Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 32

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 32
BÆKUR Bók Harrys Beckwith, „Selling the In- visible" eða ,Að selja hið ósýnilega" er eins og nýr og ferskur andblær í heimi markaðsfræðinnar. í bókinni heíur höfund- ur endaskipti á ýmsum þekktum og viður- kenndum kenningum og aðferðum, gagn- rýnir þær á skýran og óvenjulegan hátt og nefnir fjölmörg þekkt dæmi um sigra og ósigra í viðskiptum og ástæður þeirra. Bókin á erindi til allra sem vinna að markaðsmálum í víðtækasta skilningi þess orðs og ekki síður til stjórnenda í viðskipta- lííinu. Að selja Halldór Guðmundsson, Hvíta húsinu, segir frá bókinni Selling the Invisible. Bókin þykir afar fersk og í henni eru nefnd fjölmörg dæmi um sigra og ósigra í viðskiptum og ástœður þeirra. Höfundurinn Harry Beckwith er stofnandi Beckwith Advertising and Marketing og hefur unnið með 4 af 100 bestu þjónustufýrirtækjum Bandaríkjanna og níu fyrirtækjum á lista Fortune yfir 500 framsæknustu íyrirtæki í Bandan'kjunum. Hann út- skrifaðist úr Stanford háskólanum og var hönnunarstjóri einnar viður- kenndustu auglýsingastofu Banda- ríkjanna. Hann hefúr unnið Americ- an Marketíng Associaton's Effie og kennir við University of Minnesota og St. Thomas University. Texti: Halldór Guðmundsson Myndir: Geir Ólafsson. SELLING THE INVISIBLE A Field Guide toModem Marketing Fagleg og skemmtileg Bókin er þægileg og skemmtíleg aflestrar enda er uppbygging textans mjög góð. Bókinni er skipt upp í 12 meg- inhluta og nærri 200 stutta og hnit- miðaða undirkafla (að meðaltali 1 síða). Undirkaflarnir enda síðan flestír á stuttri ályktun („bottom line“), oftar en ekki mjög kjarn- yrtri. Höfuðstyrkur bókarinnar er hvað höfundurinn er í senn faglegur og skemmtíleg- ur. Löng reynsla hans af fræðunum og viðskiptalífinu gerir hon- um kleift að beita skarpri greiningu á ýmsa viðtekna hlutí og þegar sjónarmið og skoðanir höfundar bætast við verður tíl nýtt og óvenjulegt sjónarhorn sem birtír lesandanum hlutina í nýju ljósi. Undirritaður rakst á „Selling the Invisible" þegar hann var að viða að sér lesefni fyrir sumarfrí í fyrrasumar. Reynsla hans og annarra af lestri bókarinnar varð tíl þess að Hvíta húsið ákvað að færa viðskiptavinum sínum og ýmsum þjón- “Thc onr hfXik ón itiarketing l'd havc if I could havc just onc. A Cí.ASSIC." harry beckwith ustuaðilum hana að gjöf í tíl- efhi jólahátíðar og aldamóta- ársins 2000. Bókin fæst að öllu jöfnu í bókabúð Máls og menningar. Dæmi úr bókinni: Láttu við- skiptavininn setja viðmiðin I mörgum þjónustugrein- um skilgreina þjónustufyrir- tækin, en ekki viðskiptavinirn- ir, hvað gæði eru. Tökum sem dæmi auglýsingar, lögfræði og arkitektúr. I auglýsingagerð, þegar hugmyndaríkasta fólkið segir: „Þetta er mjög góð aug- lýsing“, þá eru þau ekki að tala um að hún muni auka viðskiptín hjá fyrirtækinu sem auglýsir. Þau eru bara að segja að fyrir- sögnin sé góð og að auglýsingin lítí vel út, sé flott, smart eða snið- ug. Lögmenn hugsa á svipaðan hátt. Þeir segja: „Þetta er mjög góð greinargerð", jafnvel þó að greinargerðin hafi verið jafhgóð eða a.m.k. nógu skilmerkileg fyrir viðskiptavininn 350.000 krónum áður. Og það skiptir engu máli heldur að greinar- gerðin taki á máli sem væri hægt að sleppa með góðri lög- mennsku. Margir arkitektar eru hvað hrifnastír af húsum sem eru mjög óþægileg fyrir fólkið sem vinnur í þeim. Samt sem áður segja arkitektar að þetta séu frábær hús enda hönn- uð af viðurkenndum fagaðilum. Alyktun: Spurðu sjálfan þig: Hver er að setja staðalinn; iðn- aðurinn sjálfur, egóið eða viðsláptavinimir? Fyrirtæki á skyndibitamarkaðnum héldu einu sinni að þau væru að selja mat. Þá kom McDonald's sem komst að því að fólk var ekki að kaupa hamborgara, það var að kaupa upplifun. 32

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.