Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 64
Leóþold Sveinsson, framkvœmdastjóri auglýsingastofunnar Auk, sem hefur séð um margar af auglýsingum Tóbaksvarnarnefndar, segir að sér hafi fyrst þótt auglýsingarnar dálítið hrikalegar en kurteislegar auglýsingar á þessu sviði skili mjög takmörkuðum árangri. ar í baráttunni við tóbaksframleiðendur sem stöðugt leita nýrra leiða til að koma tóbaki á framfæri. Hann minnir á að fyrir seinni heimsstyrjöldina hafi konur almennt ekki reykt á al- mannafæri fyrr en American Tobacco Company réð Edward LA. Barney, sérfræðing í almannatengslum, til að auka sölu á tóbaki. Hann kom með þá hugmynd að láta konur kveikja á „frelsis kyndli“ í páskaskrúðgöngu New York borgar, allt í nafni jafnréttis kynjanna. Nú eru konur í óða önn að taka upp vindlareykingar eftir mikla herferð vindlaframleiðenda, eru að fylgja körlunum eftir og reyna að feta í þeirra fótspor." „Það hlýtur alltaf að vera langtímamarkmiðið sem skiptir mestu máli í auglýsingum og kynningum sem vara við hættu eða kenna meðhöndlun hættulegra efna og hluta. Ef tekst að breyta ímyndinni þá er björninn unninn, hvert svo sem mark- miðið er.“ Kurteisin Skílar litlu Auglýsingastofan Auk hefur séð um margar af auglýsingum Tóbaksvarnarnefndar og fékk hinar umdeildu auglýsingar til umfjöllunar. „Þegar ég sá þessar aug- lýsingar fyrst þótti mér þær dálítið hrikalegar," segir Leópold Sveinsson hjá AtJK. „En okkar reynsla hér heima er sambæri- leg reynslunni í öðrum löndum, sem sé að kurteislegar auglýs- ingar skili takmörkuðum árangri. Sláandi auglýsingar hins veg- ar vekja viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Þegar við fengum þessar ákveðnu auglýsingar hingað til umfjöllunar söfnuðum Ingvi Jökull Logason, auglýsingastofunni Hér&nú. „Imyndin er það sem er sérstaklega erfitt að vinna á. “ við saman nokkrum reykingamönnum til að fá hjá þeim við- brögð við þeim. Þar á meðal var einn reykingamaður sem er mjög sáttur við að vera reykingamaður og ætlar sér að vera það áfram. Allir sem sáu auglýsingarnar sögðu að þær vektu þá til umhugsunar og fengju þá til að hugsa sinn gang og einn hætti að reykja í kjölfarið, hvort sem það er þessu að þakka eða ekki.“ Nunna í kynfrasðslu Leópold segir mikilvægt að leita álits reykingafólks því eins og einn góður maður sagði: ,Að láta þann sem ekki reykir og hefur aldrei reykt dæma um gildi aug- lýsinganna er eins og að láta nunnu kenna kynfræðslu." Kann- anir hall sýnt að hræðsluáróður virkar fremur lítið á ungt fólk, einfaldlega vegna þess hve dauðinn er því tjarlægur. Það álítur að það sé bara eldgamalt fólk sem deyi af völdum sjúkdóma. Því hafi verið reynt að nálgast unga fólkið í gegnum tískuna og með fræðslu. „Það má alveg búast við því að einhverjir forhertir verði bara ennþá forhertari við að sjá svona auglýsingar," segir Leópold, „en ég er þeirrar skoðunar að þeim verði hvort sem er ekki bjargað. Allt hugsandi fólk hins vegar skoðar staðreyndirnar sem koma fram í auglýsingunum og íhugar þær. Það hefur hver og einn leyfi til að hafa skoðanir en reykingar eru ekki síst spurning um tillitssemi gagnvart öðrum.“ Ekkl ráða reykingamenn! Fyrir nokkru gerði Auk auglýsingu sem aðeins var birt einu sinni og vakti þvílíka athygli að allar kaffistofur landsins loguðu af umræðum. „Þetta var auglýsing sem beint var til atvinnurekenda um að ráða frekar fólk sem ekki reykti," segir Leópold. „Hún var aðeins birt einu sinni en að minnsta kosti einn sjónvarpsþáttur var helgaður þessu mál- efni, tvær heilar þjóðarsálir fóru undir það og hundruð dálksentímetra voru skrifaðir. Eg sló lauslega á það á sínum tíma að hefðum við þurft að borga fyrir alla þessa umijöllun þá væri verðmæti auglýsingarinnar 8-12 milljónir." 35 Að láta nunnu kenna kynfræðslu „Að láta þann sem ekki reykir og hefur aldrei reykt dæma um gildi auglýsing- anna er eins og að láta nunnu kenna kynfræðslu." 64 I Astralíu hættu 190 þúsund manns að reykja fyrstu sex mánuðina sem auglýsingarnar voru sýndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.