Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 88
6Q//wafmæli
að maður yrði áskrifandi að FV. 100
stærstu er afskaplega merk samantekt og
mikið af gagnlegum upplýsingum að finna
þar. I byrjun var samantektin kannski enn-
þá merkilegri því þá voru þessar upplýs-
ingar ekki eins aðgengilegar og nú. Yfir-
höfuð hefur tímaritinu farið mikið fram í
tíð núverandi ritstjóra þess, Jóns G.
Haukssonar. Það er einkennandi íyrir
tímaritið að það leggur ekki einungis
áherslu á viðskipti heldur líka fólk í við-
skiptalífinu. Mér finnst umljöllun um það
sem efst er á baugi í viðskiptum hverju
sinni góð og henni er vel sinnt í FV. Auk
þess er mikilvægt að fylgjast með fólki
sem stendur sig vel í viðskiptalífinu. Eg
held að stjórnendur lesi slíkt af mikilli at-
hygli.
Það er auðvitað alltaf hægt að bæta um
betur. Eg neita því ekki að stundum mætti
kafa dýpra í sum mál. Það kostar auðvitað
meiri tíma og fyrirhöfh en það væri til bóta
ef það væri hægt.“ SIi
Skúli Ágústsson, einn eigenda Hölds á Akur-
eyri: „Blaðiö er fiölbreytt og skrifað á afar
lœsilegu máli. I fljótu bragði sé ég ekki neitt
sérstakt sem þarfað bæta. “
FV-mynd: Gunnar Sverrisson.
Þórunn Pálsdóttir,
fjármálastjóri Istaks:
EFNIÐ
AÐGENGILEGT
ér finnst Fijáls verslun bæði
skemmtilegt og fræðandi tímarit
um íslenskt viðskiptalif. Þessi
mikla áhersla á myndræna framsetningu
finnst mér sérlega áhrifarík og gerir tíma-
ritið mjög aðgengilegt. Maður getur feng-
ið mjög gott yfirlit yfir innihald blaðsins á
stuttum tíma - sem mér finnst kostur.
Fijáls verslun er ijölbreytt að því leyti
að hún fjallar um öll helstu svið viðskipta-
lífsins. Mér finnst mjög skemmtileg þessi áhersla á persónurnar á bak við fyrirtækin og
eru öftustu síðurnar um fólk í miklu uppáhaldi hjá mér. Að mínu mati er myndatakan til
fyrirmyndar og það er gaman að þeirri stefnu blaðsins að hafa ekki einungis skrifstofu-
myndir heldur myndir úr fjölbreyttu umhverfi.
Styrkur FV er góð framsetning og vönduð umfjöllun. Það mætti ef til vill leggja held-
ur meiri áherslu á alþjóðlegt samhengi.“ B!]
Þórunn Pálsdóttir, fiármálastjóri ístaks:
,Jihersla blaðsins á fólk í viðskiþtum er til
fyrirmyndar. Til bóta væri að setja sum mál
meira í alþjóðlegt samhengi. “
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
/
Skúli Agústsson, hjá Höldi á Akureyri:
Á AFAR LÆSILEGU MÁLI
□ ð minu mati er tímaritið FV mjög gott eins og það er og ég hef engu sérstöku við
það að bæta. Ég get ekki sagt að ég lesi það spjaldanna á milli en ég fylgist þó
vel með því sem verið er að fjalla um þar. Yfirleitt eru greinarnar bæði góðar og
hnitmiðaðar auk þess sem þær höfða vel til fólks í viðskiptaheiminum. Styrkur FV finnst
mér tvímælalaust vera fjölbreytileiki í efnisvali. Tímaritið tekur á og spannar allar atvinnu-
greinar og greinir vel frá bæði velgengni og basli í þjóðarbúinu.
Ég kem í fljótu bragði ekki auga á neitt sérstakt sem þarf að bæta í blaðinu eða bæta
við. Greinarnar eru að mínu mati bæði vel og hlutlaust skrifaðar. Það sem FV hefur kom-
ið með fram að þessu höfðar vel til mín og þeirra sem ég þekki sem stunda viðskipti.
Greinarnar eru á góðu máli og afar læsilegar - og mætti helsti keppinautur blaðsins, Við-
skiptablaðið, taka sér það til fyrirmyndar." |JH
TVG-ZIMSEN
Látið TVG-Zimsen sjá
um flutninginn
frá upphafi til enda
Reykjavík:
Héðinsgötu 1-3 • Sími 5 600 700 • Bréfsími 5 600 780
Akureyri:
Oddeyrarskáli, 600 Akureyri • Sími 462 1727 • Bréfsími 462 7227
Netfang TVG-Zimsen er: http://www.tvg.is
88