Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 77

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 77
TRYGGINGAR Heilsubrestur gerir oft ekki boð á undan sér. Sjúkdómatrygg- ingar ná til allt að 18 algengra sjúkdóma og slysa. Bœturnar eru greiddar út hvort sem tryggingataki verður heill heilsu fljótt aftur eða ekki. Tryggingin gefur honum tækifæri til þess að byggja sig uþþ eftir veikindin án þess að fara strax út á vinnumarkaðinn aftur. FV-mynd: Geir Olajsson. Líf- og sjúkdómatrygging i einum pakka Líftrygging er skyld sjúkdómatryggingunni enda kaupa margir þessar tvær tryggingar saman í einum pakka. Líf- tryggingin er ennfremur seld sér. í grófum dráttum má segja að erfingjar fái tryggingarupphæðina við andlát tryggingartaka og er þessi trygging mun ódýrari en sjúkdómatryggingin. Iðgjöldin hækka hins vegar hratt eftir því sem tryggingartakinn eldist enda er algengt að eldra fólk hafi komið sér vel fyrir í lífinu. Unga fólkið getur hins vegar þurft nauðsyn- lega á þessari tryggingu að halda enda er enginn leikur að vera með ung börn og dýra fjárfestingu ef maki fellur frá. 6% skattfrjáls lífeyrissparnaður Ríflega hálft ár er liðið frá því sú breyting á lífeyrissparnaði þjóðarinnar kom að fullu til framkvæmda að launþegar gætu val- ið um að greiða 2% skattfrjálst til viðbótar í séreigna- sparnað að því tilskildu að atvinnurekendur legðu ffam 0,2% til viðbótar handa starfsmönnum og sömu- leiðis að því tilskyldu að tryggingargjaldið lækkaði um sama hlutfall. I dag verða einstaklingar að leggja minnst 10% launa sinna í lífeyrissjóði og er þar um að ræða 4% á móti 6% atvinnurekanda. Viðbótarprósent- in tvö eru aukalega greidd til þeirra aðila sem til þess hafa fengið heimild hjá fjármálaráðuneytinu því að gert er ráð fyrir að hið ríkisrekna almannatrygginga- kerfi minnki með tímanum, þjóðin verði tryggð í líf- eyrissjóðum og fái þaðan ellilífeyri og örorkubætur. Tvö prósentin áðurnefndu eru ijármagnstekju- skatts- og eignarskattsfrjáls eins og annar lífeyris- sparnaður og þau eru líka frádráttarbær frá skatti eins og þau 4% sem launþegar greiða nú í lífeyris- sjóði. Nýti launþegar sér 2% viðbótarsparnaðinn geta þeir dregið iðgjaldsgreiðslur upp á samtals 6% frá skatti. Þessi sparnaður verður þó skattlagður við út- greiðslu. Ekkert annað sparnaðarform hefur þessi sömu skattfriðindi. Sl Grynnkaö á skuldum bili heilsan Skuldir heimilanna í landinu vaxa hratt. Með sjúkdómatryggingu gæti skuldugur maður grynnkað verulega á skuldum sínum yrði hann fyrir heilsubresti og tekjumissi. Það myndi sömuleiðis létta honum fjárhagsbyrðina við að fara í rólegra og tekjuminna starf síðar. 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.