Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 28
Bónusfeðgarnir, Jón Ásgeir
Jóhannesson og Jóhannes
Jónsson. Þeir hljóta að
hrökkva í kút. Baugsveldið
hrynur að vinsœldum.
SKOÐANAKÖNNUN
Baugsbúðir hrynja í
Islensk erfðagreining, með Kára
Stefánsson í fararbroddi, er orðin
langvinsælasta fyrirtæki landsins,
samkvæmt könnun Frjálsrar verslun-
ar á vinsælustu fyrirtækjunum. Stóru
fréttirnar eru þó þær að Baugsveldið
er hrunið að vinsældum og hrapar
toppfyrirtæki listans síðustu árin,
Bónus, niður í fimmta sæti listans!!!
Fyrir aðeins tveimur árum sprengdi
Bónus öll met í þessari vinsælda-
könnun og naut þá fáheyrðra vinsælda. Nú fær Bónus aðeins
fjórðung af því fylgi sem hann fékk fyrir tveimur árum. Að
þessu sinni ber óvenjumikið á neikvæðni í garð nokkurra fyr-
irtækja, þ.e. fleiri nefna þau sem óvinsæl en vinsæl. Þar fara
Flugleiðir og Baugsbúðir fremstar í flokki. Könnun var gerð
dagana 27. til 31. janúar
sl. og voru svarendur
442.
Islensk erföagreining er langvinsælasta
fyrirtœki landsins. Baugsveldið hrynur í
vinsældum og topþfyrirtæki listans und-
anfarin jjögur ár, Bónus, fellur niður í
fimmta sæti ogHagkaup ípað tíundal
Eftír Jón G. Hauksson Myndin Geir Ólafsson
Reiknum út rætur Kærði
verðbólgunnar EfM ogtek^
'* stadnum
Klónar Kári vinsældir? Kári Stefáns-
son, forstjóri Islenskrar erfðagreining-
ar, hlýtur að brosa út að eyrum yfir vin-
sældum íslenskrar erfðagreiningar -
sem hreinlega bakar önnur fyrirtæki í
könnuninni - og fær 18,3% fylgi, eða um
fimmta hvers sem tekur þátt í könnun-
inni. I öðru sæti kemur Islandsbanki
með um 8,1% fylgi. Kári og fyrirtæki
hans voru mikið í fréttum um miðjan
janúar. Kári var valinn markaðsmaður
ársins af ímarki, Félagi íslensks markaðsfólks 12. janúar sl. En
bomban kom svo viku áður en könnunin var gerð, eða laugar-
daginn 22. janúar, þegar Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra aíhenti honum rekstrarleyfi til gerðar og starfrækslu
gagnagrunns á heilbrigðissviði til næstu 12 ára. í kjölfar þess
hækkaði gengi hlutabréfa í deCode, móðurfélagi íslenskrar
erfðagreiningar, úr um 50 dollurum í 60 til 62 dollara, misjaiht
eftir því hvar þau voru seld. Gengið lækkaði síðan daginn eftir
Umrœður um hœkkandi matarverð hafa verið miklar frá áramótum og hefur Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs, verið í nokkurri varnarstöðu vegna þessa í jjölmiðlum, hvort sem það er með
réttu eða röngu. Dagana sem könnunin var tekin birtust sömuteiðis ótrúlegar fréttir um að starjs-
maður 10-11 hefði verið kærður til lögreglu og rekinn á staðnum.