Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 89
FÓLK ominique Pledel kom til starfa hjá Ferðamiðstöð Aust- urlands (FAL) i byrjun októ- ber á síðasta ári. „Starf mitt hjá FAL felst aðallega í þvi að stækka umfang utanlands- deildar fyrirtækisins og selja íslendingum ferðir til Frakk- lands. Ég stend þar sæmilega að vígi því ég er fædd í Frakk- landi og ólst þar upp,“ segir Dominique. „Ferðamiðstöð Austur- lands breyttí nýverið um nafn og starfar nú undir heitínu Terra nova, en það er latína og táknar „ný jörð“. Hin nýja nafngift er í nánum tengslum við breytíngar á ferðaþjón- ustu sem hafa orðið um allan heim á síðustu árum. Ferða- miðstöð Austurlands var upp- haflega stofnuð á Egilsstöð- um árið 1978 af Frakkanum Antoni Antonssyni og iyrsta hlutverk skrifstofunnar var að taka á mótí frönskum og þýskum ferðamönnum í hestaferðir. Fljótlega fóru ferðamenn frá öðrum lönd- um að bætast í hóp viðskipta- vina FAL, s.s. Bretar og Bandaríkjamenn. Fyrirtækið stækkaði fljótt og þar kom að því að stofnað var útibú í Reykjavík. Ekki leið á löngu þar tíl útíbúið var orðið að aðalskrifstofu fyrir- tækisins, en það gerðist árið 1995. Skammstöfun fyrir Ferðamiðstöð Austurlands var FAL og við starfsfólkið höfum verið að grínast með það okkar á milli að skamm- stöfunin standi fyrir „Ferða- miðstöð allra landsmanna", enda eru fjölmörg ár síðan FAL fór að þjóna öllum landsmönnum en ekki bara einstökum landshlutum. Starfsemi Terra nova er orðin umfangsmikil í dag. Hér vinna 12 manns á skrif- stofunni árið um kring en 35 manns á sumrin, að ótöldum leiðsögumönnum og bílstjór- um á okkar vegum. Terra nova rekur einnig Hótel Höfða á sumrin til að geta út- vegað viðskipavinum sínum gistingu. Dominique Pledel er fædd í París árið 1948 og ólst þar upp í miðborginni. „Við erum fjögur systkinin og ekkert okkar býr lengur í Frakklandi. Ég fór í háskóla- nám í landafræði og efna- hagsfræði og skrifaði dokt- orsritgerð um ísland. Ég kom í því skyni fyrst til ís- lands árið 1970 og féll fljót- lega fyrir landi og þjóð. Loka- ritgerð mín fjallaði um hvernig hægt væri að þjóna byggðarlögum í svona dreif- býlu landi. Á þessum tíma voru allt aðrar aðstæður en nú ríkja, vegakerfið mun lak- ara og Samband íslenskra samvinnufélaga sterkt á landsvísu, svo eitthvað sé nefnt. Franska sendiráðið fór fljótlega að nota efni úr dokt- orsritgerð minni og ég fór í framhaldi af því fram á ijár- styrk þaðan til áframhald- andi rannsókna. Þann styrk fékk ég og fór fljótlega eftir það að vinna í franska sendi- ráðinu. Ég dvaldi lengstum hér á landi, en var send árið 1984 tíl Danmerkur í sendi- ráð Frakka þar í landi og 1990 tíl Noregs. Þar sinntí ég mun sérhæfðari störfum en ég hafði gert í sendiráðinu á íslandi. Ég kom aftur til Is- lands árið 1993 og var þá verslunarfulltrúi í franska sendiráðinu þar tíl í október á síðasta ári þegar ég réðist tílFAL. Ég kynntist íslenskum eiginmanni mínum hérna en hann heitír hinu séríslenska nafni, Jón Jónsson. Hann er loftskeytamaður og er ættað- ur frá Þórshöfn á Langanesi. Við hjónin eigum tvö börn saman, Marinu Dögg Pledel Jónsdóttur og Eymar Pledel Jónsson. Þau eru tvítyngd, tala frönskuna alveg reiprennandi en hafa þó aldrei búið í Frakklandi." Dominique hefur marg- vísleg áhugamál. „Ég var mikið í hestamennsku en hef ekki getað gefið mér tíma tíl að sinna því áhugamáli mínu á síðari árum. Frítími minn fer nú að mestu í að skoða náttúru Islands í gönguferð- um. Ég er mikill lestrarhest- ur, les aðallega heimspeki- og sögurit og hef mjög mik- inn áhuga á vínrækt og vín- menningu. Tónlist skipar stóran sess í mínu hjarta og síðan hef ég ákaflega gaman af ferðalögum, en af þeim hef ég fengið álitlegan skammt. Ferðalög mín einskorðast ekki aðeins við Evrópu. Ég var í Chile árið 1973 á mikl- um umbrotatímum, rétt íyrir fall Salvadors Allende, og síðan hef ég tíl dæmis farið í skemmtilegar ferðir til Marokkó og Túnis í N-Afr- íku.“ SO I 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.