Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.01.2000, Blaðsíða 34
/BKtMMtf er Slefán Pálsson, aðalbanhastjóri Búnaðarbankans Bankar ekki lengur bara bankar I mhverfi og starfsemi fjár- málafyrirtækja hafa breyst I mjög mikið á undanförnum árum samhliða þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lagaum- hverfi fjármálamarkaðarins. Bank- arnir, sem áður voru hefðbundnar innlánsstofnanir, eru nú alhliða ijármálafyrirtæki sem veita við- skiptavinum allfjölbreytta fjármálaþjónustu. Samhliða þessu hefur samkeppni aukist og skilin milli verkefna einstakra þátt- takenda á markaði hafa minnkað. Áður skiptist markaðurinn eftir einstökum þjónustuþáttum; verðbréfafyrirtækin sinntu verðbréfamarkaðnum, tryggingafé- lögin einbeittu sér að tryggingamarkaðnum, bankarnir sinntu hefðbundnum bankamarkaði og stofnlán til Jjárfestinga voru að stórum hluta í sérstökum fjárfestingarsjóðum. Nú er þetta allt breytt, nú ríkir samkeppni á öllum sviðum. Mikilvægi lagabreytínga í þessu samhengi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve þýðingarmiklu hlutverki þær laga- breytingar, sem gerðar hafa verið um starfsemi Jjármálastofn- ana, hafa gegnt í þessari þróun. Gaman hefur verið að fylgjast með og vera þátttakandi í þessari þróun og hafa mörg Jjármálafyrirtæki endur- skipulagt starfsemi sína til að nýta það svigrúm sem aukið frelsi á markaði hefur gefið þeim. Með nýju lögunum um við- skiptabanka og sparisjóði frá 1996 var bönkunum veitt heimild til að stunda verð- bréfaviðskipti. Búnaðarbank- inn var fyrstur til að nýta sér þessa heimild og stofnaði eig- ið verð- bréfa- ð Stefán Pálsson,aöalbankastjóri Búnaðarbankans, ergestapenni að pessu sinni. Hann segir aö bank- ar, sem áður voru hefðbundnar innlánsstofnanir, séu nú alhliða fjármálafyrirtæki sem sinni inn- lánum, verðbréfaviðskiptum, tryggingum ogstofn- lánum til fjárfesta. ínnan bank Búnaðarbankann Verðbréf, og seldi um leið helmingshlut sinn í Kaupþingi. Þetta var mikið heillaspor fyrir bankann og hefur gerbreytt umsvifum hans og starfsemi. Nú getur hann veitt alhliða bankaþjón- ustu á öllum sviðum fjármála- markaðar. Formbreyting ríkisbankanna yfir í hlutafélög og síðan sala á hlutabréfum í bönkunum til almennings og skráning á VÞI er annað dæmi um lagabreytingu sem heíúr haft mikil áhrif. Eg taldi mig reyndar vita að það væri mikill áhugi almenn- ings, og þá sérstaklega viðskiptavina Búnaðarbankans, á að eignast hlut í bankanum en ég verð að segja að sá gífurlegi áhugi sem landsmenn hafa sýnt á að eignast hluti hefúr komið mér þægilega á óvart. I dag eru hluthafar bankans um 35.000, sem er langstærsti hluthafahópur í einu fyrirtæki á Islandi og án efa heimsmet ef miðað er við höfðatölu. Því miður hafa flestir eign- ast minni hlut en þeir hafa óskað eftír vegna þess hve eftírspurn- in hefur verið langt umfram framboð. Eg geri því ráð Jýrir að rík- ið haldi áfram sölu á bönkunum með svipuðu sniði og verið hef- ur þar sem almenningi gefst tækifæri á að eignast hluti. Miklar breytingar fram undan Undanfarin ár hafa verið við- burðarík og ekki leikur vafi á að við munum sjá enn frekari breytingar á næstu árum. Bankaviðskipti eru í auknum mæli að færast yfir á Netið og hvers konar sjálfvirkni og sjálfsafgreiðsla eykst hröðum skrefúm. Samhliða þessu eru útibúin að breytast og áhersla á alhliða íjármálaráðgjöf og söluhlutverk útibúanna er að aukast á ýmiss konar þjónustu. Fyrstu skrefin hafa einnig verið stigin í alþjóðavæðingu bankanna og þeir hafa einnig ver- ið að stíga sín fyrstu skref á tryggingamarkaði. Þannig hefur Búnaðarbankinn t.d. rekið erlenda verðbréfasjóði sem skráðir eru í Lúxemborg í nokkurn tíma og á nú hluta í líftryggingarfé- laginu Samlífi hf. Eg geri ráð fyrir að innan skamms verði bank- arnir almennt komnir með starfsstöðvar erlendis og þá jafnvel í nokkrum löndum til að geta veitt viðskiptavinum sínum betri þjónustu. ans, Sameining banka Mikil umræða hefur einnig verið um sam- einingu bankastofnana. í því máli held ég að mikilvægt sé að tryggja að virk samkeppni ríki og gæta þarf að því að einingar verði ekki of stórar miðað við íslenskar aðstæður. Best er að leyfa markaðnum að ráða, því á endanum eru það auðvitað við- skiptavinir og hluthafar hvers banka sem ákveða framtíð hans. Þeir bankar sem ekki veita viðskiptavinum sínum persónulega og framsækna Jjármálaþjónustu á viðunandi verði munu ekki eiga framtíð Jýrir sér. Þeir bankar sem hins vegar eru vel rekn- ir og laga þjónustu sína að kröfum markaðarins hverju sinni munu nú sem fyrr standa upp úr og geta horft björtum augum fram á veginn. SD Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir í grein sinni: „Eg geri því ráð fyrir að ríkið haldi áfram sölu á bönkunum með sviþuðu sniði og verið hefurþar sem almenningi gefst tœkifœri á að eignast hluti. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.