Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 50

Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 50
RflÐSTEFNUR Smáatriðin ráða vel Kynning og markaður (KOM) er hefðbundið almannatengslafyrir- tæki og hluti af rekstri þess er skipu- lag og framkvæmd alls kyns mannamóta. Jón Hákon Magnússon er framkvæmda- stjóri KOM. „Fyrirtækið er 14 ára og starfsemi þess hefur farið vaxandi í gegn- um árin. Drjúgur hluti hennar felst í að sjá um alls kyns fjölmiðlauppákomur. Auk þess sjáum við um til dæmis afmæli stór- fyrirtækja eða samtaka," segir Jón Hákon. KOM hefur í vaxandi mæli séð um aðalfundi fyrirtækja og margs konar uppákomur hjá fyrirtækjum. „Það eru ekki mörg ár síðan flest fyrirtæki reyndu sjálf að sjá um þetta af því að menn halda oft að það sé ódýrari kostur en þar fara þeir villur vegar. Það hefur reynst betur að fá til þessa fagfólk sem hefur nauðsynlega reynslu og þekkingu á flóknu skipulagi sem á að takast vel. Fjölmörg fyrirtæki landsins leita orðið til okkar um að halda fyrir þau og skipuleggja árlega aðalfundi. Meðal þeirra eru ýmis stórfyrirtæki, bankar og tjármálafyrirtæki. Þjónusta KOM er umfangsmikil og hefur fyrirtækið tekið að sér umsjón fúnda og alþjóðlegra ráðstefna, bæði hér heima og erlendis, til dæmis eina stóra sjávarútvegsráðstefnu í Evr- ópu árlega, en hún heitir Groundfish Forum, og smærri fundi fyrir sömu aðila í Boston. Ætli við höfum ekki sett upp ráð- stefnur í einum 6-7 löndum utan Islands á síðustu 8 árum. Næst verðum við í Madrid. Hádegisfundir og morgunverðar- fundir færast einnig í vöxt hér, en þótt þeir séu stuttir þarf ekk- ert síður að vanda allan undirbúning. Slíkir fundir þurfa að ganga mjög hratt og snurðulaust fyrir sig, maturinn þarf að koma á réttum tíma, enda hafa flestir knappan tíma og þurfa að mæta til vinnu að fundi loknum. Þá er yfirleitt borðað fyrst og fundað á eftir. Það er erfitt að borða og hlusta á fyrirlestur um leið, því glasaglamur og annar hávaði af borðbúnaði, sem fylg- ir borðhaldi, gerir fundahald nánast óframkvæmanlegt." Stöndumst samanburð Jón Hákon heldur því fram að íslend- ingar gefi útlendingum ekkert eftir á þessum vettvangi og geri í mörgum tilfellum miklu betur. „Samt sem áður er hægt að halda því fram að við eigum talsvert í land ef við ætlum að miða við það besta á evrópskan mælikvarða en við erum á réttri leið. Mikilli tækni er beitt á ráðstefnum og ákveðnar grunnforsend- ur þurfa að vera til staðar við ráðstefnuhald. Ef ekki er hægt að koma til móts við þessar tæknikröfur eru menn að missa frá sér ráðstefnur. Það er ekki sama hvernig staðið er að framkvæmd á fundum eða ráðstefn- um. Það þarf að vanda vel til verka og það tekur tíma. Það eru smáatriðin sem ráða velgengninni. Við ætlum okkur til dæmis heilt ár í undirbúning fyrir hverja sjávarútvegs- sýningu sem við stöndum fyrir í Evr- ópu. Algengt er að panta þurfi fundar- stað jafnvel með nokkurra ára fyrirvara." Að áliti Jóns Hákonar er tækjabúnaður á íslandi til ráðstefnuhalds í lagi en mætti vera betri. „Leggja mætti meiri áherslu á að ráðstefnusalir væru byggðir með tæknina í huga. Það gengur ekki að vera með fjölhliða sal sem notaður er ýmist tíl dansleikja eða ráðstefnuhalds. Góður fundarsalur þarf að vera mjór, langur og í ákveðnum hlutföllum svo að fundargestir sjái allt sem fram fer og auk þess þarf að vera hátt til lofts. Fund- arsalur þar sem lágt er tíl lofts getur t.d. ekki með góðu mótí sinnt 150 manna ráðstefnu því hiti og loftleysi mundu sækja á. Ég held að þessi mál séu öll á réttri leið á íslandi. Nú eru uppi áform um byggingu góðrar ráðstefnuhallar, en fram- kvæmdir hafa dregist úr hófi sem hefur kostað okkur fjiilmörg tækifæri og miklar tekjur. Við eyðum allt of miklum tíma í að tala en minni í framkvæmdir.“ Leiga er hagstæðari kostur „Við hjá KOM erum ekki eigendur þeirra tækja sem við notum við funda- og ráðstefnuhald, við leigj- um allan tækjakost. Hér á Islandi reyna mörg hótel að eiga það sem til þarf en þannig er málum yfirleitt ekki varið erlendis. Okkur finnst með ólíkindum þegar við komum inn á fjögurra eða fimm stjörnu hótel í Evrópu hve tækjabúnaður þeirra er af skornum skammtí. Erlend hótel hafa aftur á mótí upp á mjög öfl- ug tækja- og tæknifyrirtæki að bjóða sem leysa þessa hlið ráð- stefnuhaldsins. Nokkuð er farið að bera á þeirri þróun hérlend- is að hótelin leigi tækin af slíkum aðilum. Það er að minu vití það eina rétta, því það er dýrt að halda útí eigin tækjabúnaði." Það felast miklir möguleikar í því fyrir Islendinga að geta boð- ið upp á ráðstefnur með öðrum blæ en tíðkast í öðrum löndum Evrópu. Jón Hákon telur að mikil þreyta sé komin í ráðstefnu- og fundahald víða í Evrópu hvað þetta varðar. „Þeir sem sækja fundi og ráðstefnur hafa verið nokkrum sinnum í sömu borgunum, t.d. Genf, London, París, Amsterdam, Brussel, Osló, Kaup- mannahöfn, Helsinki eða einhverrí annarri ráðstefnuborg. Aug- ljóslega hafa menn lítinn áhuga á því að fara alltaf á sama stað- inn. Það er takmarkað hvað þessar borgir hafa upp á að bjóða og margt keimlíkt með þeim. Skoðunarferðir í kastala, vínsmökkun eða eitthvað í þeim dúr getur verið leiðigjarnt tíl lengdar. Ráðstefnuhaldarar eru oft að leita að nýjum stöðum tíl að auka Ijölbreytni. ísland hefur mikla sér- stöðu og getur boðið upp á margt sem enginn annar getur. Þar má nefna ýmis- legt ,eins og hestaferðir, jöklaferðir á torfærujeppum eða vélsleðum, bátasigl- ingar, hvalaskoðun, sjóstangaveiði, bestu sundlaugar í heimi og margt fleira. Hér hafa verið haldnir fundir og ráðstefnur þaðan sem gestir hafa farið nánast tárvotír heim af hrifningu. Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri KOM, segir mikla möguleika felast i því fyrir Is- lendinga ad geta bodið upp á ráðstefnur með öðrum blæ en tíðkast í öðrum löndum. Eftír Isak Örn Sigurðsson „íslendingar eru góðir skipuleggjendur og þeir njóta trausts. Á íslandi er mikil tækniþekking til staðar; símakerfið er í góðu lagi, Netið sömuleiðis og annað eftir því. Ráðstefnuhald- arar leggja t.d. mikið upp úr því að sjúkrakerf- ið sá aðgengilegt og gott. Við stöndum því augljóslega vel að vígi í samkeppni við flestar aðrarþjóðir V-Evrópu.“ 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.