikilvægi hersetunnar í efnahagskerfi Is-
lendinga, umijöllun um íjárfestingarmis-
tök og fortíðarvanda, athugun á því hvort
íslenska heilbrigðiskerfið væri á leiðinni
undir hnífinn og úttekt á Bifreiðaskoðun
Islands, „Ríkistryggð einokun", svo nokk-
uð sé nefnt. Þá var á þessum árum ítrekað
Jjallað um og varað við háskalegri valda-
samþjöppun í viðskiptalífi landsmanna.
Mikil vinna var lögð i þessar úttektir og
höfðum við metnað tíl að geta staðið við
það sem þar var haldið fram en lífleg skoð-
anaskipti sköpuðust oft vegna þeirra,"
svarar Helgi.
„Nú eru liðin sjö ár frá því ég lét af rit-
stjórn og sneri mér að núverandi starfi. Eg
hef fylgst áfram með framgangi blaðsins
mér til ánægju. Frjáls verslun tekur stöð-
ugum breytingum þótt sumir þættir stand-
ist tímans tönn betur en aðrir, enda lifir
flölmiðill ekki í 60 ár nema með því að vera
í sífelldri endurnýjun. Eg lít þannig á að
blaðið hafi áfram mikilvægu hlutverki að
gegna og færi því og aðstandendum þess
hlýjar kveðjur á þessum tímamótum,“ seg-
ir hann að lokum. B3
78