Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 68
NETIÐ Ýmsum þótti það svolítið bruðl að oþna Strik.is á Strikinu í Kauþ- mannahöfn. En árangurinn er augljós. Strik.is er orðið þekkt merki og verðmœti Islandsnets hafa margfaldast. af ýmsu tagi. Þetta er fréttamiðill sem býður alls kyns þjón- ustu þannig að hann er í samkeppni við Strikið. Aðkoman að Vísi.is og allt yfirbragð finnst mér hins vegar gefa til kynna að hann sé fyrst og fremst fréttamiðill. Það verður geysihörð samkeppni við Veftorgið þegar það opnar með vorinu. Veftorgið verður fyrst og fremst verslunar- torg. Ennfremur minni ég á vef- verslun Hagkaups og vefverslun Skjás eins. Þá er Sjónvarpskringl- an að fara af stað með vefverslun auk þess sem búið er að skrá net- föng á borð við Ebay.is og Ikaup.is. Þetta eru verslunar- svæði sem verða til og ég er þeg- ar í viðræðum við þau um sam- starf. Það er því ekkert sem úti- lokar að þau geti ekki líka verið á Strikinu þótt þau reki sjálfstæða vefverslun. Þess vegna gæti það gerst að Veftorgið, vefverslun Landssímans, yrði líka á Strikinu til að ná sem mestri út- breiðslu." Verðmæti netfyrirtækja Verðmæti netfyrirtækja eru mörg- um hulin ráðgáta. Ekki síst vegna þess að flest hver skila ekki enn hagnaði. A hinn bóginn keppast þau við að bjóða ókeyp- is aðgang, fría nettengingu og þar fram eftir götunum. Setn- ingum, eins og að „allt sé ókeypis", er mjög ýtt að fólki. Hvernig ætla slík fyrirtæki að afla tekna til að standa undir kostnaði og skila hagnaði? Ekki dugir það netfyrirtækjunum þótt símafyrirtækin hagnist á aukinni notkun Netsins. Netfyr- irtækin verða sjálf að standa undir sér - á eigin forsendum. „Tekjur Striksins verða af auglýsingum, kynningar- og þjónustusvæðum og söluþóknun af þeim viðskiptum sem fram fara á Strikinu. Á kynningarsvæðunum bjóðum við fyrir- tækjum að kynna sértilboð á vörum eða þjónustu fyrir gest- um Striksins. Það er tvennt í boði, þekkt vörumerki og lágt verð, tilboð. Lágt verð er hægt að bjóða vegna mun lægri kostnaðar við að selja vöruna. Krafa mín er að gestir Striks- ins geti lokið viðskiptunum á kynningarsvæðunum; að þeir fari alla leið í viðskiptunum og ljúki við að greiða fyrir vöruna eða þjónustuna. Verðmæti netgátta, eins og Striksins, felast í því að þær verða fyrst og femst verslunar- og þjónustumið- stöðvar í framtíðinni, líkt og Kringlan, þar sem tugþúsundir manna „ganga um“ daglega og hafa eigin aðstöðu varðandi póst, dagbók og bankaviðskipti. Stór hluti tekna netfyrirtækja verður því í formi þóknunar af þeirri sölu sem þau koma á. Þess vegna er lykilatriði að laða að fólk vegna þess efnis sem þar er að finna og þeirrar persónusniðnu þjónustu sem þar býðst, eins og að koma þar upp eigin netfangi með netpósti og dagbók. Vonandi fá Strikverjar innan skamms einnig að- gang að heimabankanum sínum í gegnum netfang sitt.“ Netverslun stefnir í 600 milljónir Jarðvegur hagnaðar hjá net- fyrirtækjum er aukin verslun og þjónustu á Netinu. En hvað áætlar Ásgeir að vefviðskipti verði mikil á þessu ári? „Vefversl- un var um 200 milljónir á síðasta ári. Flugleiðir eiga þar stærst- an hluta, jafnvel yfir helming, sem og Hagkaup. Það kæmi mér ekki á óvart þótt netverslun þrefaldaðist á árinu og yrði um 600 milljónir." 20 milljónir viðskiptavina En víkjum aftur að fréttinni um samruna Time Warner og Amercia Online sem blaðamenn lásu um í ílugvélinni til Kaupmannahafnar. Hvern- ig má það vera að netfyrir- tæki, sem ekki var til í upp- hafi þessa áratugar, taki yfir fjölmiðlarisa sem byggir á áratuga starfsemi og hefur þrefalt meiri veltu? Hagnaður AOL var reyndar mun meiri en Time Warners á síðasta ári. „Það kom mér ekki á óvart að þetta myndi ger- ast heldur hvað þetta gerð- ist fljótt,“ segir Ásgeir. „Það er vaxandi skilningur fjárfesta á raunverulegu verðmæti Netsins og netfyrirtækja - og því hve mikil verðmæti eru fólgin í nálægð þjónustuaðil- ans við einstaklinginn sem hann þjónustar. Netfyrirtækið veit um áhugamál hans og þekkir hann í gegnum skráningar. Þess vegna er hægt að klæðskerasauma alla þjónustu að við- komandi. Þetta þýðir tvennt. Netfyrirtækið getur auðveldað einstaklingnum að finna áhugaverða hluti á vefnum, en það verður æ mikilvægara því Netið er að verða einn frumskógur. En netfyrirtækið getur líka auðveldað fyrirtækjum að finna „æskilega viðskiptavini". Það var þetta sem America Online var búið að byggja upp! Það voru tuttugu milljónir viðskipta- vina sem voru með eigin vefsíðu hjá því og sem fyrirtækið var komið í náin tengsl við. Þessi tengsl, þessi upplýsingaveita, réðu úrslitum í samrunanum við Time Warner; þau eru við- skiptatækifæri framtíðarinnar." 33 ^ggjtoniulapð umaamnina Ampripa CJpphafíð að fz næstu net- bylting-u? Onlino. j -J^-pyiUngu^Sgmruninn tryggir Amori^T 1 -TSsaESBBMgag:-: uppl.yMn^amMlimvogn^^jp^ • Það var tímanna tákn að sama morgun og hóþur fréttamanna hélt til Kauþmannahafnar á blaðamannafund Islandsnets á Strikinu birti Morgunblaðið eina afhelstu viðskiþtafréttum þessa árs um samein- ingu netfyrirtœkisins America Online ogfjölmiðlarisans Time Warner. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.