Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Side 102

Frjáls verslun - 01.01.1999, Side 102
 Guölaugur Þór Þórðarson er kynningarstjóri hjá Fjárvangi en er einnig stjórnmálamaður Hann segist þó flokka stjórnmál sem ákugamál. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Guðlaugur Þór Þórðarson, Fjárvangi itt starf er að vera kynningarstjóri fyrir Fjárvang. Það felst í því að kynna starfsemi og þjón- ustu fyrirtækisins fyrir við- skiptavinum og starfsmönn- um,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur er áreiðanlega þekktari fyrir afskipti sín af stjórnmálum en nokkurt starf sem hann hefur gegnt. Guð- laugur var formaður SUS um árabil, er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavik og varaþingmaður sama flokks á Vesturlandi. „Um þessar mundir eru það lífeyrismálin sem taka allan minn tíma. Fjárvangur er með stærsta séreignarsjóð landsins og lífeyrismál eru alla jafna ffemur flókin en eru um þessar mundir í uppnámi eftir breyt- ingar á lögum. Eg held kynningarfundi um lífeyrismál og kosti fólks í þess- um efnum fyrir vinnustaði, fé- lagasamtök og blátt áfram alla sem óska. Til mín berst og fjöldi fyrirspurna frá sölufólki Fjárvangs sem er í upplýsinga- leit fyrir sína viðskiptavini. Það vakna eðlilega margar spurn- ingar þegar aðstæður breytast og ég þarf einnig að þjálfa starfsfólk hér inni svo það má segja að mín kynning sé bæði inn á við og út á við. Þetta á auðvitað aðeins að vera hluti starfsins því ég sinni einnig markaðsmálum en um þessar mundir skyggja lífeyris- málin á allt annað. Eg er einnig að hanna reikniforrit sem er hjálpartæki fyrir starfsfólk Fjárvangs og aðra til að reikna út lífeyrisréttindi einstakra við- skiptavina. Margir þarfnast ráðgjafar því úöldi sjóða er mik- ill og ólíkar reglur í gildi.“ IHHB FÓLK Guðlaugur lauk prófi í stjórnmálafræði 1996 með við- skiptafræði sem aukafag og hóf þá störf hjá Fjárvangi. Hann hætti þó fljótlega til þess að gerast útvarpsstjóri hjá Fín- um miðli en kom síðan aftur til Fjárvangs fyrir um ári. „Vinnuveitendur mínir gera ráð fyrir því að ég þurfi að sinna stjórnmálastarfinu og sýna mér skilning. “ En hvaða kostum þarf góð- ur kynningarstjóri að vera gæddur? „Hann þarf að eiga gott með að setja sig inn í mál, draga saman aðalatriði þess og setja þau fram á einfaldan hátt. Oft hefur maður stuttan tíma til þess að kynna fyrir væntanleg- um viðskiptavinum kosti máls og þá gildir að vera gagnorður og sannfærandi. Þetta á við um ritað mál einnig. Starfið felst í sinni einföldustu mynd í miðl- un upplýsinga. Margt af því sem kemur sér vel í pólitík get- ur átt við mína starfslýsingu.“ Guðlaugur segir að hann hafi ákveðið að helga sig póli- tisku starfi á vettvangi borgar- mála. Hann segist skilgreina stjórnmál sem ástríðu og í rauninni dýrt áhugamál því það sé afar tímafrekt að sinna þeim. Guðlaugur segist ekki hafa margar tómstundir aflögu en hafi gaman af hvers kyns íþróttaiðkun. „Eg ann úölbreytni og mér leiðist endurtekning. Af þessu leiðir að ég stunda margar íþróttir sem hentar mér vel því ég hef áhuga á mörgu. Eg skokka, syndi, spila skvass, fer í líkamsrækt, spila fótbolta, geng á skíðum. Ég hef gaman af því að sækja tónleika, fara í leikhús og fara á hestbak. Ég tek svona skorpur í þessu eftir árstímum.“ Guðlaugur er einhleypur og barnlaus enn sem komið er en telur ekki rétt að útiloka breyt- ingar á því. III TEXTI: PALL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.