Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 18
FORSIDUGREIN H 13 I>> ■ ■ O ■ ■ ■ ■ 11 n o ■ ■ ■ ■ Hve Á aðeins rúmum þremur árum hefur Kári Stefánsson byggt upp 113 milljarða við- skiptaveldi, íslenska erfðagreiningu - sem er langvinsælasta fyrirtœkið á Islandi um pessar mundir. Mikil leynd hvíliryfir hlut Kára og og annarra starjsmanna. Frjáls verslun áœtlar að hlutur Kára sé ekki undir 8 milljörðum. Fréttaskýring efrir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Kári Stefánsson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í íslenskt atvinnulíf. Á rúmlega þremur árum hefur hann byggt upp viðskiptaveldi, Islenska erfða- greiningu, sem markaðurinn metur núna á um 113 milljarða. Halda mætti að hlutahafaskráin í deCODE genetics inc., móðurfé- lagi íslenskrar erfðagreiningu, væri dulkóðuð, svo mikill leyndardómur hvílir yfir henni. Verði fyrirtækið hins vegar skráð á Nasdaq hluta- bréfamarkaðinn í Bandaríkjunum á næstu vikum eða mánuðum - sem nú er talið fullvíst að verði - og efnt til viðbótarútboðs á hlutafé fyrir Bandarikjamenn mun eignarhlutur Kára sem annarra verða birtur. Af þeim sem Fijáls verslun hefur rætt við telja flestir að hlutur hans liggi á bilinu 7 til 10%. Venjan í Bandaríkj- unum sé sú að forstjóri, stofnandi og helsta vítamínssprautan í fyrirtækjum eigi slíkan hlut. Þetta merkir að markaðsverð á hlut hans sé ekki undir 8 milljörðum króna um þessar mundir Sumir viðmælendur blaðsins halda því raunar fram að hlutur hans hljóti að vera meiri. Þetta skýrist þó allt á næstunni þegar hlutahafaskráin verður birt vegna skráningarinnar vestanhafs. Hræðsla Við úrsagnir? Ýmsir spyrja sig að þvi hvort sú mikla leynd sem hvílir yfir hlut Kára og annarra starfsmanna fyrirtæk- isins stafi af hræðslu við að fólk segi sig úr grunninum viti það hve Kárí sé ríkur. Hann virðist hins vegar hafa þjóðina á bak við sig. í könnun Fijálsrar verslunar í endaðan janúar sl. bakaði Is- lensk erfðagreining önnur fyrirtæki í vinsældum á meðal fólks. Og fjárfestar trúa á Kára og fyrirtækið. Markaðsverð deCODE genetics Inc, móðurfélags íslenskrar erfðagreiningar, hefur rokið upp í verði á aðeins tveimur mánuðum, eins og önnur bandarísk liftæknifyrirtæki. Verðið er núna um 113 milljarðar króna. Það er verð sem aldrei hefur sést á „íslensku fyrirtæki" fyrirtæki áður, en talið er víst að hlutur Islendinga í félaginu liggi á bilinu 55 til 70%. Kári hlýtur að vera kátur yfir velgengn- inni. Hafa skal þó hugfast að brugðið getur til beggja vona með auðfengið fé. Það reynist stundum fallvalt. Eða eins og sagt er: „Easy come, easy go.“ Flestir sérfræðingar á verðbréfamarkaðnum spá því að deCODE genetics Inc. verði loksins skráð á bandaríska hluta- bréfamarkaðnum Nasdaq á næstu vikum eða mánuðum. Þetta var hins vegar líka sagt í fyrrasumar. Þá gerðist ekkert. En núna er gagnagrunnurinn í höfn. Utboðslýsingin er tilbú- in hjá sérfræðingum íjármálafyrirtækjanna Morgan Stanley og Robinsons & Stevens. Jafnvel er talið að útboðslýsingin verði kynnt á næstu dögum frekar en vikum. Flestir spyrja sig hvað gerist þá? Fer gengi bréfanna úr 53 dollurum, sem það er núna í, upp í 100 dollara, eða jafnvel upp í 150 dollara, eða lækkar gengið og fer niður í 25 til 35 dollara. Flestir telja að verðið hækki við skráninguna á Nasdaq mark- aðinn og ráði gagnagrunnurinn margumræddi þar mestu um; hann sé söluvaran sem hrífi Bandaríkjamenn - sem og vit- neskjan um góðvilja íslenskra stjórnvalda í garð fyrirtækisins. Gagnagrunnur afhentur í Ráðaherrabústaðnum Byrjun ársins hefur verið Kára og íslenskri erfðagreiningu mjög í vil. Um miðjan janúar var Kári valinn markaðsmaður ársins af Imarki, Félagi íslensks markaðsfólks. Rúmri viku síðar kom dagurinn mikli, laugardagurinn 22. janúar. Þann dag hafði Kári ástæðu til að prúðbúast og mæta í Ráðherrabústaðinn í hádeginu. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra beið þar eftir hon- um og afhenti honum rekstrarleyfi til gerðar og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði til næstu 12 ára. Þessu var víða mótmælt og margir læknar komu fram í fjölmiðlum og töldu stjórnvöld algerlega siðlaus að afhenda sjúkraskýrslur - trún- aðarskjöl lækna og sjúklinga - til einkafyrirtækis að sjúkling- um forspurðum. Með því væri verið að brjóta læknaeiðinn. Að vísu geta sjúklingar sagt sig úr grunninum og það hafa ýmsir þegar gert, en þó ekki nema um 5-6% þjóðarinnar. Það kostar vissa fyrirhöfn að segja sig úr grunninum og því segir það lítið um stuðning þjóðarinnar við gagnagrunninn og afhendingu sjúkraskýrslna að fleiri skuli ekki hafa sagt sig úr honum. Kári er árúðursmeistari Kári er sambland af áróðursmeistara, markaðs-, Jjármála- og vísindamanni. Þótt hann hafi komið fram sem eins konar frelsari sem ætli að vinna afrek á sviði líf- tækni og erfðavísinda sem og lyíja- og læknisfræðinnar hefur frá upphafi glóð á gullið og ágóðavonina í þessum vísindum. Þetta eru vísindi og viðskipti! Sumir taka svo djúpt í árinni að 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.