Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 47
 Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinmdífsins: „Það sem af erþessu ári liafa viðrœðurnar gengið það hœgt að við verðum að hafa okkur öll við og taka fastar á efsamkomulag á cklii að dragast úr hófi. “ Edwald, fmmkvœmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, / sem nú standayfir. I þessum viðrœðum er launahœkkanir. Þetta verður erfttl VINNUMARKAÐUR Kappsmál að Ijúka viðræðunum sem fyrst Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, Samtaka atvinnulífs- ins, telur að það séu sameiginlegir hagsmunir fyrir- tækja og starfsfólks að starfsgrundvelli fyrirtækja sé ekki raskað heldur eigi samningarnir að leggja drög að bætt- um hag allra á vinnumarkaði. Almennar launahækkanir eru tvímælalaust mál málanna í komandi samningaviðræðum, sérstaklega hækkun lágmarkslauna, auk þess sem búast má við að starfsmenntamál, lífeyrismál og fæðingarorlof komi sterkar inn í viðræðurnar en áður hefur verið. Að hámarki 3,5% Að sjálfsögðu fer það eftir vinnuveitend- um og atvinnugreinum hvað atvinnurekendur geta sætt sig við en Ari telur ljóst að almennar hækkanir megi að hámarki vera 3,5%. „Eins og við þekkjum hafa launahækkanir á íslandi verið tvöfalt hærri en í samkeppnislöndunum á undanförnum árum. I mörgum samningum, sem eru í gildi í ár eða hluta ársins, er búið að gefa tóninn um 3,5% hækkun þannig að við teljum ekki raunhæft að gera ráð fyrir að umsamdar hækkan- ir geti verið innan þeirrar tölu. En samningur um 3,5%, ásamt öðrum breytingum, sem venjulega eru metnar á 1,5-2%, sem við teljum ásættanlega niðurstöðu samninganna mun samt leiða til þess að launahækkanir á yfirstandandi ári verða áfram tvöfalt hærri en í viðskiptalöndunum. Við viljum alls ekki fara út fyrir þessa tölu.“ Má ekki dragast -Þú nefnir endurmenntun og fæðingaror- lof; hvernig líta efnisatriðin út hvað það varðar? „Við höfum lýst því yfir að við séum áhugasamir um það að finna leiðir til að skapa almennt þau réttindi sem sumir búa við nú þegar; að geta fengið greitt í fæðingarorlofi hátt hlutfall af launum. Sumt launafólk nýtur slíkra réttinda í gegnum sjúkrasjóð og þar þekkist að það séu greidd 80 prósent launa þannig að við værum með í huga einhverja samræmingu við það.“ -Hveiju spáirðu um framvindu samninganna? „Eg vil sem minnstu spá. Mér finnst við ekki komnir það langt enn sem komið er að það sé komin mynd á það hver geti verið niður- staðan fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Það sem af er þessu ári hafa samningaviðræðurnar gengið það hægt að við verð- um að hafa okkur öll við og taka fastar á ef samkomulag á ekki að dragast úr hófi. En ég held að það hljóti að vera kappsmál fyrir alla að ljúka þessu verkefni sem allra fyrst á skynsamlegum nótum þannig að óvissu verði eytt úr efna- hagslífinu og við getum haldið áfram að sækja fram,“ segir Ari Edwald. Ari Edwald „Samningur um 3,5%, ásamt öðrum breytingum, sem venjulega eru metnar á 1,5-2%, sem við teljum ásættan- lega niðurstöðu samninganna mun samt leiða til þess að launahækkanir á yfirstandandi ári verða áfram tvöfalt hærri en í viðskiptalöndunum. Við viljum alls ekki fara út fyrir þessa tölu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.