Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 58
RÁÐSTEFNUR Gróa Ásgeirsdóttir verkefnastjóri hjá Flugfélagi íslands: Fundarfriður á fimm áfangastöðum innanlands Flugfélag íslands hefur tekið virkan þátt í samkeppninni um ráðstefnur og fundi og hefur í því skyni útbúið þjónustu- pakka sem fengið hefur nafnið „Fundarfriður". Gróa Ás- geirsdóttir er verkefnastjóri hjá FÍ. „Fundarfriður" er nýjung í þjónustu hjá Flugfélagi íslands en þar bjóðum við fyrirtækjum saman í pakka flugfar og fundaraðstöðu á fimm helstu áfanga- stöðum okkar sem eru Isafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn og Vestmannaeyjar. Við bjóðum annars vegar flug og fund á einum degi þar sem flogið er að morgni og komið aftur seinni part dags og einnig getum við boðið gistingu fyrir þá sem vilja ef fundur- inn tekur meira en einn dag. Nú og að sjálfsögðu er hægt að tengja einhvers konar afþreyingu við pakkann, svo sem jökla- ferð, siglingu og þess háttar,“ segir Gróa. Sjáum um undirbúning funda „Sé þess óskað sjáum við um all- an nauðsynlegan undirbúning í tengslum við fúndarhaldið. Við pöntum flugfar, gistingu, akstur, fundaraðstöðuna og veitingar. Þessa þjónustu hafa fyrirtækin verið að nýta sér og sparar það þeim ómælda vinnu og fyrirhöfn. Við teljum að með því að halda fundi úti á landi fái fundarmenn „fundarfrið“ og nái betri árangri í ró og næði heldur en í borginni þar sem truflun er meiri. Fólk fær næði til að starfa í óvenjulegu umhverfi sem getur bæði ver- ið hvetjandi og skemmtilegt Öll þau hótel þar sem við bjóðum fundaraðstöðu eru mjög góð; hafa yfir að ráða góðum tækjabún- aði og taka vel á móti fólki. Þessi hótel standa sig nokkuð vel í samkeppninni við hótelin hér í Reykjavík." Flugfélag Islands hefur skipulagt hvataferðir á áfangastöðum sfnum. „Ym- islegt skemmtilegt er hægt að gera sem skapar samstöðu meðal fólks og kemur oft á óvart. Allir áfangastaðir okkar hafa upp á margt að bjóða, bæði hvað varðar fundar- hald og afþreyingu. Við erum í tölu- verðri samkeppni á þessum markaði sem hvetur okkur til að gera betur. Við leggjum mikla áherslu á að kom- ast að því hvað markaðurinn vill og „Fundarfriðurinn" er eitt af því sem þörf er fyrir,“ segir Gróa. [£] Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Flugfélagi íslands: Fundarfriður er nýjung í þjónustu Flugfélags Islands þar sem fyrirtœkjum er boðið sam- an í pakka flugfar og jundaraðstaða á fimm helstu áfangastöðum FI. Öll vitum við að tíminn er peningar 1 erli og hraða nútímans þarsem tíminn er dýrmætur er æ meiri þörfá að leggja áherslu á skipulagningu og góðan undirbúning verkefna. Það á ekki síst við um fundi og ráðstefnur þar sem árangur veltur á undirhúningi og markvissum vinnubrögðum. Minnstu smáatriði sem aflaga fara eða gleymastgeta valdið ómældum óþægindum og vandræðalegum uppákomum. Takist hins vegar vel til og sé vandað til skipulagningarinnar má vænta þess að útkoman verði góð og fundargestir haldi ánægðir til síns heima. Við hjá Ráðstefnum og fundum veitum sérhæfða þjónustu við skipulagningu og framkvæmd hvers kyns funda og ráðstefna, smárra jafnt sem stórra. Við leggjum metnað okkar í fagmannleg vinnubrögð og lipra og skjóta þjónustu. Á undanförnum tíu árum höfum við séð um að halda fjölmarga fundi og ráðstefnur m.a. læknaráðstefnur og ráðstefnur fyrirýmis erlend stórfyrirtæki svo sem IBM, Ford, Wella og fjölda lyfjafyrirtækja. Ráðstefnur ojýfundir ehf Icelund Incentives Ine reynsla Hamraborg 1-3 • 1200 Kópavogur • Sími 554 1400 • Fax 554 1472 • Netfang: matthias@iii.is 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.