Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 74
VðRUÞRÓUN Býrðu yfir hugmynd? Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun vinna saman að verkefni um vöruþróun þar sem fyrirtækjum er veitt aðstoð við að þróa samkeppnishæfa vöru á markað innan- lands eða til útflutnings. Impra, Þjón- ustumiðstöð frumkvöðla og íyrirtækja, sér um framkvæmd verkefnisins. Impra er innan Iðntæknistofnunar og veitir þjónustu, upplýsingar og leiðsögn fyrir frumkvöðla - sem lítil og meðalstór iyrir- tæki í öllum greinum íslensks atvinnu- lífs! Hjá Impru er hægt að leita aðstoðar um allt sem viðkemur viðskiptahug- myndum og almennum rekstri fyrirtækja jafnframt því sem gefin eru út leiðbeiningarit og íylgst náið með því sem er að gerast hérlendis sem erlendis fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Eitt af verksviðum Impru er að vera framkvæmdaraðili íyrir Nýsköpunarsjóð að nokkrum verkefnum og er vöruþróunin eitt af þeim. Anna Margrét Jóhannesdóttir er verkefnisstjóri Vöruþróunarverkefnisins. Fjárhagsleg og fagleg aðstoð Vöruþróun er verkefni sem hef- ur verið í þróun hjá Iðntæknistofnun í tíu ár og er verkefnið tví- þætt að sögn Önnu Margrétar: Annars vegar er veittur stuðn- ingur um það hvernig best sé að standa að vöruþróun og hins vegar er í flestum tilfellum hægt að fá áhættulán frá Nýsköpun- arsjóði til þróunarvinnunnar. „Vöruþróun er ætlað að veita fýr- irtækjum aðstoð við að þróa samkeppnishæfa vöru fyrir innan- landsmarkað eða til útflutnings," segir Anna Margrét. „Þátttakendur í verkefninu fá fjárhagslega og faglega aðstoð við vöruþróun sem miðar að því að koma samkeppnishæfri vöru á markað innan tveggja ára frá upphafi verkefnisins. Verk- efnið er til tveggja ára. Það er að sjálfsögðu opið öllum fyrir- tækjum í öllum starfsgreinum, en gert er ráð fyrir því að 24 fyr- irtæki taki þátt í verkefninu og 24 nýjar vörur komi á markað á Gtsli Benediktsson, Nýsköpunarsjóði, er formabur verkefnisstjórnar sem skipuð erfulltrúm frá Iðntœknistofnun ogNýsköpunarsjóði. „Veitt eru lán að hámarki 5 milljónir króna til hvers verkefnis fýrir sig.“ verkefnistímabilinu. í dag er unnið að 11 verkefnum." Býrðu yfir hugmynil? Fyrirtæki sem búa yfir hugmynd að vöru eða þjónustu, sem þau telja að feli í sér verulegt ný- næmi og ábata fyrir rekstur sinn, geta sótt um þátttöku. Anna Margrét nefnir að æskilegt sé að sú vara eða þjónusta, sem þróa eigi, sé ákveðin nýjung og ekki í beinni samkeppni við sambærilega inn- lenda afurð. „Ávinningurinn er þrenns konar: í fýrsta lagi fæst fullgerð vara við verklok, í öðru lagi er veitt fagleg aðstoð sem tryggir gæði vörunnar fyrir skilgreindan markað og í þriðja lagi stytta markviss vinnubrögð þróunartíma vöru.“ Ásamt þeim þáttum, sem þegar hafa verið nefndir sem ávinningur þátttökufyrirtækja, má nefna að stefnt er að því að auka almenna þekkingu innan fyrirtækjanna á vöruþróun og mikilvægi hennar fyrir því að ná forskoti á markaði. „Við leggj- um áherslu á að í upphafi verkefnisins sé farið út í hugleiðing- ar um markaðinn, þ.e. gerðar markaðskannanir og markaðs- rannsóknir, til að athuga grundvöll verkefnisins. Við stillum upp verkefnishópi, í honum sitja þeir lykilaðilar sem koma að verkefninu, en hans hlutverk er að byggja framkæmda- og verkáætlun ásamt fjárhagsáætlun. Hópurinn fylgist ítarlega með verkefninu og sér til þess að ákveðnu vinnuferli sé fylgt eftir.“ Áhættulán Nýshöpunarsjóðs Hjá Iðntæknistofnun hafa undan- farin ár verið sett á laggirnar vöruþróunarverkefni í formi styrkja en á síðastliðnu hausti varð breyting þar á og þau fýrir- tæki sem sækja um þátttöku í vöruþróunarverkefni í dag hafa flest möguleika á áhættuláni frá Nýsköpunarsjóði sem er mun hærra en sú upphæð sem styrkirnir námu áður. Gísli Bene- diktsson hjá Nýsköpunarsjóði er formaður verkefiiisstjórnar en hún er skipuð fulltrúum Nýsköpunarsjóðs og Iðntækni- stofnunar. „Með verkefninu er fyrst og fremst verið að fara í gegnum vöruþróunarferlið hjá litium og meðalstórum fyrir- tækjum, þ.e. fýrirtækjum sem hafa ekki burði til að kaupa þekkinguna og hafa hana innan dyra, og með þátttöku fá fyrir- tækin kennslu í aðferðarfræðinni í beinum tengslum við verk- efni sem verið er að vinna að,“ segir Gísli. „Væntingar okkar eru þær að út úr hverju verkefni komi þróuð vara sem fyrir- tæki getur gert að framleiðsluvöru og haft af tekjur og hagnað fýrir utan það að eftir sitji í fyrirtækinu þekking á vöruþróun til að fyrirtækið geti haldið áfram síðar á sömu braut.“ Áhættulán að hámarhi 5 milljónir Áhættulánin, sem Nýsköi> unarsjóður veitir, eru til afmarkaðra verkefna þar sem árangur og væntingar tengjast því hvort vöruþróun eða markaðssetn- ing heppnast. í lánssamningnum er ákvæði um niðurfellingar- heimild, en samkvæmt því má breyta láninu í styrk að hluta til Fyrirtæki sem búa yfir hugmynd að vöru eða pjónustu, sem pau telja að feli í ser verulegt nýnœmi og ábata fyrir rekstur sinn, geta sótt um pátttöku í vörupróunar- verkefni Iðntæknistofnunar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins! Eftír Höllu Báru Gestsdóttur. Myndir: Geir Ólafsson. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.